Erlent

Ráðist að sendiherra Eista

Guðjón Helgason skrifar

Eistnesku ræðismannsskrifstofunni í Moskvu var lokað í dag um óákveðinn tíma eftir að hópur rússneskra ungmenna gerði aðsúg að eistneska sendiherranum í Rússlandi í dag. Lífverðir sendiherrans notuðu piparúða til að dreifa mannfjöldanum og forða sendiherranum.

Eistar og Rússar hafa deilt hart á opinberum vettvangi síðan í síðustu viku eða frá því eistneskir ráðamenn létu færa til minnismerki um fallna hermenn sem var í miðborg Tallinn. Rússnesk yfirvöld hafa sagt tilfærsluna móðgun við Rússa og hótað að slíta stjórnmálasambandi við Eista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×