Erlent

Fréttamynd

Samþykkti umdeilt frumvarp um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Neðri deild franska þingsins samþykkti í dag frumvarp sem gerir það refsivert að neita því að Armenar hafi sætt þjóðernishreinunum af hálfu Ottómanaveldis Tyrkja árið 1915. Tyrkir hafa mótmælt þessari lagasetningu hástöfum og segja að hún muni skaða samskipti þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Drápu átta menn á sjónvarpsstöð í Bagdad

Byssumenn réðust í morgun inn á sjónvarpsstöð í Bagdad og drápu átta menn sem þar voru að störfum. Írösk lögregla segir mennina hafa verið í lögreglubúningum og ekið upp að stöðinni í bílalest þar sem þeir stöðvuðu og skutu öryggisverði fyrir utan bygginguna og tæknimenn sem voru inni.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn senda öryggisráði nýja ályktun

Bandaríkjamenn hafa samið ný drög að ályktun um refsiaðgerðir til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna gegn Norður Kóreu eftir kjarnorkutilraun þeirra í byrjun vikunnar. Þeir vilja að ráðið greiði atkvæði um drögin fyrir morgundaginn, þrátt fyrir andstöðu Kína gegn hluta af tillögunum um efnahags-og vopnaþvinganir.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél flaug á byggingu í New York

Lítilli einkaflugvél var flogið inn í 50 hæða háhýsi á Manhattan eyju í New York undir kvöld að íslenskum tíma. Skráður eigandi að flugvélinni er Cory Lidle, hafnaboltaleikari hjá New York Yankees. Talið er að hann hafi flogið vélinni og hafi látið lífið, ásamt flugkennara sem var með honum.

Erlent
Fréttamynd

Veita um 70 milljónir í friðarsjóð SÞ

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita framlag sem nemur einni milljón bandaríkjadala, um 70 milljónum króna til sérstaks sjóðs á vegum Sameinuðu þjóðanna til uppbyggingar friðar í stríðshrjáðum löndum (Peacebuilding Fund).

Innlent
Fréttamynd

Tólf látnir í lestarslysinu í Lorraine-héraði

Tólf eru látnir og um tuttugu slasaðir eftir lestarslysið í Lorraine-héraði í Frakklandi í morgun þar sem farþegarlest og flutningalest rákust saman. Áreksturinn varð í Zoufftgen, nærri landamærunum að Lúxemborg, en farþegalestin var á leið til Nancy.

Erlent
Fréttamynd

Fjárlagahalli í Bandaríkjunum 17 þúsund milljarðar á þessu ári

Fjárlagahalli í Bandaríkjunum á þessu fjárlagaári nemur um 248 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði um 17 þúsund milljarða króna. Frá þessu greindi fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Tekjur ríkissjóðs Bandaríkjanna hafa aldrei verið meiri en á þessu ári og ekki heldur útgjöld en engu að síður er fjárlagahallinn minni en í fyrra þegar hann var 319 milljarðar bandaríkjadala, um 21.700 milljarða króna.

Erlent
Fréttamynd

Fagna lækkun virðisaukaskatts en vilja afnema tolla og vörugjöld

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka virðisaukaskatt á matvæli, veitingaþjónustu og hótelgistingu sem og lækkun tolla á innflutt matvæli og afnámi vörugjalda að mestu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Sterling uppvíst að annarri gjaldtöku

Flugfélagið Sterling, sem nýverið varð uppvíst að því að innheimta opinberan flugskatt af hverjum farþega í Svíþjóð án þess að skatturinn væri til, er nú uppvíst af annarri gjaldtöku án þess að viðskiptavinirnir viti af.

Erlent
Fréttamynd

Alvarlegt lestarslys í Frakklandi

Að minnsta kosti níu eru látnir og um tuttugu slasaðier eftir að farþegalest og flutningalest rákust saman í norðausturhluta Frakklands nú fyrir hádegið. Fregnir af slysinu eru enn óljósar og því gæti tala látinna átt eftir að hækka.

Erlent
Fréttamynd

Aer Lingus berst gegn Ryanair

Lífeyrissjóður flugmanna írska flugfélagsins Aer Lingus hefur keypti 2,12 prósent hlutabréfa eða 9,8 milljón hluti í eigin félagi með það fyrir augum að sporna gegn yfirtöku lággjaldaflugfélagsins Ryanir í Aer Lingus. Lífeyrissjóðurinn greiddi 3,04 evrur fyrir hlutinn sem er tæpri evru yfir útboðsgengi bréfanna í almennu hlutafjárútboði í síðustu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Saddam Hussein mætir aftur í dómsal

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sneri aftur í dómsalinn í Bagdad í dag en dómari henti honum þaðan út í gær fyrir háreysti. Hussein og sex fyrrverandi samstarfsmenn hans innan ríkisstjórnar Íraks sæta nú réttarhöldum vegna ákæru um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Kúrdum í valdatíð Husseins.

Erlent
Fréttamynd

Hóta frekari tilraunasprengingum í N-Kóreu

Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorkutilraunum ef Bandaríkin halda herskárri stefnu sinni gagnvart landinu til streitu. Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar og hafa eftir Kim-Yong-nam, næstráðanda við Kim Jong-il, forseta landsins, að ef Bandaríkin haldi áfram að beita Norður-Kóreu þrýstingi muni stjórnvöld í Pyongyang svara því með áþreifanlegum aðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Enn lækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að fjárfestar drógu í efa að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, muni draga úr olíuframleiðslu. Um tíma hafði hráolíuverðið ekki verið lægra í átta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja refsiaðgerðir

Fastaríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna reyna nú að koma sér saman um aðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir tilraun þeirra síðarnefndu með kjarnorkusprengju aðfaranótt mánudags. Kínverjar virðast hafa misst þolinmæðina gagnvart Kim Jong-Il og eru reiðubúnir að samþykkja harðar refsiaðgerðir. Innrás kemur þó ekki til greina.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir fórust

Fjórir fórust þegar leiguflugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways rann út af flugbrautinni í Storð í Vestur-Noregi í morgun. Sextán voru um borð og náðu hinir tólf að komast sjálfir út úr flakinu, rétt áður en það varð alelda.

Erlent