Erlent

Fréttamynd

Olíuverð hækkaði lítillega

Olíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór yfir 70 bandaríkjadali á tunnu á ný eftir snarpar lækkanir síðustu tvo daga. Vikulegar upplýsingar um olíubirgðir í Bandaríkjunum verða birtar í dag og bíða fjárfestar eftir þeim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hitabeltisstormurinn Ernestu fer yfir Flórída

Hitabeltisstormurinn Ernesto náði landi suðvestur af Miami á Flórída í nótt. Bylurinn sótti ekki í sig veðrið á leiðinni, íbúum á svæðinu til mikillar gleði. Ernesto náði í skamma stund styrk fellibyls á sunnudaginn en síðan dró úr vindhraða þegar hann fór yfir austur hluta Kúbu.

Erlent
Fréttamynd

Minningarathöfn í New Orleans

Minningarathöfn var haldin í New Orleans í Bandaríkjunum í dag en ár er liðið síðan fellibylurinn Katrín reið yfir landsvæði Mexíkóflóa og olli 1600 dauðsföllum og mikilli eyðileggingu.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfsvígsárás í Afganistan

Óbreyttur borgari lét lífið þegar ráðist var á herbíla Atlantshafsbandalagsins nálægt Kandahar í Afganistan í dag. Ofbeldi færist stöðugt í aukana í Afganistan, tæpum fimm árum eftir að stjórn talibana var hrakin frá völdum.

Erlent
Fréttamynd

Árásarmaður handtekinn í Kaupmannahöfn

Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag mann sem talinn er hafa hrint íslenskum manni, Haraldi Sigurðssyni, út á lestarteina á Nörreport stöðinni á laugardag. Maðurinn gaf sig fram nú síðdegis.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð undir 70 dölum

Olíuverð fór niður fyrir 70 dala markið á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að ljóst þykir að hitabeltisstormurinn Ernesto fer framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Engin flóðbylgjuhætta

Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag. Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter.

Erlent
Fréttamynd

Dauðarefsingar krafist

Saksóknari í Líbíu hefur ákveðið að krefjast dauðadóms yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem eru ákærð fyrir að hafa sýkt rúmlega fjögur hundruð börn í Líbíu með HIV vírusnum sem veldur alnæmi.

Erlent
Fréttamynd

Annan kominn til Suður-Líbanon

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand vegna Ernesto

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa.

Erlent
Fréttamynd

Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum

Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging í olíuleiðslu

Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah

Erlent
Fréttamynd

Einn í haldi vegna sprengju í Fredriksberg

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið mann um þrítugt vegna gruns um að hann hafi valdið sprengingu á sólbaðsstofu við Finsenvej í Fredriksberg í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahlé komið á í Úganda

Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn.

Erlent
Fréttamynd

Ár frá fellibylnum Katrínu

Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand vegna Ernesto

Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta.

Erlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar í Japan

Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig í Japan í júlí. Það mælist nú 4,1 prósent og spá greiningaraðilar áframhaldandi efnahagsbata í landinu. Atvinnuleysi í Japan hefur minnkað jafnt og þétt 15 mánuði í röð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óvænt hætt við ákæru

Saksóknari í Colorado í Bandaríkjunum hefur óvænt hætt við að ákæra John Mark Karr fyrir morðið á hinni sex ára gömlu barnafegurðardrottningu JonBenet Ramsey fyrir tíu árum. Erfðaefni úr Karr passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum.

Erlent
Fréttamynd

Segir árásina morðtilraun

Heimilislaus Íslendingur í Kaupmannahöfn, sem var kastað fyrir lest í fyrrakvöld, lætur engan bilbug á sér finna, eftir það sem hann kallar morðtilraun. Hann heitir Haraldur Sigurðsson, er 26 ára og ætlar að halda áfram að lifa á götunni í Danmörku. Þar gengur hann undir nafninu "Íslendingurinn". Sighvatur Jónsson, fréttamaður okkar í Danmörku, ræddi við Harald í gærkvöld.

Erlent
Fréttamynd

Syrgir mannræningja sinn

Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum.

Erlent
Fréttamynd

Glerbrotunum rigndi yfir Íslendinga

Glerbrotum rigndi yfir hóp Íslendinga þegar sprengja sprakk við hliðina á þeim í ferðamannabænum Marmaris í Tyrklandi í gærkvöldi. Um þrjú hundruð Íslendingar eru í Marmaris á vegum Úrvals Útsýnar og Plús ferða.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkar frekar

Heimsmarkaðsverð lækkaði um 2 bandaríkjadali og fór niður fyrir 71 dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar fregna þess efnis að hitabeltisstormurinn Ernesto, sem nú nálgast suðurströnd Bandaríkjanna, fari framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

3 látnir í sprengjuárás í Tyrklandi

Þrír létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprakk í miðri ferðamannaborginni Antalya í Suður-Tyrklandi í dag. Enginn Íslendingur er það. Þetta er fimmta sprengjan sem vitað er að hafi sprungið í Tyrklandi á tæpum sólahring.

Erlent
Fréttamynd

Kaupa mexíkóskt tekílafyrirtæki

Bandaríska áfengisfyrirtækið Brown-Forman, sem meðal annars framleiðir Jack Daniel's viskíið og líkjöra á borð við Southern Comfort, greindi frá því í dag að það hefði keypt mexíkóska tekílaframleiðandann Grupo Industrial Herradura fyrir 876 milljónir dala, jafnvirði rúmra 61,3 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon

Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna.

Erlent
Fréttamynd

Amazon.com kaupir eigin bréf

Stjórn bandarísku netverslunarinnar Amazon.com hefur gefið heimild fyrir því að kaupa aftur eigin bréf í félaginu fyrir hálfan milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu í Evrópu

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir lækkun á olíuverði en lækkunin hafði áhrif á gengi olíufélaga. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals sömuleiðis gagnvart evru. Þá lækkaði gengi Banca Intesa og Sanpaolo IMI, sem munu renna saman í einn, um tæp 2 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Þetta er fjórða lækkunin á jafn mörgum dögum og hefur hlutabréfavísitalan ekki verið lægri í landinu í hálfan mánuð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð niður um rúman dal

Hráolíuverð lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að fellibylurinn Ernesto, sem er yfir karabíska hafinu, var lækkaður niður í hitabeltisstorm. Olíufyrirtæki hafa engu að síður sent starfsmenn sína á brott frá olíuborpöllum við Mexíkóflóa í varúðarskyni.

Viðskipti erlent