Erlent

Smástirni á leiðinni

Tölvumynd af Apophis nálgast jörðina.
Tölvumynd af Apophis nálgast jörðina.

Vísindamenn fylgjast nú grannt með smástirninu Apophis sem talið er að muni koma óþægilega nálægt jörðu, fyrst árið 2029 og svo aftur 2036. Smástirnið verður þær nær jörðu en tunglið, og margir fjarskiptagervihnettir og það mun sjást greinilega með berum augum. Líkur á að Apophis lendi á jörðinni eru þó ekki taldir nema 1:24000.

Það er líka eins gott, því smástirnið er 400 metrar í ummál og hraðinn er 30 kílómetrar á sekúndu. Vísindamenn hafa reiknað út að ef það lenti á jörðinni yrði sprengingin á við 1600 megatonna kjarnorkusprengju. Það myndi að vísu ekki þurrka út allt líf á jörðinni, en afleiðingarnar yrðu engu að síður skelfilegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×