Erlent

Undirbúa svar öryggisráðs SÞ

Bandarískir ráðamenn eru ásamt evrópskum bandamönnum og fulltrúum fleiri landa, sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að leggja drög að viðbrögðum ráðsins við því sem Bandaríkjastjórn nefnir ófullnægjandi svar Íransstjórnar við kröfum alþjóðasamfélagsins um að hún stöðvi auðgun úrans.

George W. Bush Bandaríkjaforseti ræddi málið meðal annars við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær en allt virðist nú stefna í að Vesturveldin hafni sem ófullnægjandi gagntilboði Íransstjórnar við tilboði þeirra um ýmsan ávinning gegn því að hún hætti auðgun úrans. Frestur sem öryggisráð SÞ gaf Írönum rennur út um mánaðamótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×