Erlent

Fagna kosningum í Tyrklandi

Erdogan tilkynnir um kosningarnar í dag.
Erdogan tilkynnir um kosningarnar í dag. MYND/AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í dag tillögu stjórnarflokksins í Tyrklandi um að boða til kosninga til þess að létta á spennu í þjóðfélaginu. Mikil spenna hefur myndast á milli stjórnarliða, sem eru margir múslimar og þeirra sem eru í stjórnarandstöðu og vilja skilja á milli trúar og ríkis.

Framkvæmdastjórnin sagði einnig í yfirlýsingu sinni að allir aðilar yrðu að virða niðurstöðu stjórnarskrárdómstólsins sem ógilti forsetakosningarnar í þinginu. Forsætisráðherra landsins hefur opinberlega gagnrýnt niðurstöðu dómstólsins.

Kosningarnar verða haldnar 24. júní eða fyrsta júlí næstkomandi.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×