Erlent

Fréttamynd

Kosningabaráttan heldur áfram að loknum kosningum

Kosningabarátta forsetaframbjóðanda heldur áfram í Mexíkó þó að rúmir tveir mánuðir séu liðnir frá kjördegi. Forsetaframbjóðandi vinstri manna, Lopez Obrador, segist ætla að halda ráðstefnu á sjálfstæðisdag Mexíkó, þann 16. september, til þess að mynda aðra ríkisstjórn til höfuðs ríkisstjórn Felipe Calderons.

Erlent
Fréttamynd

Hönnun nýrra turna í stað Tvíburaturnanna kynnt

Bandarískir arkitektar kynntu í gær hönnun sína að þremur nýjum skýjakljúfum sem munu rísa við hliðina á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Sá hæsti turnanna verður 78 hæðir og verður þakið á þeim turni skorið í fjóra tígla sem verða lýstir upp að næturlagi.

Erlent
Fréttamynd

Aukinn herafli NATO til Afganistans?

Yfirmenn Atlantshafsbandalagsins munu hittast í Varsjá í dag til að ræða málefni Afganistans og hvort beri að senda þangað aukinn herafla. Breskur hershöfðingi lét þau orð falla í gær að alþjóðlegt herlið ætti við ramman reip að draga í Afganistan og að átökin þar nú væru harðari en til að mynda í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt myndband með bin Laden

Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur sýnt myndband sem sagt er vera af fundi Osama Bin Laden, leiðtoga al Kaída hryðjuverkasamtakanna, með nokkrum þeirra sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin ellefta september 2001.

Erlent
Fréttamynd

Lægir ekki öldurnar í Verkamannaflokknum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að afsala sér ráðherraembætti og leiðtogahlutverki í Verkamannaflokknum innan árs en vill ekki tímasetja brotthvarf sitt nánar að sinni. Stjórnmálaskýrendur segja yfirlýsingu Blairs ekki lægja öldurnar í flokknum.

Erlent
Fréttamynd

Barcelona ber merki á treyjunni í fyrsta sinn fyrir UNICEF

Fótboltafélagið Barcelona, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með, og UNICEF kynntu í dag samstarf um að bæta líf barna í þróunarlöndunum sem meðal annars felur í sér að í fyrsta skipti í 107 ára sögu Barcelona skartar félagið merki á treyjum sínum, en það er merki UNICEF.

Erlent
Fréttamynd

Verðlækkun á hráolíu

Verð á hráolíu lækkaði lítillega á markaði í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir að olíubirgðir landinu hafi dregist saman á milli vikna. Verðið hefur lækkað um 12 prósent undanfarna mánuði en verðið á hráolíu nú hefur ekki verið lægra síðan í byrjun apríl.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leita námamanna á Austur-Indlandi

Björgunarmenn leita nú fimmtíu og þriggja námamanna sem sitja fasti í kolanámu á Austur-Indlandi. Sprenging varð í göngunum og óttast er að mennirnir hafi allir týnt lífi. Mennirnir eru grafnir um tvö hundruð metra niðri í jörðinni og litlar líkur sagðar á því að þeir finnist lifandi.

Erlent
Fréttamynd

Byggingakostnaður DR fór langt fram úr áætlun

Kostnaður við byggingu nýs húss danska ríkisútvarpsins (DR) í Ørestaden í Kaupmannahöfn hefur farið 600 milljónir danskra króna eða tæplega 7,2 milljarða íslenskra króna fram úr kostnaðaráætlun. Fjármálastjóri útvarpsins sagði af sér í dag vegna málsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Næsta flokksþing það síðasta hjá Blair

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti rétt í þessu að næsta flokksþing Verkamannaflokksins, sem verður haldið í lok september verði hans síðasta sem leiðtogi flokksins. Þar með er ljóst að hann mun segja af sér sem forsætisráðherra en Blair vildi ekki gefa hvenær nákvæmlega hann stigi niður úr stól forsætisráðherra. Sagðist hann vilja ráða því sjálfur og tilkynna um það síðar.

Erlent
Fréttamynd

Yfirtstjórn hermála í hendur Íraka

Bandaríkjamenn hafa fært yfirstjórn hermála í Írak í hendur forsætisráðherra landsins, Nouri Maliki. Frá þessu var greint á fréttavef BBC fyrir stundu. Maliki skrifaði undir samkomulag þessa efnis við athöfn í Bagdad í dag. Búist er við að sjóherinn og flugherinn verði fyrst undir stjórn Íraka en ekki liggur endanlega fyrir hversu hratt breytingarnar ganga í gegn.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í Bretlandi en þeir standa í 4,75 prósentum. Í rökstuðningi stjórnarinnar fyrir ákvörðuninni segir að þrátt fyrir hættu á aukinni verðbólgu þá hafi verð á helstu vöruflokkum, þar á meðal olíu, lækkað nokkuð síðustu vikurnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lítil hækkun á olíuverði

Verð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag eftir lækkanir í fyrstu viðskiptum dagsins. Lægst fór verðið í 67,41 bandaríkjadal á tunnu og hafði ekki verið lægra síðan í byrjun apríl. Sérfræðingar telja líkur á að olíuverðið geti lækkað um allt að 10 dali til viðbótar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hafnbanni aflétt í Líbanon í dag

