Innlent

Veikindadagar færri hjá erlendum iðnaðarmönnum

Iðnaðarmenn á Kárahnjúkum.
Iðnaðarmenn á Kárahnjúkum. Mynd/Vísir

Veikindadagar erlendra iðnaðarmanna í Noregi eru aðeins fjórðungur af veikindardögum norskra kollega þeirra, þrátt fyrir að þeir séu í sama starfi, á sama vinnustað og á sama veikindadagakerfi. Fréttavefur norska ríkissjónvarpsins greinir svo frá. Á móti kemur að meðalaldur erlendu iðnaðarmanna er nokkuð lægri en þeirra norsku. Svipaða sögu er að segja hér á landi en sérfræðingar í atvinnulífinu sem NFS hefur rætt við segja það alþekkt hér á landi að erlendir starfsmenn séu mun sjaldnar veikir en Íslendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×