Erlent

Yfirtstjórn hermála í hendur Íraka

MYND/AP

Bandaríkjamenn hafa fært yfirstjórn hermála í Írak í hendur forsætisráðherra landsins, Nouri Maliki. Frá þessu var greint á fréttavef BBC fyrir stundu. Maliki skrifaði undir samkomulag þessa efnis við athöfn í Bagdad í dag. Búist er við að sjóherinn og flugherinn verði fyrst undir stjórn Íraka en ekki liggur endanlega fyrir hversu hratt breytingarnar ganga í gegn. Her undir forystu Bandaríkjanna leysti upp Íraksher árið 2003 þegar Saddam Hussein var steypt af stóli en síðan hefur verið unnið að þjálfun nýrra sveita sem ætlað er að tryggja öryggi í landinu og leiða á endanum til þess að Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir hverfi frá Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×