Erlent

Fréttamynd

Illa búið að breskum hermönnum

Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur.

Erlent
Fréttamynd

Rússar kjósa í sveitastjórnarkosningum í dag

Meira en 30 milljón Rússar munu kjósa í sveitastjórnarkosningum í landinu í dag. Almennt er talið að kosningarnar séu nær því að vera undirbúningur fyrir þingkosningarnar en þær fara fram á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

29 látnir og 12 slasaðir í Írak í morgun

Bílsprengja sprakk í morgun í miðborg Bagdad og létu að minnsta kosti 19 manns lífið. Frá þessu skýrði lögregla í borginni í morgun. Sprengingin varð í Karrada hverfinu í Bagdad en í því búa mestmegnis sjía múslimar.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldamótmæli í Madríd

Tugþúsundir manna flykktust út á götu Madrídar, höfuðborgar Spánar í gær, til að mótmæla því að Jose Ignacio de Juana Chaos, liðsmaður Aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, hefði verið færður úr öryggisgæslu yfir í stofufangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu frjálsu kosningarnar í Máritaníu í 50 ár

Kosningar eru hafnar í norðvestur-Afríkuríkinu Máritaníu en þetta verða fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu í tæplega fimmtíu ár. Meira en ein milljón manna verða á kjörskrá og kjósa á milli 19 frambjóðenda.

Erlent
Fréttamynd

Chavez lætur gamminn geysa

Hugo Chavez forseti Venesúela er enn við sama heygarðshornið á för sinni í Suður-Ameríku. Við komuna til Bólivíu í gær skaut hann föstum skotum að Bandaríkjunum þegar hann sagði kapítalismann ávísun á beina leið til glötunar en sósíalismann vera tæki þeirra sem hyggjast gera himnaríki á jörð.

Erlent
Fréttamynd

Tíðindalítið af Norðurbrú

Til lítils háttar óláta kom á milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt sem lyktaði með því að tólf voru handteknir en að öðru leyti leið nóttin að mestu í ró og spekt.

Erlent
Fréttamynd

Viðræðurnar fóru út um þúfur

Lokaviðræður Serba og Kosovo-Albana um framtíð Kosovo-héraðs sem fram fóru í Vínarborg í Austurríki í gær enduðu án þess að nokkurt samkomulag næðist.

Erlent
Fréttamynd

Bjórnum varpað beint úr ísskápnum

Bandarískur hugbúnaðarverkfræðingur kynnti nýja og afar gagnlega uppfinningu í vikunni sem nú er senn á enda. Tækið sem hann fann upp getur skotið bjórdósum beint úr ísskápnum yfir í stofusófann.

Erlent
Fréttamynd

Fimm landa heimsókninni senn lokið

George Bush forseti Bandaríkjanna og Hugo Chavez forseti Venesúela ferðast þessa dagana um Suður-Ameríku til að styrkja tengslin við bandamenn sína. Vart þarf að taka fram að þeir ferðast hvor í sínu lagi enda svarnir óvinir.

Erlent
Fréttamynd

Fulltrúar Írans og BNA ræddust við

Forsætisráðherra Íraks biðlaði, á ráðstefnu í Bagdad í dag, til nágrannaríkja sinna um aðstoð við að binda enda á vargöldina sem ríkir í landinu. Fulltrúar Bandaríkjanna og Írans ræddust þar við með beinum hætti en stjórnmálasamband á milli ríkjanna hefur legið niðri í 28 ár.

Erlent
Fréttamynd

Friðsöm mótmæli í dag

Þúsundir manna gengu fylktu liði um götur Kaupmannahafnar í dag til að mótmæla niðurrifi Ungdómshússins á Norðurbrú í vikunni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist rannsóknar á framgöngu lögreglunnar í garð mótmælenda um síðustu helgi.

Erlent
Fréttamynd

Sluppu með skrekkinn

Þrír íslenskir námsmenn, búsettir í bænum Naples í Flórídaríki í Bandaríkjunum sluppu með skrekkinn í nótt. Þeir voru á leið heim af skemmtistað þegar á þá var ráðist með hafnaboltakylfu. Þeim tókst að komast undan ræningjanum og brátt var svæðið umkringt 18 lögreglubílum.

Erlent
Fréttamynd

Írakar vongóðir eftir fyrsta fund

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar Zebari, var vongóður eftir fyrsta alþjóðlega fundinn um framtíð Íraks og hvernig sé hægt að koma ró á í landinu. „Fundurinn var jákvæður og uppbyggjandi,“ sagði Zebari. „Niðurstöður fundarmanna voru góðar.“

Erlent
Fréttamynd

Sagaði húsið í tvennt

Þjóðverji einn ákvað að binda endi á skilnaðardeilu við konu sína með því að saga timburhús þeirra í tvennt með keðjusög og fara með sinn hluta í burtu með gaffallyftara.

Erlent
Fréttamynd

Tveimur þjóðverjum rænt í Írak

Tveimur þýskum ríkisborgunum hefur verið rænt í Írak. Áður óþekktur uppreisnarhópur setti í dag myndband af þeim á netið og gaf þýskum stjórnvöldum tíu daga til þess að draga hermenn sína frá Afganistan. Annars myndu þeir aflífa fólkið. Hópurinn kallar sig „Örvar Réttlætisins.“ Þýsk stjórnvöld ætla sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að frelsa fólkið.

