Erlent

Fréttamynd

Foreldrarnir ekki í nokkrum vafa

Foreldrar stúlku sem hvarf fyrir átta árum í Austurríki segjast ekki í neinum vafa um að 18 ára stúlka sem fannst í garði nærri Vín í gær sé dóttir þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Berst fyrir lífi sínu í brasilísku fangelsi

Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðarson, hefur setið í fangelsi í Brasilíu í tæpa þrjá mánuði fyrir fíkniefnasmygl. Síðan þá hefur hann þurft að verjast nokkrum morðtilraunum. Aðbúnaður í fangelsinu er hræðilegur.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa svar öryggisráðs SÞ

Bandarískir ráðamenn eru ásamt evrópskum bandamönnum og fulltrúum fleiri landa, sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að leggja drög að viðbrögðum ráðsins við því sem Bandaríkjastjórn nefnir ófullnægjandi svar Íransstjórnar við kröfum alþjóðasamfélagsins um að hún stöðvi auðgun úrans.

Erlent
Fréttamynd

Flugfarið kostaði 300 þúsund

Sænski ráðherrann Mona Sahlin var ein á lúxusfarrými í flugi frá Svíþjóð til Washington í vor. Flugferðin kostaði sænskan almenning tæplega 300 þúsund íslenskar krónur, að sögn Expressen.

Erlent
Fréttamynd

Fundin eftir átta ára prísund

Maður á fimmtugsaldri, sem grunaður var um að hafa rænt austurrískri skólastúlku fyrir átta árum og haldið nauðugri heima hjá sér, fyrirfór sér með því að kasta sér fyrir járnbrautarlest í Vínarborg í fyrradag, skömmu eftir að stúlkan komst í hendur lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Foringi Tígra á að gera tilboð

Ríkisstjórnin á Srí Lanka íhugar nú að taka aftur upp þráðinn í vopnahlésviðræðum við Tamílatígrana. Stjórnin setur sem skilyrði að hinn sjaldséði leiðtogi Tígranna, Prabhakaran, leggi fram skriflegt tilboð þess efnis að Tamílatígrarnir fari fram á frið.

Erlent
Fréttamynd

Ítrekar forystutilkall Frakka

Frakkar munu senda alls 2.000 hermenn til að taka þátt í alþjóðlega friðargæsluliðinu í Suður-Líbanon, að þeim 400 meðtöldum sem þegar eru þar. Þetta tilkynnti Jaques Chirac Frakklandsforseti í sjónvarpsávarpi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Töldu ekki öll framlög fram

Stjórnmálaflokkum í Bretlandi láðist að telja fram ríflega 41 milljón króna af frjálsum framlögum í kosningasjóði sína vegna kosningabaráttu ársins 2005. Misræmið á uppgefnum og raunverulegum framlögum mun vera til komið vegna nýrra kosningalaga, en yfirmaður kjörstjórnar segir að flokkarnir sýni lögunum ekki nægilega virðingu.

Erlent
Fréttamynd

Annar maður gaf sig fram

Ungur maður hefur verið handtekinn vegna tilraunar til að sprengja upp lest í Þýskalandi. Jihad Hamad er tvítugur að aldri og gaf sig fram við lögregluna í Líbanon í gær. Hinn maðurinn er árinu eldri og var handtekinn í Kiel í Þýskalandi síðastliðinn laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Gefur sykursjúkum von

Nýtt lyf sem prófað hefur verið í Svíþjóð gefur von um að hægt sé að hægja á þróun insúlínháðrar sykursýki hjá börnum, kemur fram í frétt Svenska Dagbladet.

