Erlendar

Fréttamynd

Sonko áhyggjufullur vegna morðhótana

Ibrahima Sonko, félagi Ívars Ingimarssonar í vörn Reading í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið morðhótanir frá stuðningsmönnum Chelsea allt frá því að hann lenti í samstuði við markvörðinn Carlo Cudicini í leik liðanna í október sl. Sonko kveðst ekki standa á sama um hótanirnar, en liðin eigast við að nýju annan í jólum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Benitez: Crouch verður ekki seldur

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Peter Crouch verði ekki seldur frá félaginu í janúar, en hinn hávaxni framherji hefur þráfaldlega verið orðaður við sölu frá Liverpool upp á síðkastið, eftir að hann missti byrjunarliðssæti sitt í hendur Craig Bellamy.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjö leikmenn Sheffield Utd. á sölulista

Sjö leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Sheffield United hafa verið settir á sölulista af knattspyrnustjóra liðsins Neil Warnock, sem virðist hafa fengið þau skilaboð að hann fái sjálfur lítinn pening til leikmannakaupa í janúar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Woodgate er óákveðinn með framtíðina

Jonathan Woodgate, varnarmaður hjá Middlesbrough, segist enn eiga eftir að sanna sig hjá Real Madrid og þess vegna vilji hann ekki útiloka þann möguleika að snúa aftur til spænska liðsins fyrir næsta tímabil. Woodgate verður í láni Middlesbrough út tímabilið og vilja forráðamenn enska félagsins ólmir festa kaup á varnarmanninum eftir þann tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Owen yrði mikill bónus

Ef Michael Owen myndi spila með Newcastle á þessari leiktíð yrði það “ótrúlegur bónus” að sögn Glenn Roeder, stjóra liðsins. Roeder segir þó afar litlar líkur á að sú verði raunin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Wenger verður pirraður

William Gallas, varnarmaður Arsenal, segir að slæm úrslit Arsenal í síðustu leikjum sínum fari í pirrurnar á stjóra liðsins, Arsene Wenger. Gallas segir að leikmenn liðsins verði að líta í eigin barm.

Enski boltinn
Fréttamynd

Borgar stjórnarformaðurinn úr eigin vasa?

Ljóst þykir að það verður mikið kapphlaup um Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea þegar leikmannamarkaðurinn opnast að nýju í janúar, fari svo að Chelsea ákveði að hlusta á tilboð í vængmanninn. Mörg lið hafa lýst yfir áhuga á Wright-Phillips og í morgun lýsti Stuart Pearce, stjóri Man. City, því yfir að stjórnarformaður félagsins gæti hugsanlega boðið í leikmanninn með eigin pening.

Enski boltinn
Fréttamynd

Það þurfa fleiri en Drogba að skora

Steve Clarke, aðstoðarþjálfari Chelsea, segir að Didier Drogba verði að fá meiri hjálp frá samherjum sínum við að skora mörk fyrir liðið. Drogba hefur farið á kostum á undanförnu og skorað ófá sigurmörkin fyrir Chelsea. Ljóst þykir að Clarke var fyrst og fremst að beina orðum sínum til Andrei Shevchenko.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hleb segist loksins hafa aðlagast

Hvít-Rússinn Alexander Hleb hjá Arsenal kveðst mjög ánægður með hvernig hans mál eru að þróast hjá Arsenal. Hleb segir að það hafi tekið langan tíma að aðlagast lífinu og fótboltanum í Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Murray getur orðið sá besti

Sænska tennisgoðsögnin Björn Borg telur að Andy Murray sé sá eini sem getur skákað Roger Federer á næsta ári í tennisheiminum. Borg, fimmfaldur sigurvegari á Wimbledon mótinu telur einnig að hinn 19 ára gamli Murray geti orðið besti tenniskappi heimsins áður en langt um líður. Murray og Rafael Nadal voru þeir einu sem náðu að leggja Federer af velli á árinu 2006.

Sport
Fréttamynd

Mourinho hvílir lykilmenn

Leikur Newcastle og Chelsea er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 19:45, en athygli vekur að Jose Mourinho hefur ákveðið að hvíla marga af lykilmönnum sínum í leiknum í kvöld. Þeir Frank Lampard, Ashley Cole, Michael Ballack og Didier Drogba sitja allir á bekknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Cassano og Diarra settir út úr hópnum

Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra og sóknarmaðurinn Antonio Cassano voru báðir settir út úr leikmannahópi Real Madrid fyrir leikinn gegn Recreativo sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Sjónvarpsupptökur náðust af leikmönnunum um helgina þar sem þeir gagnrýndu þjálfara sinn Fabio Capello.

