Erlent

Fréttamynd

Vilja láta kjósa í lávarðadeildina

Breskir þingmenn kusu um það í kvöld hvort að það ætti að kjósa í lávarðadeild breska þingsins. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Hingað til hafa sæti í deildinni erfst eða verið skipað í þau. Engu að síður er kosningin ekki bindandi en hún gefur til kynna hvað þingið mun leggja til þegar lávarðadeildin verður endurskipulögð síðar á árinu.

Erlent
Fréttamynd

Bush gagnrýnir Chavez

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali sem birtist í dag að efnahagsstefna Hugo Chavez, forseta Venesúela, myndi leiða til enn meiri fátæktar í landinu. Viðtalið er birt rétt áður en Bush leggst í ferðalag um Suður-Ameríku sem á að vara við hentistefnu af því tagi sem Bush segir Chavez stunda.

Erlent
Fréttamynd

Gates vill slaka á innflytjendalögum

Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, varaði við því í dag að höft sem sett eru á að hæfir erlendir starfsmenn megi starfa í Bandaríkjunum skerði samkeppnishæfi landsins. Ummæli Gates eru nýjasta árásin á innflytjendalög í tæknigeiranum í Bandaríkjunum en hann vantar sárlega starfsfólk.

Erlent
Fréttamynd

Samkynhneigðir vilja í bandaríska herinn

Tólf fyrrum hermenn í bandaríska hernum, sem eru samkynhneigðir, fóru í dag í mál við ríkisstjórn Bandaríkjanna til þess að fá aftur inngöngu í herinn. Þeim hafði verið vísað úr hernum fyrir að vera samkynhneigð. Í dag er stefna hersins gagnvart samkynhneigðum sú að herinn má ekki spyrja við inngöngu hvort að viðkomandi sé samkynhneigður. Ef það kemst hins vegar upp er hernum heimilt að vísa viðkomandi úr hernum.

Erlent
Fréttamynd

Búa til reglur um umgengni við vélmenni

Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur sett saman nefnd sem á að setja vinnureglur fyrir þá sem búa til vélmenni. Reglurnar eiga að skilgreina hvernig mannfólkið á að umgangast vélmenni og hvernig þau eiga að umgangast mannfólkið. Skýrslan verður tilbúin síðar á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Nowak rekin frá NASA

Lisa Nowak, geimfarinn sem reyndi að ræna keppinaut sínum um ástir annars geimfara, hefur verið rekin frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA). Brottreksturinn kemur í kjölfar þess að lögregla kærði hana fyrir tilraun til mannráns.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir loka á YouTube

Tyrkir hafa lokað fyrir aðgang að hinni vinsælu vefsíðu YouTube. Ástæðan fyrir þessu er að einhver setti myndskeið á síðuna þar sem gert var grín að stofnanda nútíma Tyrklands, Mustafa Kemal Ataturk, en í Tyrklandi er ólöglegt að gera grín að honum.

Erlent
Fréttamynd

Abdullah skorar á Bandaríkin

Konungurinn í Jórdaníu, Abdullah, hefur skorað á Bandaríkin til þess að beita sér fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Þetta sagði hann á sameiginlegum þingfundi öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar. Hann sagði einnig að deilan á milli Ísraela og Palestínumanna væri mikilvægari en ástandið í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Loftsteinn á stofugólfinu

búum húss, í Bloomingdale í Illinois í Bandaríkjunum, varð allhverft við í fyrrakvöld þegar heljarinnar brothljóð kvað við úr stofunni . Undrun þeirra varð ekki minni þegar í ljós kom að á stofugólfinu lá loftsteinn sem þeyst hafði úr himingeimnum inn í gufuhvolf jarðar og svo beina leið í gegnum rúðuna hjá þeim.

Erlent
Fréttamynd

Gáfu smákrökkum marijúana

Tveir unglingspiltar, frá Texas í Bandaríkjunum, hafa verið hnepptir í varðhald eftir að myndband sýndi þá láta tvo drengi, tveggja og fimm ára gamla, reykja marijúana.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Írar ganga að kjörborðinu

Þingkosningar standa nú yfir á Norður-Írlandi og hefur kjörsókn verið jöfn og þétt í allan dag. Fimm ár eru liðin frá því norðurírska þingið kom síðast saman.

Erlent
Fréttamynd

26 láta lífið í sprengjuárás í Írak

Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á kaffihúsi í bæ norðaustur af Bagdad í dag. Samkvæmt lögreglu á staðnum létu að minnsta kosti 26 manns lífið. Sprengingin átti sér stað í bænum Balad Ruz en þar búa bæði sjía og súnní múslimar. Talið er að allt að 35 manns hafi særst í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Evrópusambandið og Rússland ræða kjöt

Sérfræðingar Evrópusambandsins í matvælamálum ferðast til Rússlands í næstu viku til þess að eiga viðræður við Rússa til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt bann á innflutning á kjöti frá Evrópusambandinu. Rússneska matvælastofnunin sendi Evrópuráðinu beiðni um að það gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi leifar af bönnuðum og hættulegum efnum í dýrakjöti og fæði frá Evrópusambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Leeson farinn að fjárfesta á ný

Fjárglæframaðurinn Nick Leeson, sem setti breska Barings bankann á hausinn fyrir nokkrum árum, er byrjaður að fjárfesta á ný. Í þetta sinn notar hann þó bara eigin peninga.

