Erlent Breskir fuglar bannaðir Erlent 5.2.2007 16:05 Karlmenn við stýrið Tveir vinir í Kentucky ákváðu að ræna hraðbanka með hraði, svo þeir kæmust örugglega undan. Þeir bundu keðju í stuðarann á pallbínum sem þeir áttu, og vöfðu svo keðjunni utan um hraðbankann. Svo gáfu þeir allt í botn til þess að rífa hraðbankann út úr veggnum. Erlent 5.2.2007 15:35 Rússar gegn Serbum í Kosovo Rússar hafa óvænt tekið afstöðu gegn Serbum varðandi sjálfstæði Kosovo héraðs. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Kosovo verði aðskilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðastofnunum. Það verði hinsvegar undir alþjóðlegu eftirliti áfram, og NATO sjái um friðargæslu. Erlent 5.2.2007 14:37 Börnum enn rænt til hernaðar Hundruð þúsunda barna eru enn neydd til þess að berjast í herjum og skæruliðasamtökum víðsvegar í heiminum. Bresku samtökin Björgum börnunum segja að haldið sé áfram að ræna börnum til hernaðar í að minnsta kosti þrettán löndum, frá Afganistan til Úganda. Erlent 5.2.2007 14:22 Kona við stýrið Erlent 5.2.2007 12:02 Hinn fullkomni glæpur ? Erlent 5.2.2007 11:49 Smástirni á leiðinni Vísindamenn fylgjast nú grannt með smástirninu Apophis sem talið er að muni koma óþægilega nálægt jörðu, fyrst árið 2029 og svo aftur 2036. Smástirnið verður þær nær jörðu en tunglið, og margir fjarskiptagervihnettir og það mun sjást greinilega með berum augum. Líkur á að Apophis lendi á jörðinni eru þó ekki taldir nema 1:24000. Erlent 5.2.2007 13:11 Stóri vinningurinn hans Bills Bill Helko, sem býr í Kaliforníu varð himinlifandi þegar hann vann fyrsta vinning í lottói í sinni sveit, enda hljóðaði vinningurinn upp á 412.000 dollara. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig hringdi Bill í lottóið og fékk staðfest að hann væri með réttar tölur fyrir fyrsta vinning. Erlent 5.2.2007 11:14 Olíuverð við 59 dali á tunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð um helgina og stendur nú í rúmum 59 dölum á tunnu vegna kulda í NA-Bandaríkjunum sem hefur valdið því að eftirspurn eftir olíu til húshitunar hefur aukist til muna. Viðskipti erlent 5.2.2007 10:58 Fjórfætt eldvarpa Dýralæknir hefur verið sektaður um 16000 krónur fyrir að valda eldsvoða sem brenndi fjós til kaldra kola á bóndabæ í Lichten Vourde, í Hollandi. Dýralæknirinn hafði verið að reyna að fá bóndann til að breyta samsetningu fóðursins sem hann gaf kúm sínum. Hann sagði að fóðrið ylli óeðlilegri gasmyndun í kúnum. Til þess að sanna mál sitt kveikti hann á eldspýru fyrir aftan eina kúna þegar hún fretaði. Erlent 5.2.2007 10:58 Afkoma Ryanair umfram væntingar Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Afkoman er langt umfram meðalspá greinenda. Viðskipti erlent 5.2.2007 06:52 Kreistir chillivökva yfir augum sér Mexíkóskur maður, sem hyggst setja heimsmet í chilipiparáti, er svo ónæmur fyrir styrk belgjanna að hann úðar þeim í sig eins og hverju öðru sælgæti. Hann gengur jafnvel svo langt að kreista safann úr þeim yfir augunum á sér. Erlent 4.2.2007 19:01 Yfir þúsund hafa fallið í vikunni Yfir þúsund manns liggja í valnum í Írak eftir átök og árásir undanfarinna sjö daga. Stjórnvöld í landinu segja fylgismenn Saddams Hussein hafa staðið á bak við hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Erlent 4.2.2007 18:58 Viðurkenna að herþyrlur hafi verið skotnar niður