Fótbolti
Fréttamynd

17 leikmannaskipti rannsökuð frekar

Lord Stevens tilkynnti á blaðamannafundi í dag að 17 af þeim 362 leikmannaskiptum sem rannsökuð hafa verið í spillingarmálinu í enska boltanum verði rannsökuð enn frekar. Lítið markvert kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var vegna þessa í dag, en þar lýsti Stevens yfir óánægju sinni með óliðlegheit nokkurra stórra umboðsmanna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gat ekki neitað United

Sænski framherjinn Henrik Larsson segir að þegar sér hafi boðist tilboð um að ganga í raðir Manchester Unted sem lánsmaður hafi hann einfaldlega ekki getað sagt nei við svona stórt félag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Saha framlengir við Man Utd

Franski framherjinn Louis Saha hefur framlengt samning sinn við Manchester United til ársins 2010. Franski landsliðsmaðurinn er 28 ára gamall og gekk í raðir félagsins árið 2004 fyrir 12,8 milljónir punda. Hann hefur skoraði 12 mörk það sem af er leiktíðinni og er óðum að ná fyrra formi eftir erfiða baráttu við meiðsli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bikarleiknum frestað fram til 9. janúar

Stórleik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum hefur verið frestað fram til 9. janúar eftir að hann gat ekki farið fram á Anfield í gærkvöldi vegna svartaþoku. Það vekur athygli að það verður annar leikur liðanna á þremur dögum, því þau mætast einnig í þriðju umferð enska bikarsins. Leikur Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum verður í beinni á Sýn í kvöld klukkan 19:35.

Enski boltinn
Fréttamynd

Niðurstöður úr spillingarmálinu birtar í dag

Lord Stevens, maðurinn sem rannsakaði meinta spillingu í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttar sem sýndur var í breska sjónvarpinu í sumar, mun í dag afhjúpa skýrslu um ítarlega rannsókn sína í dag. Þar kemur í ljós hvort stjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa gerst sekir um að taka við mótugreiðslum frá umboðsmönnum leikmanna og ljóst að mikið fjaðrafok verður í deildinni ef einhverjir verða fundnir sekir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mourinho biðst afsökunar

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, baðst í dag afsökunar á ummælum sem hann lét falla um framherjann Andy Johnson hjá Everton um síðustu helgi, þegar hann hélt því fram að leikmaðurinn hefði reynt að fiska vítaspyrnu í leiknum. Forráðamenn Everton tóku afsökunarbeiðninni vel og segja málið úr sögunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Félagsmet hjá Phoenix

Phoenix Suns vann í nótt 15. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann auðveldan sigur á Toronto Raptors á heimavelli sínum 115-98. Chicago Bulls tók á móti LA Lakers og vann 94-89.

Körfubolti
Fréttamynd

Alfreð velur 19 manna æfingahóp

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari valdi í dag 19 manna æfingahóp fyrir lokaundirbúininginn fyrir HM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næsta mánuði. 16 þessara leikmanna munu svo mynda HM hóp Íslands. Af þessum 19 leikmönnum leika fjórir hérlendis.

Handbolti
Fréttamynd

Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool

Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ótrúlegur sigur Wycombe á Charlton

Þriðjudeildarlið Wycombe Wanderers gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Charlton út úr enska deildarbikarnum í kvöld með 1-0 sigri á heimavelli Charlton, The Valley. Þetta eru sannarlega ótrúleg úrslit, en þrjár deildir skilja þessi tvö lið að. Wycombe er því komið í undanúrslit keppninnar en Charlton er í bullandi vandræðum í deildinni. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Charlton í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chicago - LA Lakers í beinni í nótt

Leikur Chicago Bulls og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. Þetta verður væntanlega hörkuleikur milli þessara gömlu stórliða, en bæði lið hafa verið á ágætu róli undanfarið.

Körfubolti
Fréttamynd

Allen Iverson fer til Denver

Skorarinn Allen Iverson sem leikið hefur með Philadelphia 76ers síðasta áratug er á leið til Denver Nuggets í skiptum fyrir Andre Miller, Joe Smith og valrétti Denver liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Skiptin hafa ekki verið staðfest formlega en líklega verður gengið frá lausum endum síðar í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Liverpool - Arsenal frestað

Leik Liverpool og Arsenal sem fara átti fram í enska deildarbikarnum í kvöld hefur verið frestað vegna þoku. Leikur Charlton og Wycombe verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn þess í stað og hefst nú klukkan 20. Hermann Hreiðarsson er ekki í liði Charlton að þessu sinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Minningarathöfn um leikmenn Juventus

Í dag var haldin sérstök minningarathöfn um leikmennina ungu sem drukknuðu við æfingasvæði Juventus um helgina. Leikmennirnir tveir drukknuðu í vatni við æfingasvæðið og er málið enn í rannsókn, enda voru tildrög þessa nöturlega atburðar nokkuð furðuleg. Leikmennirnir hétu Riccardo Neri og Alessio Ferramosca.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil þoka í Liverpool

Óvíst er hvort leikur Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum geti farið fram vegna mikillar þoku sem nú er í borginni. Aðstæður verða kannaðar á ný í kring um klukkan 18 og þá verður ákveðið hvort leikurinn fer fram eða hvort honum verður frestað.

Enski boltinn
Fréttamynd

McCulloch fær þriggja leikja bann

Lee McCulloch, leikmaður Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur gengist við ákæru aganefndar knattspyrnusambandsins og mun því taka út þriggja leikja keppnisbann fyrir að kýla Chris Morgan, fyrirliða Sheffield United, í leik liðanna á dögunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Valencia - Mallorca í beinni á Sýn Extra í kvöld

Leikur Valencia og Mallorca í spænska boltanum verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 19:55 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur á Sýn að loknum leik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum. Annað kvöld verður svo leikur Real Madrid og Recreativo í beinni á Sýn Extra á sama tíma og leikur Newcastle og Chelsea í deildarbikarnum á Englandi sýndur beint á Sýn.

Fótbolti