Erlent

3 látnir í sprengjuárás í Tyrklandi

Reyk leggur frá þeim stað þar sem sprengjan sprakk í Antalya í Suður-Tyrklandi í dag.
Reyk leggur frá þeim stað þar sem sprengjan sprakk í Antalya í Suður-Tyrklandi í dag. MYND/AP

3 létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprakk í miðri ferðamannaborginni Antalya í Suður-Tyrklandi í dag. Enginn Íslendingur er það. Þetta er fimmta sprengjan sem vitað er að hafi sprungið í Tyrklandi á tæpum sólahring.

Ein sprengja sprakk í Istanbúl og þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar.

Að sögn Íslendings sem er á staðnum heyrðist mikill hvellur inn á hótelið og talsverð ringulreið greip um sig á staðnum.

Um 300 Íslendingar eru í Marmaris og í Icmeler á um 15 hótelum. Enginn þeirra beið skaða af sprengingunni en fólkinu er þó talsvert brugðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×