Bandaríkjaher hefur viðurkennt að fjórar þyrlur sem hrapað hafa í Írak síðustu vikur hafi að líkindum verið skotnar niður. Alls hafa 20 manns týnt lífi í atvikunum fjórum Erlent 4.2.2007 14:36 Á fjórða tug dó í námuslysi 32 kólumbískir verkamenn biðu bana í sprengingu í kolanámu norðausturhluta landsins í gærkvöld. Talið er að neisti hafi komist í gas á um fjögur hundruð metra dýpi í námugöngunum og þau hrunið. Erlent 4.2.2007 11:55 Þúsund fallnir á sjö dögum Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. Erlent 4.2.2007 11:52 Léku rangan þjóðsöng Stjórnvöld á eynni Grenada í Karabíska hafinu eru í öngum sínum eftir að þjóðsöngur Taívans var leikinn í stað þess kínverska þegar nýr íþróttavöllur var tekinn í notkun um helgina í höfuðborginni St. Johns. Erlent 4.2.2007 10:04 Aukin útgjöld til varnarmála George Bush Bandaríkjaforseti segir að í næstu fjárlögum ríkisins verði útgjöld til varnarmála aukin á kostnað útgjalda til innanríkismála. Erlent 4.2.2007 10:01 Vara við árásum á Íran Þrír fyrrverandi hershöfðingjar úr Bandaríkjaher vara eindregið við hernaðaraðgerðum gegn Írönum í bréfi sem þeir birta í breska blaðinu Sunday Times í dag. Erlent 4.2.2007 10:02 Óttast farsóttir Mikil flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, hafa kostað níu mannslíf og hrakið tvö hundruð þúsund manns af heimilum sínum. Gríðarleg úrkoma hefur verið á þessum slóðum að undanförnu enda stendur regntímabilið sem hæst. Erlent 4.2.2007 09:57 Þúsund fallnir á einni viku Íraska ríkissstjórnin kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í sjálfsmorðsárásum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna að því er Reuters-fréttastofan hermir. Erlent 4.2.2007 09:55 Alþjóðleg umhverfislögregla Jacques Chirac, Frakklandsforseti, skorar á þjóðir heims að setja umhverfismál í forgang á alþjóðavettvangi. Fjörutíu og sex ríki styðja tillögu Chiracs um nýja umhverfisstofnun sem gæti jafnvel knúið ríki til að framfylgja alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Erlent 3.2.2007 18:41 Mannfall í röð bílsprengjuárása í Kirkuk Fimm eru sagðir látnir og um 40 særðir eftir röð bílsprengjuárása í Kirkuk í Norður-Írak í dag. Sjö sprengjur munu hafa sprungið á nokkrum stöðum í borginni á tveimur klukkustundum og beindust þær meðal annnar að skrifstofum tveggja kúrdískra stjórnmálaflokka sem lokaðar voru í dag. Erlent 3.2.2007 13:33 Rottweilerinn sér um lömbin Þó svo að rottweiler hundar hafi á sér slæmt orðspor er einn þeirra að sýna fram á að þeir séu ekki svo slæmir. Hann hefur nefnilega tekið að sér að ala upp tvö lömb. Erlent 2.2.2007 23:27 Sérsveitir indíána elta uppi eiturlyfjasala Sérsveit bandarískra indíána hefur verið valin til þess að vakta landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Índíánarnir nota til þess tækni sem forfeður þeirra fullkomnuðu og foreldrar þeirra kenndu þeim síðan. Þeir eiga að rekja spor í eyðimerkurlandslaginu við landamæri ríkjanna tveggja til þess að hafa uppi á eiturlyfjasölum og smyglurum. Erlent 2.2.2007 23:07 Hamas fordæma friðarumleitarnir fjórveldanna Palestínska heimastjórnin, sem lýtur forystu Hamas samtakanna, fordæmdi í kvöld aðilana fjóra, eða fjórveldin, sem eru að reyna að miðla málum á svæðinu um þessar mundir. Það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland. Palestínumenn