Erlent

Þrjú tonn af kókaíni fundust

Spænska og franska lögreglan gerðu þrjú tonn af hreinu kókaíni upptæk af seglskútu í síðustu viku. Skútan er skráð í Bretlandi og fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um málið.

Skútan var stöðvðuð við strendur Kanaríeyja, en smyglarar velja oft að flytja eiturlyf til Evrópu í gegnum Spán.

Verðmæti kókaínsins mun vera um 18 milljarðar króna. Ellefu manns, sem allir eru taldir tilheyra sama eiturlyfjahringnum, hafa verið handteknir í tengslum við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×