Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. ágúst 2019 18:48 Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu. „Þetta voru rosaleg krampaköst. Að horfa upp á barnið sitt svona, það á engin að þurfa að ganga í gegn um þetta. Við verðum að læra af þessu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Þriggja ára dóttir Áslaugar, Aníta, er ein af þeim nítján börnum sem greindust með E.coli bakteríuna í sumar. Talið er að öll hafi þau smitast á bænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð en ekki er komið á hreint hvort það sé vegna snertingar við kálfa á staðnum eða vegna íss sem þar er seldur. Aníta heimsótti bæinn um miðjan júní en þær mæðgur voru í útilegu á svæðinu. Nýrun á Anítu biluðu og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi þar sem hún hlaut sjaldgæfa lífshættulega eitrun af völdum E.coli. Sama dag og Aníta fékk einkennin dó tveggja ára drengur í San Digeo í Bandaríkjunum vegna eitrunarinnar. „Það var hátíð þar. Þar urðu fjögur smit og það var öllu lokað þar,“ segir Áslaug Hún er gagnrýnin á bænum hafi ekki verið lokað þann 1. júlí, um leið og í ljós kom að tvö börn hefðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug. Ekki var gripið til aðgerða á bænum fyrr en 4. júlí. Þær fólust meðal annars aðgengi að kálfunum var lokað. Tveir smituðust eftir þann tíma og var þá gripið til frekari aðgerða og var sala íss stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun höfðu verið framkvæmd. Áslaug segir nauðsynlegt að herða reglur um aðskilnað dýra og matvælaframleiðslu. Auk þess þurfi heilbrigðiseftirlitið að auka við eftirlit á slíkum stöðum og komi oftar á staðinn og taki sýni en hún hafi fengið upplýsingar um að heilbrigðiseftirlitið kæmi einu sinni á ári. Aníta er nú á batavegi. Enn er þó ekki hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg. Það verður tíminn að leiða í ljós. „Það verður bara að verða vakning. ég held að þetta sé alveg komið til að vera þessi tegund af ecoli og getur blossað upp hvenær sem er. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þessi börn eru búin að ganga í gegn um. Þetta er rosalegt. þessi börn eru algjörar hetur, segir Áslaug. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu. „Þetta voru rosaleg krampaköst. Að horfa upp á barnið sitt svona, það á engin að þurfa að ganga í gegn um þetta. Við verðum að læra af þessu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Þriggja ára dóttir Áslaugar, Aníta, er ein af þeim nítján börnum sem greindust með E.coli bakteríuna í sumar. Talið er að öll hafi þau smitast á bænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð en ekki er komið á hreint hvort það sé vegna snertingar við kálfa á staðnum eða vegna íss sem þar er seldur. Aníta heimsótti bæinn um miðjan júní en þær mæðgur voru í útilegu á svæðinu. Nýrun á Anítu biluðu og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi þar sem hún hlaut sjaldgæfa lífshættulega eitrun af völdum E.coli. Sama dag og Aníta fékk einkennin dó tveggja ára drengur í San Digeo í Bandaríkjunum vegna eitrunarinnar. „Það var hátíð þar. Þar urðu fjögur smit og það var öllu lokað þar,“ segir Áslaug Hún er gagnrýnin á bænum hafi ekki verið lokað þann 1. júlí, um leið og í ljós kom að tvö börn hefðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug. Ekki var gripið til aðgerða á bænum fyrr en 4. júlí. Þær fólust meðal annars aðgengi að kálfunum var lokað. Tveir smituðust eftir þann tíma og var þá gripið til frekari aðgerða og var sala íss stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun höfðu verið framkvæmd. Áslaug segir nauðsynlegt að herða reglur um aðskilnað dýra og matvælaframleiðslu. Auk þess þurfi heilbrigðiseftirlitið að auka við eftirlit á slíkum stöðum og komi oftar á staðinn og taki sýni en hún hafi fengið upplýsingar um að heilbrigðiseftirlitið kæmi einu sinni á ári. Aníta er nú á batavegi. Enn er þó ekki hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg. Það verður tíminn að leiða í ljós. „Það verður bara að verða vakning. ég held að þetta sé alveg komið til að vera þessi tegund af ecoli og getur blossað upp hvenær sem er. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þessi börn eru búin að ganga í gegn um. Þetta er rosalegt. þessi börn eru algjörar hetur, segir Áslaug.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent