Erlent

Loftárásir og bardagar í suðri

Vígreifir talibanar Skæruliðar talibana biðjast fyrir í Herat í A-Afganistan í gær.
Vígreifir talibanar Skæruliðar talibana biðjast fyrir í Herat í A-Afganistan í gær. MYND/AP

Að minnsta kosti 36 skæruliðar talibana féllu í skærum og loftárásum NATO í suðurhluta Afganistans í gær. Einn NATO-hermaður féll og fimm aðrir særðust í árásum skæruliða, að því er talsmenn NATO-liðsins greindu frá.

Sprengjur í vegkanti bönuðu einnig þremur óbreyttum Afgönum í Daman-sýslu við Kandahar. Uppreisnarmenn talibana hafa haldið úti stöðugum árásum gegn afgönskum stjórnarhermönnum og NATO-herliðinu allan ágústmánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×