E.coli á Efstadal II Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ Innlent 28.10.2024 19:41 Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ Innlent 27.10.2024 21:11 Mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur Stofnunin mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur sínar þar sem lágþrýstiþvottur sé æskilegri. Slíkur þvottur myndar ekki úða og óhreinindi dreifast síður. Innlent 21.8.2019 11:12 Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Innlent 21.8.2019 09:10 Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. Innlent 16.8.2019 12:06 Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. Innlent 7.8.2019 02:01 Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs Innlent 6.8.2019 17:53 Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Innlent 4.8.2019 18:48 Ísframleiðsla í Efstadal heimiluð að nýju Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gert úttekt á ferðamannastaðnum og heimilað að framleiðsla íss hefjist á nýjan leik. Innlent 1.8.2019 23:14 E. coli-faraldrinum vonandi að ljúka Enginn hefur greinst með E. coli-sýkingu á landinu síðan 19. júlí síðastliðinn. Innlent 26.7.2019 14:00 Engin ný tilfelli af E. coli Engin ný tilfelli af E. coli greindust í dag þegar saursýni frá fimmtán einstaklingum voru rannsökuð með tilliti E. coli-sýkinga. Innlent 22.7.2019 14:06 Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið Sterkur grunur leikur á því að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Innlent 19.7.2019 18:10 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. Innlent 19.7.2019 17:01 Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. Innlent 19.7.2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. Innlent 19.7.2019 12:13 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. Innlent 17.7.2019 15:35 Ekkert barn á spítala vegna E. coli-sýkingar Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins vegna E. coli-sýkingar og þá hefur ekkert nýtt E. coli-tilfelli greinst í dag. Innlent 16.7.2019 15:52 Nítján börn greind með E. coli-sýkingu Í dag var staðfest E.coli STEC sýking hjá tveimur börnum en alls voru 37 sýni rannsökuð með tilliti til STEC í dag. Innlent 15.7.2019 15:19 Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Innlent 13.7.2019 12:17 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. Innlent 12.7.2019 19:26 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. Innlent 12.7.2019 15:27 Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. Innlent 11.7.2019 16:06 Staðfestum E. coli smitum ekki fjölgað síðan í gær Smitin eru alls tólf talsins en verið er að rannsaka nokkur sýni. Innlent 11.7.2019 12:22 Tilfellin orðin tólf Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Innlent 10.7.2019 16:23 Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Innlent 10.7.2019 12:11 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. Innlent 10.7.2019 11:53 Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. Innlent 10.7.2019 11:15 Börnin snertu ekki öll kálfana Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki. Innlent 10.7.2019 02:05 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. Innlent 9.7.2019 18:12 Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. Innlent 9.7.2019 14:42 « ‹ 1 2 ›
Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ Innlent 28.10.2024 19:41
Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ Innlent 27.10.2024 21:11
Mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur Stofnunin mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur sínar þar sem lágþrýstiþvottur sé æskilegri. Slíkur þvottur myndar ekki úða og óhreinindi dreifast síður. Innlent 21.8.2019 11:12
Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Innlent 21.8.2019 09:10
Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. Innlent 16.8.2019 12:06
Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. Innlent 7.8.2019 02:01
Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs Innlent 6.8.2019 17:53
Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Innlent 4.8.2019 18:48
Ísframleiðsla í Efstadal heimiluð að nýju Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gert úttekt á ferðamannastaðnum og heimilað að framleiðsla íss hefjist á nýjan leik. Innlent 1.8.2019 23:14
E. coli-faraldrinum vonandi að ljúka Enginn hefur greinst með E. coli-sýkingu á landinu síðan 19. júlí síðastliðinn. Innlent 26.7.2019 14:00
Engin ný tilfelli af E. coli Engin ný tilfelli af E. coli greindust í dag þegar saursýni frá fimmtán einstaklingum voru rannsökuð með tilliti E. coli-sýkinga. Innlent 22.7.2019 14:06
Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið Sterkur grunur leikur á því að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Innlent 19.7.2019 18:10
Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. Innlent 19.7.2019 17:01
Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. Innlent 19.7.2019 14:34
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. Innlent 19.7.2019 12:13
Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. Innlent 17.7.2019 15:35
Ekkert barn á spítala vegna E. coli-sýkingar Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins vegna E. coli-sýkingar og þá hefur ekkert nýtt E. coli-tilfelli greinst í dag. Innlent 16.7.2019 15:52
Nítján börn greind með E. coli-sýkingu Í dag var staðfest E.coli STEC sýking hjá tveimur börnum en alls voru 37 sýni rannsökuð með tilliti til STEC í dag. Innlent 15.7.2019 15:19
Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Innlent 13.7.2019 12:17
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. Innlent 12.7.2019 19:26
Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. Innlent 12.7.2019 15:27
Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. Innlent 11.7.2019 16:06
Staðfestum E. coli smitum ekki fjölgað síðan í gær Smitin eru alls tólf talsins en verið er að rannsaka nokkur sýni. Innlent 11.7.2019 12:22
Tilfellin orðin tólf Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Innlent 10.7.2019 16:23
Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Innlent 10.7.2019 12:11
Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. Innlent 10.7.2019 11:53
Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. Innlent 10.7.2019 11:15
Börnin snertu ekki öll kálfana Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki. Innlent 10.7.2019 02:05
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. Innlent 9.7.2019 18:12
Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. Innlent 9.7.2019 14:42
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent