Erlent

Fréttamynd

Lenti heilu og höldnu í gær

Bandaríska geimskutlan Atlantis lenti í gærmorgun á flugvelli Kennedy-geimferðastofnunarinnar í Flórída, eftir tólf daga veru í geimnum. Áhöfn var við góða heilsu og skælbrosandi, enda fegnir að komast heim heilir á húfi. Þeir voru sendir út í geim til að vinna við byggingu ISS, Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, í fyrsta sinn síðan Columbia geimskutlan sprakk í loft upp í geimnum árið 2003 og allir sjö í áhöfninni fórust.

Erlent
Fréttamynd

Vélhjólaforingi handtekinn

Einn af leiðtogum vélhjólagengisins Bandidos í Svíþjóð var handtekinn í Gautaborg í gær í tengslum við tvær bílasprengjur, sem sprungu þar í borg á þriðjudag og miðvikudag.

Erlent
Fréttamynd

Kröfur um að aftökum verði frestað

Fjölmargir baráttumenn fyrir mannréttindum ætla að vaka á götum Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í nótt og mótmæla aftöku þriggja herskárra kristinna manna á Súlavesí-eyju. Ekki er vitað með vissu hvar eða hvenær mennirnir verði teknir af lífi. Þó er talið að þeir verði dregnir fyrir aftökusveit rétt fyrir dögun í fyrramálið.

Erlent
Fréttamynd

Upplausn í pólskum stjórnmálum

Íhaldsflokkarnir í Póllandi hafa óvænt bundið enda á óstöðugt ríkisstjórnarsamstarf sitt við vinstriflokk svokallaðarar heimavarnarsinan eftir harðar deilur um fjárlög næsta árs. Allt bendir því til þess að boða þurfi til kosninga í landinu fljótlega.

Erlent
Fréttamynd

Pyntingar viðgangast enn í Írak

Pytingar eru að margra mati umfangsmeira og verra vandamál í Írak en þegar Saddam Hússein var þar forseti. Þetta segir segir Manfred Nowak, helsti sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn pyntingum.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorkuviðræðum við ESB miðar vel

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagði í dag að viðræðum við fulltrúa Evrópusambandsins um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran miðaði vel. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans í New York í dag. Hann sagðist vona að ekkert myndi trufla þær viðræður.

Erlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um að hafa móðgað Tyrki

Dómstóll í Tyrklandi sýknaði í dag Elif Shafak, þekktasta rithöfund landsins, af ákæru um að hafa móðgað Tyrki með skrifum sínum. Í skáldsögu Shafak er fjallað um morð á Armenum í Tyrklandi á árunum 1915 til 1923.

Erlent
Fréttamynd

Sensex-vísitalan upp fyrir 12.000 stig

Sensex hlutabréfavísitalan á Indlandi rauf 12.000 stiga múrinn í dag en vísitalan hefur ekki verið jafn há síðan í maí síðastliðnum. Helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar er bjartsýni fjárfesta þar í landi um góðan hagvöxt á árinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Brot á Genfar-sáttmálanum

Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja lagafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari aðgerðir gegn grunuðum hryðjuverkamönnum brjóta gegn ákvæðum Genfar-sáttmálans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu fimm sérfræðinga til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Atlantis lenti heilu og höldnu

Geimferjan Atlantis lenti heilu og höldnu með sex geimfara innanborðs í Houston í Texas í morgun eftir vel heppnaða ferð í Alþjóðlegum geimstöðinna til að halda áfram framkvæmdum við hana. Ferjunni var lent degi síðar en áætlað var.

Erlent
Fréttamynd

Fimm létust í árásum á Gaza

Fimm Palestínumenn létust í tveimur árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í dag. Í annarri árásinni létust þrír unglingar sem voru að gæta geita.

Erlent
Fréttamynd

Komið upp um eitt mesta fíkniefnasmygl í sögu Ástralíu

Sex menn eru í haldi lögreglunnar í Ástralíu eftir að það tókst að koma í veg fyrir eitt stærsta fíkniefnasmygl sem um getur í Ástralíu. Mennirnir reyndu að smygla fíkniefnum að virði rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Spáir mikilli lækkun á olíuverði

Adnan Shihab-Eldin, fyrrum formaður OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, segir heimsmarkaðsverð á hráolíu geta farið allt niður í 40 bandaríkjadali á tunnu um mitt næsta ár. Litlar líkur eru hins vegar á að það verði sambærilegt við hráolíuverðið árið 2003.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Veikindadagar færri hjá erlendum iðnaðarmönnum

Veikindadagar erlendra iðnaðarmanna í Noregi eru aðeins fjórðungur af veikindardögum norskra kollega þeirra, þrátt fyrir að þeir séu í sama starfi, á sama vinnustað og á sama veikindadagakerfi. Fréttavefur norska ríkissjónvarpsins greinir svo frá. Á móti kemur að meðalaldur erlendu iðnaðarmanna er nokkuð lægri en þeirra norsku. Svipaða sögu er að segja hér á landi en sérfræðingar í atvinnulífinu sem NFS hefur rætt við segja það alþekkt hér á landi að erlendir starfsmenn séu mun sjaldnar veikir en Íslendingar.