Erlent
Fréttamynd

Loksins fá Indíánarnir að vinna

Navajo Indíánar hafa reynst svo vel við að hafa upp á eiturlyfjasmyglurum sem reyna að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó, að ákveðið hefur verið að stofna fleiri slíkar sveitir. Indíánar voru fyrr á öldum frægir sporrekjendur og þa

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar hjálpa netfíklum

Kínversk yfirvöld hafa gripið til aðgerða til þess að venja fólk af því að hanga tímunum saman á netinu. Danska Extra blaðið segir að meðferðin felist meðal annars í að gefa fólkinu raflost, dáleiða það og dæla í það róandi lyfjum.

Erlent
Fréttamynd

Alexandra er ófrísk -Se og Hör

Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims prins, af Danmörku, á von á barni að sögn danska blaðsins Se og Hör. Vikublaðið segist hafa heimildir fyrir þessu frá meðlimum konungsfjölskyldunnar sem búa í Austurríki. Blaðið bendir einnig á að barmur Alexöndru hafi verið óvenju hvelfdur í brúðkaupi hennar um síðustu helgi.

Erlent
Fréttamynd

Gyðingum sagt að flýja Egyptaland og Jórdaníu

Ríkisstjórn Ísraels hefur hvatt alla Gyðinga sem eru í Egyptalandi og Jórdaníu til þess að forða sér þaðan þegar í stað. Þetta eru einu arabaríkin sem Ísrael hefur stjórnmálasamband við. Aðvörunin kom frá öryggismálaskrifstofu Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, en ekki var gefin á henni nein skýring.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar fagna dómnum

Þingmenn demókrata fagna dómnum yfir Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóra Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sem kveðinn var upp í gær. George Bush forseti hefur samúð með Libby og fjölskyldu hans.

Erlent
Fréttamynd

Paulson ræðir við kínversk stjórnvöld

Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Pekingborgar í Kína í dag en hann mun funda með ráðamönnum í Kína um gjaldeyrisstefnu stjórnvalda. Kínverska júanið hefur verið mjög lágt um langan tíma og hefur vegna þessa aukið mjög á vöruskiptahalla á milli Bandaríkjanna og Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enginn treystir feðrunum

Þótt hinir mjúku feður dagsins í dag séu farnir að taka meiri þátt í heimilisstörfunum, virðist sem enginn treysti þeim til þess að stjórna heimili. Ekki þeir sjálfir og hvað þá eiginkonurnar. Þannig er þetta allavega í Danmörku, samkvæmt nýrri könnun sem metroXpress lét gera.

Erlent
Fréttamynd

Handtóku átján manns í Ramallah

Ísraelskar hersveitir umkringdu höfuðstöðvar palestínsku leyniþjónustunnar í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun og handtóku þar átján manns Mennirnir eru sagðir tilheyra al-Aqsa-herdeildum, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas forseta.

Erlent
Fréttamynd

Ótrúlega margir björguðust

22 fórust þegar farþegaþota fórst skömmu eftir lendingu í borginni Yogyakarta í Indónesíu í morgun. Furðu sætir hins vegar að 112 farþegar hafi sloppið lifandi úr slysinu því flugvélin gjöreyðilagðist.

Erlent
Fréttamynd

Svíar of feitir fyrir kisturnar

Svíar eru orðnir svo feitir að þeir eru hættir að komast í venjulegar líkkistur, þegar þeir kveðja þennan heim. Eigandi útfararstofu segir í viðtali við sænska Aftonbladet, að fyrir tuttugu árum hafi venjulegar kistur dugað nema í undantekningartilfellum. Í dag séu pantaðar minnst 25 kistur í yfirstærð, í hverjum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Danir styðja lögregluna

Yfirgnæfandi meirihluti dönsku þjóðarinnar er ánægður með framgöngu lögreglunnar í Ungdómshúss- málinu, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Samkvæmt könnuninni þykir 92 prósentum Dana að lögreglan hafi unnið sitt starf mjög vel eða vel, í óeirðunum síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar vegna ótta um samdrátt

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á markaði í dag og fór í tæpan 61 dal á tunnu. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er sú að búist er við að olíubirgðir hafa minnkað nokkuð á milli vikna í Bandaríkjunum. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um olíubirgðir landsins síðar í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Litbrigði arðsins

Breska blaðið Sunday Times hefur um langt skeið efnt til virtrar keppni í vatnslitamálun. Slíkum keppnum hefur farið fækkandi og vígi hinnar hárnákvæmu og hófstilltu listar vatnslitamálunar falla hvert af öðru. Það eru fleiri vígi sem falla, því kepppnin heitir ekki lengur The Sunday Times Watercolour Competition, heldur The Kaupthing Singer and Friedlander/Sunday Times Watercolour Competition.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðirnir að jafna sig

Hlutabréfamarkaðir í Asíu jöfnuðu sig að nokkru leyti í gær en flestar vísitölur kauphalla hækkuðu lítillega eftir talsverðar lækkanir frá upphafi síðustu viku þegar markaðirnir tóku snarpa dýfu. Fjárfestar munu þó enn vera áhyggjufullir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flugvelli í Venesúela lokað vegna sprengjuhótunar

Yfirvöld í Venesúela lokuðu í kvöld flugvelli á ferðamannaeyjunni Margarita vegna hótunnar um að sprengja væri um borð í flugvél sem var á leið þangað. Rúmlega 100 farþegar voru um borð í vélinni sem var að koma frá Hollandi. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum og farþegarnir komust allir heilir á húfi frá borði. Lögregla er nú að leita að sprengju um borð.

Erlent