Erlent

Engin árás á Norður-Kóreu segir Bush

George Bush, forseti Bandaríkjanna segir að hann hafi engin áform um hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu, heldur verði að leysa deiluna eftir diplomatiskum leiðum. Forsetinn hvetur þó til þess að landið verði beitt alvarlegum refsiaðgerðum.

Forsetinn sagði, á blaðamannafundi að kjarnorkusprenging Norður-Kóreu væri ógnun við alþjóðlegan frið og stöðugleika. Hann sagði að Bandaríkin myndu vinna með bandamönnum sínum, í þessum heimshluta, sem og Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að því að tryggja að afleiðingarnar yrðu alvarlegar fyrir ríkisstjórn Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×