Erlent

Fréttamynd

Traktor keyrði tvisvar yfir ungling

Traktor keyrði í tvígang yfir austurrískan ungling – fyrst eftir að hann datt af og svo aftur þegar ökumaðurinn bakkaði til að athuga hvar pilturinn væri. Hinn 17 ára Hubert Hochstetter datt af traktornum þegar Josef Mittringer 22 ára félagi hans keyrði hann eftir vegi við þorpið Kainisch í Austurríki. Hann hafnaði undir afturhjólum traktorsins sem vegur um þrjú tonn.

Erlent
Fréttamynd

Hættulegustu öfgasamtök N-Írlands hætta starfsemi

Hættulegustu öfgasamtök mótmælenda á Norður-Írlandi, Ulster Volunteer Force (UVF), hafa tilkynnt að þau muni hætta vopnaðri baráttu. Þau segjast ætla að taka upp baráttu án vopna. „Frá og með tólf á miðnætti, fimmtudaginn 3. maí 2007, munu Ulster Volunteer Force og Red Hand Commando beita sér á friðsaman hátt og taka upp borgaralega starfsemi." sagði í tilkynningu frá þeim í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Vilja hvít barnaheimili í Svíþjóð

Flokkur þjóðernissinna í Svíþjóð vill stofna barnaheimili fyrir innfædd hvít börn. Ætlunin er að fyrsta barnaheimilið verði opnað í Uppsölum, á næsta ári. Vávra Suk, formaður flokksins segir að fólk eigi að eiga þess kost að ala börn sín upp í vestrænni menningu.

Erlent
Fréttamynd

Kosið í Englandi, Skotlandi og Wales

Almenningur í Englandi, Skotlandi og Wales gengur til kosninga í sveitastjórnar- og þingkosningum í dag. Kosið er á flestum stöðum í Bretlandi að undanskildri höfuðborginni, Lundúnum. Alls eru 39 milljón manns með kosningarétt. Búist er við góðu veðri í dag sem gæti aukið kjörsókn.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi íslamska ríkisins í Írak allur

Bandaríski og íraski herinn hafa fellt leiðtoga íslamska ríkisins í Írak, hryðjuverkahóps með tengsl við al-Kaída. Innanríkisráðherra Íraks skýrði frá þessu í morgun. Hann sagði að leiðtogi hópsins, Abu Omar al-Baghdadi, hefði verið felldur í bardaga norður af Bagdad. Hann neitaði að segja hvenær þetta gerðist en sagði að yfirvöld hefðu lík hans í sinni vörslu.

Erlent
Fréttamynd

Bush fundar með demókrötum

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar demókrata í bandaríska þinginu hafa heitið því að komast að niðurstöðu varðandi aukafjárveitingu til hersins.

Erlent
Fréttamynd

Fundað um framtíð Íraks

Alþjóðleg ráðstefna um framtíð Íraks fer nú fram í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Á meðal þátttakenda eru Bandaríkin, Íran og Sýrland. Búist er við því að löndin sem ráðstefnuna sækja eigi eftir að sættast á fimm ára áætlun sem krefst endurbóta fyrir stuðning.

Erlent
Fréttamynd

Jafnræði í kappræðum

Frönsku forsetaframbjóðendurnir Nicolas Sarkozy og Sególene Royal tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Töluverðar tilfinningar voru í spilinu en kappræðurnar eru taldar geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum sem fara fram á sunnudaginn kemur.

Erlent
Fréttamynd

AC Milan mætir Liverpool

Ítalska knattspyrnuliðið AC Milan bar í gærkvöldi sigurorð af Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og mun því mæta enska liðinu Liverpool í úrslitum þann 23. maí næstkomandi. Brasilíumaðurinn Kaka var hetja AC Milan en hann skoraði fyrsta mark liðsins þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af leiknum.

Erlent
Fréttamynd

Japanir vilja nýja stjórnarskrá

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði í gær að það þyrfti að endurskoða stjórnarskrá landsins. Ástæðuna sagði hann að sú stjórnarskrá sem Bandaríkjamenn hefðu sett Japönum eftir síðari heimsstyrjöld væri úrelt með tilliti til heimsmála í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn styðja Olmert

Þingmenn Kadima flokksins í Ísrael hafa ákveðið að styðja við bakið á Ehud Olmert eftir að utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni, sagði að hann ætti að segja af sér. Þeir áttu sérstakan fund í gærkvöldi til þess að ræða stöðu mála innan flokksins.

Erlent
Fréttamynd

20 milljónir horfi á kappræður

Búist er við að 20 milljón Frakkar fylgist í kvöld með sjónvarpskappræðum frambjóðendanna tveggja sem berjast um forsetaembættið í Frakklandi. Þetta er síðasta tækifæri sósíalistans Segolene Royal til að saxa á naumt forskot hægrimannsins Nicolas Sarkozy. Kosið er á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Vill að Olmert víki

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels hefur hvatt Ehud Olmert til þess að segja af sér sem forsætisráðherra. Hún segir jafnframt að hún muni sækjast eftir forystu í Kadima-flokki hans. Livni skýrði frá þessu eftir fund sinn með Olmert í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ráðist að sendiherra Eista

Eistnesku ræðismannsskrifstofunni í Moskvu var lokað í dag um óákveðinn tíma eftir að hópur rússneskra ungmenna gerði aðsúg að eistneska sendiherranum í Rússlandi í dag. Eistar og Rússar hafa deilt hart á opinberum vettvangi síðan í síðustu viku eða frá því eistneskir ráðamenn létu færa til minnismerki um fallna hermenn sem var í miðborg Tallinn.