Erlent
Fréttamynd

Nýir starfsmenn lækka í launum

Finnsk-íslenska flugfélagið Finnair ætlar að lækka launin hjá fimm hundruð nýjum starfsmönnum um þrjátíu prósent frá því sem nú er. Þetta kemur fram í vefútgáfu Hufvudstads­bladet.­

Erlent
Fréttamynd

Alcoa sektað fyrir 1.819 brot

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Alcoa um 645 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa brotið lög um loftmengun 1.819 sinnum á tveggja ára tímabili. Dagblaðið Dallas Morning News greindi frá því í gær að Alcoa hafi gert samning við dómsmálaráðuneytið og umhverfisverndarsamtök árið 2003.

Erlent
Fréttamynd

Fylgi beggja fylkinga nær hnífjafnt

Í nýrri skoðanakönnun mælist fylgi við Jafnaðarmannaflokk Görans Persson forsætisráðherra og samstarfsflokka hans nú í fyrsta sinn frá því í vor meira en fylgi kosningabandalags borgaralegu flokkanna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð 17. september.

Erlent
Fréttamynd

Tilboð lagt fram í HoF

Fjárfestahópur, sem meðal annars er skipaður Baugi og FL Group, hefur lagt fram yfirtökutilboð í House of Fraser, eina þekktustu verslunarkeðju Bretlands fyrir 60 milljarða. Baugur og FL taka samanlagt helmingshlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stytta af Ramses

Ristastór stytta af Ramses öðrum faraóa verður flutt frá Ramses-torgi þar sem hún hefur staðið síðan snemma á sjötta áratug síðustu aldar og í miðborg Kairó í Egyptalandi, nær pýramídunum miklu.

Erlent
Fréttamynd

Plútó hefur verið sviptur plánetutitlinum

Hnötturinn Plútó hefur verið skilgreindur sem reikistjarna í stjötíu og sex ár, eða frá því hann var fyrst uppgötvaður árið 1930. Síðan þá hefur verið litið á Plútó sem níundu og ystu reikistjörnu sólkerfis okkar. Á ráðstefnu stjörnufræðinga, sem haldin var í Prag í Tékklandi, í dag var þó tekin ákvörðun um að svipta Plútó þessum titli og verður hann ekki nefndur sem slíkur í skólabókum aftur. Í mörg ár hefur verið deilt um stöðu hans þar sem hann er mun minn en hinar reikistjörnurnar átta auk annarra hnatta sem uppgötvaðir hafa verið á seinni árum. Ákvörðunin þykir því ekki koma mjög á óvart.

Erlent
Fréttamynd

Sýrlendingar hóta að loka landamærum

Svo gæti farið að Sýrlendingar loki landamærum að Líbanon ef friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna verði komið fyrir í Líbanon, nálægt landamærum Sýrlands. Sýrlandsforseti segir fjölgun í friðargæsluliði þar fjandsamlega Sýrlendingum og brjóta gegn fullveldi Líbanons.

Erlent
Fréttamynd

Óvænt uppsögn hjá McDonald's

Mike Roberts, einn af æðstu stjórnendum skyndibitakeðjunnar McDonald's, sagði upp störfum í gær. Uppsögnin kemur talsvert á óvart en gert var ráð fyrir að Roberts yrði næsti forstjóri keðjunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sýning á 500 ára gömlum gullgripum

Seðlabankinn í Perú opnaði í gær sýningu á fornum munum frá menningarskeiðum Lambajek-Chimu og Nasca. Þessi menningarskeið hófust á 17. öld en gripirnir eru allir minnst 500 ára gamlir. Meðal muna á sýningunni eru dauðagrímur, skálar, bikarar og kassar úr gulli. Formaður þjóðmenningarstofnunar Perú minnir á að munirnir séu ekki einungis mikils virði út af gullinu eða aldri þeirra, heldur einnig vegna menningar- og tilfinningagildis, því munirnir hafi margir hverjir haft trúarlegan tilgang, meðal annars skartið.