sögðu að Bandaríkin stjórnuðu þar öllu og að stefnan væri að refsa Palestínu. Erlent 2.2.2007 22:34 K-Fed boðið að vinna á Taco Bell Hjónaband hans endaði með skilnaði, enginn keypti plötuna hans og nú leikur hann sjálfan sig í sjónvarpsauglýsingum að vinna á hamborgarastað. Til þess að taka af allan vafa um hvort frægðarsól Kevin Federline sé að hníga til viðar bauð skyndibitakeðjan Taco Bell honum að vinna í klukkutíma á einum veitingastað þeirra. Erlent 2.2.2007 22:14 Viacom hótar YouTube Viacom Inc. krafðist þess í dag að vefsíðan YouTube fjarlægði fleiri en 100.000 myndbönd af vefþjónum sínum eftir að viðræður um dreifingu á efninu mistókust. Viacom á meðal annars í MTV og BET en samkvæmt tölum óháðs matmanns hefur verið horft á myndbönd með efni frá fyrirtækjum í eigu Viacom oftar en þúsund milljón sinnum. Erlent 2.2.2007 21:52 Öllum leikjum helgarinnar á Ítalíu frestað Ítalska knattspyrnusambandið skýrði frá því í kvöld að það hefði ákveðið að fresta öllum leikjum helgarinn í ítalska boltanum. Ástæðan er að lögreglumaður var myrtur í átökum milli áhangenda tveggja knattspyrnuliða í kvöld. Átökin áttu sér stað í leik Catania og Palermo en þau leika bæði í Serie A sem er efsta deild ítölsku deildakeppninnar í fótbolta. Erlent 2.2.2007 21:40 Ætlaði að selja leynilegar upplýsingar Kóka Kóla Bandarískur dómstóll dæmdi í dag fyrrum háttsettan starfskraft innan Kóka Kóla fyrirtækisins sekan fyrir að hafa ætlað að stela leyndarmálum frá Kóka Kóla og selja þau síðan Pepsí. Joya Williams, fyrrum aðstoðarkona yfirmanns alþjóðlegu deildar Kóka Kóla, gæti fengið tíu ára fangelsisdóm fyrir vikið. Hún sýndi engar tilfinningar þegar dómurinn var kveðinn upp. Erlent 2.2.2007 21:29 « ‹ 168 169 170 171 172 173 174 175 176 … 334 ›
Karlmenn við stýrið Tveir vinir í Kentucky ákváðu að ræna hraðbanka með hraði, svo þeir kæmust örugglega undan. Þeir bundu keðju í stuðarann á pallbínum sem þeir áttu, og vöfðu svo keðjunni utan um hraðbankann. Svo gáfu þeir allt í botn til þess að rífa hraðbankann út úr veggnum. Erlent 5.2.2007 15:35
Rússar gegn Serbum í Kosovo Rússar hafa óvænt tekið afstöðu gegn Serbum varðandi sjálfstæði Kosovo héraðs. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Kosovo verði aðskilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðastofnunum. Það verði hinsvegar undir alþjóðlegu eftirliti áfram, og NATO sjái um friðargæslu. Erlent 5.2.2007 14:37
Börnum enn rænt til hernaðar Hundruð þúsunda barna eru enn neydd til þess að berjast í herjum og skæruliðasamtökum víðsvegar í heiminum. Bresku samtökin Björgum börnunum segja að haldið sé áfram að ræna börnum til hernaðar í að minnsta kosti þrettán löndum, frá Afganistan til Úganda. Erlent 5.2.2007 14:22
Smástirni á leiðinni Vísindamenn fylgjast nú grannt með smástirninu Apophis sem talið er að muni koma óþægilega nálægt jörðu, fyrst árið 2029 og svo aftur 2036. Smástirnið verður þær nær jörðu en tunglið, og margir fjarskiptagervihnettir og það mun sjást greinilega með berum augum. Líkur á að Apophis lendi á jörðinni eru þó ekki taldir nema 1:24000. Erlent 5.2.2007 13:11
Stóri vinningurinn hans Bills Bill Helko, sem býr í Kaliforníu varð himinlifandi þegar hann vann fyrsta vinning í lottói í sinni sveit, enda hljóðaði vinningurinn upp á 412.000 dollara. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig hringdi Bill í lottóið og fékk staðfest að hann væri með réttar tölur fyrir fyrsta vinning. Erlent 5.2.2007 11:14
