Erlent

Drápu átta menn á sjónvarpsstöð í Bagdad

Slökkviliðsmaður slekkur í bíl sem sprengdur var í Bagdad í morgun með þeim afleiðingum að fimm létust og ellefu særðust.
Slökkviliðsmaður slekkur í bíl sem sprengdur var í Bagdad í morgun með þeim afleiðingum að fimm létust og ellefu særðust. MYND/AP

Byssumenn réðust í morgun inn á sjónvarpsstöð í Bagdad og drápu átta menn sem þar voru að störfum. Írösk lögregla segir mennina hafa verið í lögreglubúningum og ekið upp að stöðinni í bílalest þar sem þeir stöðvuðu og skutu öryggisverði fyrir utan bygginguna og tæknimenn sem voru inni.

Einn komst lífs af úr árásinni en hann er alvarlega særður. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en stöðin hóf nýlega tilraunaútsendingar með þjóðlegri tónlist og myndböndum. Yfir 100 starfsmenn fjölmiðla hafa verið drepnir í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir þremur og hálfu ári




Fleiri fréttir

Sjá meira


×