Erlent
Fréttamynd

Nyhedsavisen kemur út 6. október næstkomandi

Búið er að ákveða fyrsta útgáfudag Nyhedsavisen, nýs fríblaðs dótturfélags Dagsbrúnar. Það kemur fyrst út í Danmörku 6. október næstkomandi. Stefnt er að því að blaðinu verði dreift á um 900 þúsund heimili ef allt gengur eftir. Nokkuð hefur verið um hrakspár undanfarið vegna mikillar samkeppni á þessum nýja markaði og frétta af því að fjárhagsstaða útgefandans sé ekki jafnstyrk og búist var við.

Erlent
Fréttamynd

Fiskimennirnir komnir heim frá Marshalleyjum

Þrír mexíkóskir fiskimenn sem segjast hafa hrakist komu til Hawaii á leið sinni heim frá Marshalleyjum. Þangað komu þeir eftir að fiskiskip fann þá á reki á opnum báti tæpa 9000 kílómetra frá heimalandi sínu. Þeir halda því fram að þá hafi rekið um opið haf í níu mánuði eftir að sterkur straumur bar þá frá landi og segjast þeir hafa lifað á hráum fiski og sjófugli og drukkið regnvatn. Ýmislegt þykir þó kasta rýrð á sögu mannanna, þeir þykja undarlega vel haldnir og eins ber fjölskyldumeðlimum þeirra ekki saman um hversu lengi þeirra hafi verið saknað.

Erlent
Fréttamynd

Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum

Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum fyrir allri umferð ef friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon yrðu staðsettir nærri landamærunum að Sýrlandi. Utanríkisráðherra Finnlands bar blaðamönnum þessi skilaboð eftir fund sinn með sýrlenskum starfsbróður sínum. Forseti Sýrlands hefur einnig sagt að aukning friðargæsluliðs í Líbanon sé fjandsamleg Sýrlendingum og brjóti gegn fullveldi Líbanons.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahléð enn mjög brothætt

Spenna jókst á landamærum Líbanons í gær er Sýrlandsstjórn setti sig öndverða gegn því að alþjóðlegt gæslulið yrði staðsett við landamærin, og Ísraelsstjórn kallaði ástandið í Suður-Líbanon "sprengifimt" er fallbyssuskot og sprengingar urðu þremur líbönskum hermönnum og einum Ísraela að bana.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar kaupa kjarnorkubáta

Ísraelar hafa undirritað kaupsamning um tvo kafbáta sem geta skotið kjarnorkueldflaugum og verða þeir afhentir og sjófærir innan skamms. Þýsk yfirvöld láta Ísraelum kafbátana í té, en samkvæmt þýska blaðinu Spiegel var veittur góður afsláttur af bátunum. Kaupverðið mun vera 91,5 milljarðar króna.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast frelsis fyrir fangelsaða múslima

Myndband sem birt var í gær var fyrsta lífsmarkið frá fréttamönnum Fox-sjónvarpsstöðvarinnar sem var rænt á Gaza fyrir tíu dögum. Gíslatökumennirnir krefjast lausnar allra múslima úr bandarískum fangelsum í skiptum fyrir gíslana.

Erlent
Fréttamynd

Allir útlendingar fluttir burt

Alþjóðlegi Rauði krossinn ætlar að senda ferju frá Jaffna á norðurhluta Srí Lanka til þess að flytja á brott þá útlendinga sem enn eru á svæðinu. Farþegar verða erlendir hjálparstarfsmenn og annað fólk með erlend vegabréf, en þeirra á meðal eru Bretar, Kanadamenn og tamílar með norsk vegabréf. Ferjan tekur hundrað og fimmtíu farþega, en vitað er af fleiri útlendingum sem sendiráð ýmissa landa vilja koma á brott.

Erlent
Fréttamynd

Loftárásir og bardagar í suðri

Að minnsta kosti 36 skæruliðar talibana féllu í skærum og loftárásum NATO í suðurhluta Afganistans í gær. Einn NATO-hermaður féll og fimm aðrir særðust í árásum skæruliða, að því er talsmenn NATO-liðsins greindu frá.

Erlent