Olíuverð við 59 dali á tunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð um helgina og stendur nú í rúmum 59 dölum á tunnu vegna kulda í NA-Bandaríkjunum sem hefur valdið því að eftirspurn eftir olíu til húshitunar hefur aukist til muna. Viðskipti erlent 5.2.2007 10:58
Fjórfætt eldvarpa Dýralæknir hefur verið sektaður um 16000 krónur fyrir að valda eldsvoða sem brenndi fjós til kaldra kola á bóndabæ í Lichten Vourde, í Hollandi. Dýralæknirinn hafði verið að reyna að fá bóndann til að breyta samsetningu fóðursins sem hann gaf kúm sínum. Hann sagði að fóðrið ylli óeðlilegri gasmyndun í kúnum. Til þess að sanna mál sitt kveikti hann á eldspýru fyrir aftan eina kúna þegar hún fretaði. Erlent 5.2.2007 10:58
Afkoma Ryanair umfram væntingar Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Afkoman er langt umfram meðalspá greinenda. Viðskipti erlent 5.2.2007 06:52
Kreistir chillivökva yfir augum sér Mexíkóskur maður, sem hyggst setja heimsmet í chilipiparáti, er svo ónæmur fyrir styrk belgjanna að hann úðar þeim í sig eins og hverju öðru sælgæti. Hann gengur jafnvel svo langt að kreista safann úr þeim yfir augunum á sér. Erlent 4.2.2007 19:01
Yfir þúsund hafa fallið í vikunni Yfir þúsund manns liggja í valnum í Írak eftir átök og árásir undanfarinna sjö daga. Stjórnvöld í landinu segja fylgismenn Saddams Hussein hafa staðið á bak við hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Erlent 4.2.2007 18:58
Viðurkenna að herþyrlur hafi verið skotnar niður Bandaríkjaher hefur viðurkennt að fjórar þyrlur sem hrapað hafa í Írak síðustu vikur hafi að líkindum verið skotnar niður. Alls hafa 20 manns týnt lífi í atvikunum fjórum Erlent 4.2.2007 14:36
Á fjórða tug dó í námuslysi 32 kólumbískir verkamenn biðu bana í sprengingu í kolanámu norðausturhluta landsins í gærkvöld. Talið er að neisti hafi komist í gas á um fjögur hundruð metra dýpi í námugöngunum og þau hrunið. Erlent 4.2.2007 11:55
Þúsund fallnir á sjö dögum Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. Erlent 4.2.2007 11:52
Léku rangan þjóðsöng Stjórnvöld á eynni Grenada í Karabíska hafinu eru í öngum sínum eftir að þjóðsöngur Taívans var leikinn í stað þess kínverska þegar nýr íþróttavöllur var tekinn í notkun um helgina í höfuðborginni St. Johns. Erlent 4.2.2007 10:04
Aukin útgjöld til varnarmála George Bush Bandaríkjaforseti segir að í næstu fjárlögum ríkisins verði útgjöld til varnarmála aukin á kostnað útgjalda til innanríkismála. Erlent 4.2.2007 10:01
Vara við árásum á Íran Þrír fyrrverandi hershöfðingjar úr Bandaríkjaher vara eindregið við hernaðaraðgerðum gegn Írönum í bréfi sem þeir birta í breska blaðinu Sunday Times í dag. Erlent 4.2.2007 10:02
Óttast farsóttir Mikil flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, hafa kostað níu mannslíf og hrakið tvö hundruð þúsund manns af heimilum sínum. Gríðarleg úrkoma hefur verið á þessum slóðum að undanförnu enda stendur regntímabilið sem hæst. Erlent 4.2.2007 09:57
Þúsund fallnir á einni viku Íraska ríkissstjórnin kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í sjálfsmorðsárásum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna að því er Reuters-fréttastofan hermir. Erlent 4.2.2007 09:55
