Enski boltinn

Sjö leikmenn Sheffield Utd. á sölulista

Neil Warnock, stjóra Sheffield Utd., er mikið í mun að losa sig við leikmenn svo hann fái sjálfur fjárráð til að styrkja lið sitt.
Neil Warnock, stjóra Sheffield Utd., er mikið í mun að losa sig við leikmenn svo hann fái sjálfur fjárráð til að styrkja lið sitt. MYND/Getty

Sjö leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Sheffield United hafa verið settir á sölulista af knattspyrnustjóra liðsins Neil Warnock, sem virðist hafa fengið þau skilaboð að hann fái sjálfur lítinn pening til leikmannakaupa í janúar.

Warnock ætlar því að freista þess að ná að selja einhverja af leikmönnunum sjö og fá þannig einhvern aur sem hann getur síðan notað til að kaupa leikmenn sem hann telur nýtast sínu liði betur.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Paul Ifill, Steven Kabba, Geoff Horsfield, Chris Lucketti, Alan Wright, Neil Shipperley og David Unsworth. Þá verður Li Tie lánaður til liðs sem hefur áhuga á kröftum hans í óákveðin tíma, en hann er að jafna sig af erfiðum meiðslum.

"Allt eru þetta reyndir leikmenn sem ættu að geta styrkt til að mynda öll lið í 1. deildinni. Þeir eru til sölu og við erum líka opnir fyrir því að lána þá," sagði Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×