Innlent
Fréttamynd

Heillandi prins

Vilhjálmur Bretaprins heillaði í gær bæði starfsfólk og ungabörn á St. Mary's spítalanum í London. Hann var þangað kominn til að opna nýja barnadeild. Deildinni er ætlað að taka við fyrirburum sem alvarlega veikir.

Erlent
Fréttamynd

Airbus tilkynnir um tafir

EADS, móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus hefur greint frá því að enn muni dragast að afhenda nýjar A380 farþegaflugvélar frá félaginu. Ýjað var að þessu í gær en félagið vildi þá ekkert láta hafa eftir sér. Sextán flugfélög hafa pantað vélar frá Airbus og er búist við að þau fari fram á skaðabætur vegna þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skólar opna á ný í Taílandi

Skólar og opinberar byggingar opnuðu á ný í Taílandi í morgun. Lífið í landinu virðist vera að komast aftur í eðlilegt horf eftir að forsætisráðherra landins var steypt af stóli í blóðlausri byltingu.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd til dauða fyrir sprengjuárás

Dómstóll í Jórdaníu hefur dæmt konu til dauða fyrir þátt hennar í sprengjuárás í Amman á síðasta ári þar sem sextíu manns létu lífið. Konan ætlaði sér að gera sjálfsmorðssprengjuárás en lifði hins vegar árásina af. Konan neitaði þáttöku sinni fyrir dómi.

Erlent
Fréttamynd

Burt með sektarkenndina

Shinzo Abe hefur tekið við völdum í flokki þeim sem hefur stýrt Japan að mestu síðan 1955. Hann hefur lagt áherslu á utanríkismál og kjósendur telja hann munu rífa landið upp úr sektarkennd eftirstríðsáranna.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að stjórna í eitt ár

Aðeins átján mánuðir eru liðnir frá því að Thaksin Shinawatra hlaut dúndrandi endurkosningu í Taílandi með yfirgnæfandi meirihluta eftir að hafa fyrstur manna þar í landi afrekað það að sitja í heilt kjörtímabil á stóli forsætisráðherra. Nú hafa veður heldur betur skipast í lofti, honum hefur verið steypt af stóli og á vart afturkvæmt til Taílands í bráð.

Erlent
Fréttamynd

Komið til móts við fátæka

Greinilegur sáttatónn er í mexíkóskum þingmönnum eftir rúmlega þriggja mánaða pólitískar deilur vegna forsetakosninganna þar í landi. PAN-flokkur sigurvegarans Felipes Calderón, sem er talinn flokkur kaupsýslumanna og efnaðri laga samfélagsins, leggur sig nú fram við að koma til móts við stuðningsmenn López Obrador, sem höfðaði til fátækustu kjósendanna og tapaði kosningunum naumlega. PAN-flokkurinn hefur nú kynnt væntanleg lagafrumvörp og stendur meðal annars til að bjóða upp á ódýrari heilbrigðisþjónustu og auka réttindi frumbyggja.

Erlent
Fréttamynd

Hreinast hér, verst í Helsinki

Útblástur gróðurhúsalofttegunda er meiri í Helsinki en í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna, samkvæmt nýrri rannsókn sem skýrt er frá á vefsíðum finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Orsakir þessa eru raktar til raforkuframleiðslu borgarinnar, sem nánast alfarið er fengin með brennslu jarðefnaeldsneytis. Samkvæmt sömu rannsókn mun útblástur gróðurhúsalofttegunda vera minnstur hér í Reykjavík.

Erlent
Fréttamynd

Eigandinn náði að stökkva út úr logandi bifreiðinni

Nokkrir særðust þegar mikil sprenging varð rétt hjá Vasatorgi í miðborg Gautaborgar í hádeginu í gær. Sprengja sprakk í bifreið, sem gjör­eyðilagðist auk þess sem eldur kviknaði í fjórum öðrum bifreiðum. Sænskir fjölmiðlar segja að sprengjutilræðið hafi beinst gegn eiganda bifreiðarinnar, sem er sagður starfa við veitingahúsarekstur í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Kæra bílaframleiðendur

Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur kært sex bílaframleiðendur og krefst skaðabóta vegna þess að útblástur frá bifreiðum þeirra hafi valdið mengun sem kosti ríkið margar milljónir bandaríkjadala.

Erlent
Fréttamynd

Kemur til jarðar á morgun

Geimfararnir í geimferjunni Atlantis hafa séð fimm óþekkta hluti fyrir utan ferjuna og er nú verið að kanna hvort þetta sé eitthvað sem hafi losnað frá henni. Búið er að fresta lendingu ferjunnar einusinni, vegna þess að óþekkt brak fylgdi henni. Stjórnstöð NASA segist ekki sjá neitt því fyrirstöðu að láta ferjuna lenda á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Mörg þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest

Mörg þúsund mótmælendur eru nú samankomnir á Kossuth-torgi í miðborg Budapest, höfuðborgar Ungverjalands. Torgið stendur við þinghús landsins. Þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, víki eftir að hann varð uppvís að því að ljúga að almenningi um ástand efnahagsmála fyrir kosningar í apríl.

Erlent