Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking

Fréttamynd

Niðurbrotin þrátt fyrir silfur á ÓL: Ég hata þessa íþrótt

Öll athyglin var á hinni fimmtán ára gömlu skautadrottningu Kamilu Valievu eftir að æfingar hennar á Vetararólympíuleikunum í gær gengu ekki jafn vel og vonir stóðu til. en hún missti þar með af verðlaunapalli. Á bak við hana sáu glöggir sjónvarpsáhorfendur aftur á móti silfurstúlkuna í keppninni niðurbrotna.

Sport
Fréttamynd

Martröð bandarísku stjörnunnar hættir ekki

Bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin féll í þriðja sinn úr keppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í dag og segist einfaldlega ekki geta gert sér í hugarlund hvað það er sem veldur.

Sport
Fréttamynd

Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi

Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi.

Sport
Fréttamynd

„Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“

Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Snorri og Ísak í nítjánda sæti

Snorri Einarsson og Ísak Stianson Pedersen höfnuðu í 10. sæti í sínum riðli í undanúrslitum liðakeppninnar í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Þeir komust því ekki áfram.

Sport
Fréttamynd

Stutt gaman hjá Sturlu

Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt.

Sport
Fréttamynd

Engin fær að taka við verðlaunum ef Valieva vinnur

Framkvæmdastjórn alþjóða ólympíunefndarinnar hefur ákveðið að hafa enga verðlaunaathöfn í listhlaupi á skautum fari svo að hin 15 ára gamla Kamila Valieva endi í einu af efstu þremur sætunum í einstaklingskeppninni.

Sport
Fréttamynd

Sturla Snær keppir ekki í nótt

Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig.

Sport