Alþjóðleg umhverfislögregla Jacques Chirac, Frakklandsforseti, skorar á þjóðir heims að setja umhverfismál í forgang á alþjóðavettvangi. Fjörutíu og sex ríki styðja tillögu Chiracs um nýja umhverfisstofnun sem gæti jafnvel knúið ríki til að framfylgja alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Erlent 3.2.2007 18:41
Mannfall í röð bílsprengjuárása í Kirkuk Fimm eru sagðir látnir og um 40 særðir eftir röð bílsprengjuárása í Kirkuk í Norður-Írak í dag. Sjö sprengjur munu hafa sprungið á nokkrum stöðum í borginni á tveimur klukkustundum og beindust þær meðal annnar að skrifstofum tveggja kúrdískra stjórnmálaflokka sem lokaðar voru í dag. Erlent 3.2.2007 13:33
Rottweilerinn sér um lömbin Þó svo að rottweiler hundar hafi á sér slæmt orðspor er einn þeirra að sýna fram á að þeir séu ekki svo slæmir. Hann hefur nefnilega tekið að sér að ala upp tvö lömb. Erlent 2.2.2007 23:27
Sérsveitir indíána elta uppi eiturlyfjasala Sérsveit bandarískra indíána hefur verið valin til þess að vakta landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Índíánarnir nota til þess tækni sem forfeður þeirra fullkomnuðu og foreldrar þeirra kenndu þeim síðan. Þeir eiga að rekja spor í eyðimerkurlandslaginu við landamæri ríkjanna tveggja til þess að hafa uppi á eiturlyfjasölum og smyglurum. Erlent 2.2.2007 23:07
Hamas fordæma friðarumleitarnir fjórveldanna Palestínska heimastjórnin, sem lýtur forystu Hamas samtakanna, fordæmdi í kvöld aðilana fjóra, eða fjórveldin, sem eru að reyna að miðla málum á svæðinu um þessar mundir. Það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland. Palestínumenn sögðu að Bandaríkin stjórnuðu þar öllu og að stefnan væri að refsa Palestínu. Erlent 2.2.2007 22:34
K-Fed boðið að vinna á Taco Bell Hjónaband hans endaði með skilnaði, enginn keypti plötuna hans og nú leikur hann sjálfan sig í sjónvarpsauglýsingum að vinna á hamborgarastað. Til þess að taka af allan vafa um hvort frægðarsól Kevin Federline sé að hníga til viðar bauð skyndibitakeðjan Taco Bell honum að vinna í klukkutíma á einum veitingastað þeirra. Erlent 2.2.2007 22:14
Viacom hótar YouTube Viacom Inc. krafðist þess í dag að vefsíðan YouTube fjarlægði fleiri en 100.000 myndbönd af vefþjónum sínum eftir að viðræður um dreifingu á efninu mistókust. Viacom á meðal annars í MTV og BET en samkvæmt tölum óháðs matmanns hefur verið horft á myndbönd með efni frá fyrirtækjum í eigu Viacom oftar en þúsund milljón sinnum. Erlent 2.2.2007 21:52
Öllum leikjum helgarinnar á Ítalíu frestað Ítalska knattspyrnusambandið skýrði frá því í kvöld að það hefði ákveðið að fresta öllum leikjum helgarinn í ítalska boltanum. Ástæðan er að lögreglumaður var myrtur í átökum milli áhangenda tveggja knattspyrnuliða í kvöld. Átökin áttu sér stað í leik Catania og Palermo en þau leika bæði í Serie A sem er efsta deild ítölsku deildakeppninnar í fótbolta. Erlent 2.2.2007 21:40
Ætlaði að selja leynilegar upplýsingar Kóka Kóla Bandarískur dómstóll dæmdi í dag fyrrum háttsettan starfskraft innan Kóka Kóla fyrirtækisins sekan fyrir að hafa ætlað að stela leyndarmálum frá Kóka Kóla og selja þau síðan Pepsí. Joya Williams, fyrrum aðstoðarkona yfirmanns alþjóðlegu deildar Kóka Kóla, gæti fengið tíu ára fangelsisdóm fyrir vikið. Hún sýndi engar tilfinningar þegar dómurinn var kveðinn upp. Erlent 2.2.2007 21:29