Erlent

Kínverjar hjálpa netfíklum

Tölvur eru hættulegar, að mati kínverskra yfirvalda.
Tölvur eru hættulegar, að mati kínverskra yfirvalda.

Kínversk yfirvöld hafa gripið til aðgerða til þess að venja fólk af því að hanga tímunum saman á netinu. Danska Extra blaðið segir að meðferðin felist meðal annars í að gefa fólkinu raflost, dáleiða það og dæla í það róandi lyfjum.

Yfirvöld líta svo á að netið sé hættulegt kommúnismanum og stöðugleika í landinu og hafa gripið til margvíslegra aðgerða til þess að hindra notkun þess eins og frekast er kostur. Unglingum er til dæmis meinaður aðgangur að netkaffihúsum, og ýmis leitarorð eru bönnuð, ekki síst leitarorð sem snúa að frelsi og mannréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×