Erlent
Fréttamynd

Tvö þúsund manna mótmæli í Kaupmannahöfn

Tvö þúsund manns ganga nú fylktu liði frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn að Norðurbrú og krefjast þess að nýtt Ungdómshús verði reist á þeim slóðum í stað hússins umdeilda sem stóð við Jagtvejen og var rifið í vikunni. Mótmælin eru friðsamleg en lögregla hefur uppi mikinn viðbúnað.

Erlent
Fréttamynd

Bush kominn til Úrugvæ

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt í dag ferðalagi sínu um Suður-Ameríku áfram. Í dag fundaði hann með forseta Úrugvæ en þeir vilja ólmir skrifa undir fríverslunarsamninga við Bandaríkin, jafnvel þó svo þeir þyrftu að yfirgefa fríverslunarbandalag ríkja í Suður-Ameríku

Erlent
Fréttamynd

Söngvari Boston látinn

Söngvari hljómsveitarinnar Boston fannst látinn á heimili sínu í gær. Brad Delp, sem var 55 ára, var söngvari sveitarinn þegar hún gerði lögin „More Than a Feeling“ og „Long Time“ vinsæl.

Erlent
Fréttamynd

Osama fimmtugur í dag

Osama Bin Laden er fimmtugur í dag. Það er að segja ef hann er enn á lífi. Þrátt fyrir að meira hafi verið leitað að honum en nokkrum öðrum manni getur hann enn frjálst um höfuð strokið. Bandaríkjamenn telja að hann sé einhvers staðar á landamærum Pakistan og Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Í ökuferð um verslanamiðstöð

Bílstjóri í bænum Augusta í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum á yfir höfði sér refsingu eftir að hafa farið í ökuferð um óvenjulegar slóðir. Hann ók bifreið sinni í gegnum glerdyr á verslanamiðstöð borgarinnar og keyrði svo í hægðum sínum framhjá upplýstum búðargluggunum.

Erlent
Fréttamynd

18 létu lífið og 48 slösuðust

Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Sadr-hverfi Bagdad í dag og létu að minnsta kosti 18 manns lífið. Árásin átti sér stað á sama tíma og fulltrúar fjölmargra ríkja funduðu til þess að reyna að binda endi á skálmöldina í landinu. Árásin átti sér stað í hverfi sjía múslima. Talið er að allt að 48 manns hafi slasast í árásinni. Aðeins nokkrum klukkutímum áður hafði bandaríski herinn gert áhlaup á búðir uppreisnarmanna í hverfinu og handtekið sex þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Biðlar til nágrannanna

Á fjölþjóðlegri ráðstefnu um vargöldina í Írak sem hófst í Bagdad í morgun biðlaði Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, til nágrannaríkjanna um að aðstoða í baráttunni við hryðjuverkamenn. Hópur íraskra uppreisnarmanna hótar að drepa þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu yfirgefi þýskar hersveitir ekki Afganistan innan tíu daga.

Erlent
Fréttamynd

Endatafl í Kosovo-viðræðum hafið

Lokakaflinn í viðræðum um framtíð Kosovo-héraðs hófst í Vínarborg í Austurríki í morgun. Leiðtogar Serba og Kosovo-Albana sækja fundinn en mikill ágreiningur ríkir á milli þeirra um framtíðarskipan héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Rússar rannsaka PwC

Rússneskir rannsóknarmenn réðust í gær inn á skrifstofur PriceWaterhouseCoopers (PwC) í Moskvu. Þeir segjast hafa verið að leita að gögnum sem að styðja við rannsóknina í máli gegn þeim en PwC er sakað um að hafa skrifað upp á falsaða reikninga og uppgjör fyrir Yukos, fyrrum rússneskan olíurisa, sem nú er gjalþrota.

Erlent
Fréttamynd

FBI misnotaði vald sitt

Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, misnotaði vald sitt til þess að nálgast upplýsingar um fólk sem hún hafði engan rétt á því að fá. Þetta kemur fram í skýrslu sem að eftirlitsstofnun innan dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gaf frá sér í gær. FBI hefur þegar viðurkennt mistök sín.

Erlent
Fréttamynd

Viðbúnaður á Norðurbrú

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur uppi talsverðan viðbúnað vegna boðaðra mótmæla í dag við Jagtvej 69 á Norðurbrú þar sem Ungdomshuset umdeilda stóð áður. Í sms-skeytum sem nú ganga á milli stuðningsmanna hússins sem var rifið í vikubyrjun segir "Farið til Kaupmannahafnar og brennið borgina til grunna."

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin, Íran og Sýrland á friðarráðstefnu í Írak

Fjölþjóðleg ráðstefna hófst í Bagdad í Írak í morgun um hvernig stöðva megi vargöldina í landinu, sérstaklega átökin á milli stóru trúarhópana þar: sjía og súnnía. Ráðstefnuna sitja erindrekar Bandaríkjanna, helstu nágrannaríkja Íraks, auk Arababandalagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Chavez úthúðar Bush

Hugo Chavez forseti Venesúela kallaði Bush Bandaríkjaforseta pólitískt lík og tákn kúgunar á fjölmennum útifundi í Búenos Aires í Argentínu í gær, um það leyti sem Bush kom frá Brasilíu til nágrannaríkisins. Báðir eru forsetarnir á fundaferð um Suður-Ameríku til að bæta tengslin við bandamenn sína í álfunni.

Erlent
Fréttamynd

Paisley sigraði

Sambandsflokkur Ian Paisleys er sigurvegari kosninganna á Norður-Írlandi. Flokkurinn hlaut 36 af 108 þingsætum en Sinn Fein fékk 28. Næstur var Sameiningarflokkur Ulsters með 18 sæti.

Erlent