Ísraelar munu lyfta hafnbanni sínu á Líbanon klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Þeir krefjast hins vegar að gulltryggt verði að Hisbollah-liðar geti ekki fyllt á vopnabirgðir sínar og munu þýsk herskip gegna lykilhlutverki í strandgæslu Líbanons.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar höfuðstöðvar DR of dýrar

Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva danska ríkisútvarpsins (DR) við Ørestaden í Kaupmannahöfn hefur farið 500 milljónir danskra króna, eða tæpa 6 milljarða íslenskar krónur, fram úr áætlun. Fyrirhugað er að flytja alla starfsemi útvarpsins í húsið í desember á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ráðist á sjónvarpsfréttamann

Sjónvarpsfréttamaður í San Diego þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir að maður og kona sem hann var að fylgjast með fyrir sjónvarpsþátt réðust á hann, börðu og bitu. Fréttamaðurinn hafði komist á snoðir um umfangsmikið fasteignasvindl sem maðurinn stóð fyrir og var að taka viðtal við annan mann í tengslum við málið.

Erlent
Fréttamynd

Mikið um HIV smit hjá ungum körlum í Danmörku

Fjöldi ungra manna sem hafa smitast af hiv er einn sá mesti í Danmörku síðan árið 1994. Politiken greinir frá því að um sé að ræða karlmenn undir 30 ára aldri sem hafi smitast af veirunni eftir kynmök með öðrum karlmanni.

Erlent
Fréttamynd

Búist við óbreyttum stýrivöxtum

Stjórn Englandsbanka ákveður stýrivaxtastig í Bretlandi að loknum fundi sínum fyrir hádegi í dag. Stýrivextirnir standa nú í 4,75 prósentum. Greiningaraðilar búast almennt við óbreyttum vöxtum nú en hækkun síðar á árinu, jafnvel í nóvember.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Keypti og seldi fólki úldið kjöt

Georg Bruner, 74 ára þýskur heildsali, fannst látinn heima hjá sér í Berlín í gær. Svo virðist sem hann hafi framið sjálfsmorð. Hann hafði orðið uppvís að því að selja gamalt kjöt í stórum stíl til 2.500 fyrirtækja í Þýskalandi og 50 að auki í Austurríki, Hollandi og fleiri nágrannaríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Bush viðurkennir leynifangelsi

George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að leynifangelsi hefðu verið rekin á vegum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann sagði yfirheyrsluaðferðir leyniþjónustunnar mikilvægar en neitaði að fangar hafi verið pyntaðir.

Erlent
Fréttamynd

BAE selur hlutina í Airbus

Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Andalæknar skrifa vottorð

Hefðbundin afrísk læknisráð standa styrkum fótum í Simbabve og þótti það staðfest á dögunum þegar heilbrigðisráðherra landsins samþykkti að um fimmtán hundruð andalæknar og græðarar fengju hér eftir réttindi til að úrskurða um veikindi almennings. Þeir fá jafnframt leyfi til að gefa út vottorð þess efnis að fólk fái veikindafrí í vinnu.

Erlent
Fréttamynd

Þrýstingur eykst á Leijonborg

Fram kom í gær að alls væru þrír starfsmenn sænska Þjóðarflokksins grunaðir um aðild að tölvunjósnum hjá Jafnaðarmannaflokknum og þrýstingur jókst á flokksformanninn að víkja. Hneykslið sagt geta ráðið úrslitum.

Erlent
Fréttamynd

Neyddi kvalara sinn til að halda upp á jól

Natascha Kampusch rauf í gær þögnina í þremur viðtölum, þar sem hún tjáði sig um vistina hjá mannræningjanum Wolfgang Priklopil. Hún segist hafa látið sig dreyma um að höggva af honum hausinn og hugsaði stöðugt um flótta.

Erlent
Fréttamynd

Dulbúin hótun í garð Bush

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, ítrekaði í gær tilboð sitt um viðræður við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hann sagði réttast að þær viðræður færu fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York. Jafnframt sagði hann að sá sem hafnar boði hljóti ill örlög. Skilja mátti þetta sem dulbúna hótun til Bush. Þetta er ekki hótun frá mér. Þetta er hótun frá öllum alheiminum. Alheimurinn snýst gegn kúgun, sagði Ahmadinejad.

Erlent
Fréttamynd

Segir leynifangelsi nauðsynleg

George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær í fyrsta sinn tilvist leynilegra fangelsa víða um heim, þar sem leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú tonn af kókaíni fundust

Spænska og franska lögreglan gerðu þrjú tonn af hreinu kókaíni upptæk af seglskútu í síðustu viku. Skútan er skráð í Bretlandi og fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um málið.

Erlent
Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra segi af sér

Yfir 80 alþjóðlegir vísindamenn og háskólaprófessorar fordæmdu stefnu Suður-Afríku hvað varðar eyðni og HIV, kölluðu hana gagnlausa og ósiðlega, og fóru fram á að heilbrigðisráðherra landsins segði af sér í bréfi sem þeir sendu forseta landsins, Thabo Mbeki, í gær.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlitssveitin lýsir ekki yfir stríði

Norræna eftirlitssveitin, SLMM, mun ekki bregðast við beiðni Tamílatígra síðan á mánudaginn, en hún var þess efnis að skorið yrði úr um hvort eiginlegt stríð væri hafið á eyjunni og hvort vopnahléssamningurinn væri fallinn úr gildi.

Erlent