Erlent

Fréttamynd

Olmert segir að mistök hafi verið gerð

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að um "tæknileg mistök" hafi verið að ræða þegar stórskotaliðsárás var gerð á bæinn Beit Hanoun á Gazaströndinni sem kostaði átján lífið, þar af tíu börn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi árásina á fundi sínum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Palestínumenn hrópa á hefnd

Tugir þúsunda Palestínumanna grétu og hrópuðu á hefnd þegar þeir fylgdu þeim sem létust í árásum Ísraela á Beit Hanoun til grafar í dag. Alls létust 18 óbreyttir borgara í árásinni sem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kallaði "tæknileg mistök".

Erlent
Fréttamynd

Vill íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael

Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gasa og ætla að setja fram formleg mótmæli við sendiherra Ísraels þegar hann kemur hingað í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstri grænna, vill ganga enn lengra og jafnvel slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Innlent
Fréttamynd

Fréttahaukurinn Ed Bradley látinn

Fréttahaukurinn Ed Bradley, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr fréttaskýringarþáttunum 60 mínútur, lést í dag á Mount Sinai spítalanum í New York. Hann var 65 ára og var banameinið hvítblæði.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar að ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins

Búist er við því að repúblikaninn George Allen samþykki í dag að hann hafi tapað í kosningum, til öldungadeildar bandaríska þingsins, fyrir demókratanum Jim Webb. Ef þetta gengur eftir munu demókratar ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins í fyrsta sinn í tólf ár.

Erlent
Fréttamynd

Flóttamenn framtíðarinnar munu flýja sjóinn

Ef þær loftslagsbreytingar sem nú eru í gangi halda áfram að versna verða þjóðir heims verða að vera tilbúnar til þess að hjálpa milljónum "sjávarflóttamanna", en það er fólk sem þarf að flýja heimili sín vegna hækkandi yfirborðs sjávar.

Erlent
Fréttamynd

Bush er tilbúinn til að hlusta á allt og alla

George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri opinn fyrir öllum tillögum um hvernig skuli leysa málin í Írak. Forsetinn lét þessi orð falla á fundi með fréttamönnum, í Rósagarðinum. Þar var forsetinn mættur ásamt ríkisstjórn sinni.

Erlent
Fréttamynd

Það eru pabbarnir sem skipta máli

Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að ef feður tala gott og vandað mál, þá hafi það mikil áhrif á málþroska barna. Það skiptir hinsvegar engu máli hvort móðirin talar gott og vandað mál, eða ekki.

Erlent
Fréttamynd

Andlitslausi maðurinn er látinn

Austur-þýski njósnarinn Markus Wolf er látinn, áttatíu og þriggja ára að aldri. Lengst af kalda stríðinu var hann einn valdamesti maður Austur-Þýskalands.

Erlent
Fréttamynd

Hamas hikar við árásir á Ísrael

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ræddi í dag í síma við Khaled Mashaal, hinn útlæga leiðtoga Hamas-samtakanna. Embættismenn segja að þetta sé vísbending um að þeir séu nálægt því að ná samkomulagi um þjóðstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar hratt

Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkaði um 4,7 milljarða dali eða 320,7 milljarða íslenskra króna í september. Þetta jafngildir 6,8 prósenta samdrætti á milli mánaða en viðskiptahallinn hefur ekki dregist jafn mikið saman síðan í febrúar árið 2001. Helsta ástæðan er lægra heimsmarkaðsverð á hráolíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bílainnflutningur dregst hratt saman

Bílainnflutningur hefur dregist hratt saman síðustu vikurnar og voru innan við þúsund nýir fólksbílar skráðir hér á landi í síðasta mánuði. Það er langt innan við meðaltal síðustu missera.

Innlent
Fréttamynd

Fórnarlömb árása Ísraels borin til grafar

Tugþúsundir Palestínumanna fylgdu fórnarlömbum árásar Ísraela í Beit Hanoun í fyrrinótt til grafar í morgun. Átján manns létust í árásinni, þar á meðal fjölmargar konur og börn. Yfir höfðum syrgjenda sveimuðu ómannaðar ísraelskar eftirlitsflugvélar.

Erlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi

Bankastjórn Englandsbanka ákvað að hækka stýrivexti um 25 punkta að loknu fundi Peningamálanefndar í dag. Stýrivextirnir standa nú í 5 prósentum. Greiningaraðilar bjuggust flestir við hækkuninni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Lenovo minnkar um helming

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo skilaði 43,09 milljóna dala hagnaði á fyrri helmingi rekstrarársins, sem lauk í septemberlok. Þetta svarar til 2,9 milljarða króna sem er 53 prósentum minna en fyrir ári. Samdrátturinn er að mest kominn til vegna kaupa Lenovo á tölvuframleiðsluhluta IBM í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Líkur á hærri stýrivöxtum í Bretlandi

Seðlabanki Englands ákveður stýrivaxtastig í Bretlandi í dag. Greiningaraðilar telja flestir að bankinn hækki vexti um 25 punkta og fari þeir úr 4,75 prósentum í 5 prósent til að slá á hækkandi verðbólgu í landinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eitt barn og einn hundur

Fyrst ákváðu kínversk stjórnvöld að hjón mættu aðeins eiga eitt barn, og nú hefur verið ákveðið að hver fjölskylda megi aðeins eiga einn hund.

Erlent
Fréttamynd

Tap Napster minnkar milli ára

Nettónlistarveitan Napster, skilaði 9 milljóna dala taprekstri á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 614 milljóna króna taprekstrar á tímabilinu sem þó er nokkuð minna en á sama tíma fyrir ári. Eigendur Napster leitast við að sameinast öðru fyrirtæki eða selja það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Barnalúgur á sjúkrahúsi

Japanskt sjúkrahús ætlar að útbúa barnalúgu, þar sem mæður geta stungið inn börnum sem þær vilja ekki eða geta ekki annast. Börnunum verður svo komið í fóstur.

Erlent
Fréttamynd

Danske Bank gerir risakaup í Finnlandi

Danski bankinn Danske Bank hefur keypt finnska bankann Sampo Bank fyrir 30,1 milljarða danskra króna eða rúmlega 352 milljarða íslenskra króna. Danska dagblaðið Berlingske Tidende hefur eftir Peter Straarup, forstjóra Danske Bank, kaupin í samræmi við stefnu bankans um starfsemi í Norður-Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir rétt hjá Rumsfeld að segja af sér

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Damerkur, segir það rétta ákvörðun hjá Donald Rumsfeld að segja af sér sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í kjölfar slæmrar útreiðar Repúblikanaflokksins í þingkosningum í Bandaríkjunum í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Spilling í Írak kostar landið milljarða á ári

Spilling innan íröksku ríkisstjórnarinnar kostar landið milljarða dollara ári og hluti fjárins rennur til andófsmanna í landinu. Þetta segir Stuart Bowen, bandarískur erindreki sem hefur eftirlit með uppbyggingu í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga kosti við að vinna saman

Sameinuðu þjóðirnar íhuga að blanda saman sveitum Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði og sveitum Afríkusambandsins. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði í Súdan hafa mætt mikilli andstöðu. Sveitir Afríkusambandsins hafa takmarkað fjármagn og eru illa útbúnar. Sameinaðar sveitir gætu nýtt styrkleika beggja og náð þannig betri árangri.

Erlent
Fréttamynd

Ungir fjölmenntu á kjörstaði

Fjöldi ungra Bandaríkjamanna sem mætti á kjörstaði í gær hefur ekki verið meiri í tuttugu ár. Í kringum 24% kosningabærra Bandaríkjamanna undir þrítugu kaus í þingkosningunum í gær. Talið er að þróun mála í Írak hafi ýtt á hópinn að kjósa og tryggja Demókrötum meirihluta á þingi.

Erlent