Erlent
Fréttamynd

Óttast meira mannfall

Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Danir bjóða ofsóttum rithöfundum hæli

Danir hafa ákveðið að veita ofsóttum rithöfundum hæli og vernd gegn andskotum sínum. Þetta á við um blaðamenn, rithöfunda og teiknara sem hafa ástæðu til þess að óttast um hag sinn. Annaðhvort vegna ofsókna ríkisstjórna eða trúarsamtaka.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverðið lækkar á heimsmarkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð og fór undir 64 dali á tunnu á markaði í New York í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíuframleiðsla hefði aukist þar í landi í síðustu viku. Þrátt fyrir þetta minnkuðu eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum á milli vikna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherrann boðar uppreisn gegn Olmert

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels hefur hvatt Ehud Olmert til þess að segja af sér sem forsætisráðherra. Hún segir jafnframt að hún muni sækjast eftir forystu í Kadima-flokki hans. Livni skýrði frá þessu þegar hún kom af tveggja manna fundi sínum með Olmert.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn hunsuðu Breta í grundvallarákvörðunum

Bretar voru algerlega á móti því að leysa upp íraska herinn og reka opinbera starfsmenn úr embætti. Bandaríkjamenn hunsuðu hinsvegar þessar skoðanir. Breta grunar að Dick Cheney, varaforseti hafi staðið á bak við það. Fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands segir að þeir hafi verið furðu lostnir yfir sumum ákvörðunum Bandaríkjamanna.

Erlent
Fréttamynd

Þróunarlöndin menga minna

Þróunarlönd sem eru að iðnvæðast, eins og Kína og Indland, hafa dregið meira úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda en krafist hefur verið af öllum iðnríkjunum samanlagt. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem verður gerð opinber á föstudag segir að ýmsar ráðstafanir sem þróunarlöndin hafi gert hafi haft þau hliðaráhrif að draga úr útblæstri.

Erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá bandarískum bílasölum

Sala á nýjum bílum dróst mikið saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið minni í tæp tvö ár. Samdrátturin var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. Hátt eldsneytisverð og verri skuldastaða almennings er helsta ástæða samdráttarins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fagna kosningum í Tyrklandi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í dag tillögu stjórnarflokksins í Tyrklandi um að boða til kosninga til þess að létta á spennu í þjóðfélaginu. Mikil spenna hefur myndast á milli stjórnarliða, sem eru margir múslimar og þeirra sem eru í stjórnarandstöðu og vilja skilja á milli trúar og ríkis.

Erlent
Fréttamynd

Kviknakin og drukkin undir stýri

Þýskur bensínafgreiðslumaður hringdi á lögreglu eftir að nakin kona keyrði upp að bensíndælu og bað hann um að fyll´ann. Konan hafði keyrt að dælunni með miklum látum. Hún lá á flautunni og blikkaði ljósunum til að ná athygli Jan Matthausen bensínafgreiðslumanns frá Chemnitz.

Erlent
Fréttamynd

Búrka-stríð í Danmörku

Danski þjóðarflokkurinn er æfur yfir því að opinbert fé skuli notað til þess að borga dagmömmu sem klæðist búrka. Búrka er klæðnaður múslimakvenna, sem hylur þær frá toppi til táar, og einnig andlitið. Talsmaður þjóðarflokksins segir það engu máli skipta að fjölskyldan sem réði dagmömmuna er islamstrúar.

Erlent
Fréttamynd

Evrópusambandið sendir nefnd til Moskvu

Evrópusambandið ætlar sér að senda sendinefnd til Moskvu til þess að ræða ástandið í málefnum Eistlands og Rússlands. Mikil mótmæli hafa verið fyrir utan eistneska sendiráðið í Moskvu undanfarna daga vegna minnismerkis sem Eistar ætla sér færa.

Erlent
Fréttamynd

Alþjóðastríðsglæpadómstólinn ákærir vegna Darfúr-héraðs

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur tveimur mönnum sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi í Darfúr-héraði Súdan. Mennirnir tveir eru Ahmed Haroun, fyrrum innanríkisráðherra Súdan þegar átökin stóðu sem hæst, og herforingi vígamanna, Ali Muhammad Ali Abd-al-Rahman, einnig þekktur sem Ali Kushayb. Súdanir hafa þegar neitað að láta mennina tvo af hendi.

Erlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu

Atvinnuleysi mældist 7,2 prósent á evrusvæðinu í marsmánuði. Þetta er 0,1 prósentustiga samdráttur á milli ára, samkvæmt nýlegum upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Mesta atvinnuleysið innan Evrópusambandsins mældist í Póllandi, eða 11,4 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Barnamyndir skiluðu vel í kassann

Bandaríska afþreyingafyrirtækið Dreamworks skilaði góðum hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Aukningin felst í góðri sölu á DVD-mynddiskum með barnamyndum á borð ðvið Over the Hedge og fleiri myndum. Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen stofnuðu fyrirtækið fyrir 13 árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dýr mundu jakkafötin öll

Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari.

Erlent