Sport

Íþróttamenn eru meðhöndlaðir eins og glæpamenn

Rafael Nadal er orðinn leiður á endalausum lyfjaprófum
Rafael Nadal er orðinn leiður á endalausum lyfjaprófum NordicPhotos/GettyImages

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal segir að íþróttamenn séu höndlaðir eins og glæpamenn í kjölfar þess að hann var tekinn í enn eitt lyfjaprófið á árinu um síðustu helgi og það á heimili sínu.

"Ég hef ekkert á móti lyfjaprófum, en lyfjaeftirlitið fer með íþróttamenn eins og þeir séu glæpamenn. Það verður bara að fara að endurskoða þessi mál eitthvað, því ekki verð ég var við það að stjórnmálamenn séu ítrekað teknir í lyfjapróf. Ég hef farið í 16 eða 17 lyfjapróf á árinu og nú síðast á heimili mínu um síðustu helgi. Ég er bara einn íþróttamaður og hef ekkert á móti lyfjaeftirliti - en þetta er að verða út í hött," sagði Nadal, sem er annar stigahæsti tennisleikari heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×