Innlendar Valur á toppinn Valsmenn skelltu sér á toppinn í DHL-deild karla í kvöld með góðum sigri á Fram í Laugardalshöllinni 27-24, eftir að staðan hafði verið 12-13 í hálfleik. ÍBV og KA skyldu jöfn 32-32 í Eyjum, en leik Hauka og Stjörnunnar lauk einnig með jafntefli, 28-28. Sport 16.11.2005 21:23 Valur tekur á móti Fram Það verður sannkallaður toppslagur í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í kvöld, þegar Valur tekur á móti Fram í Laugardalshöllinni. Fram er í toppsæti deildarinnar með 14 stig, en Valur kemur næst með 12 stig. ÍBV tekur á móti KA í Eyjum og þá leika Haukar og Stjarnan á Ásvöllum klukkan 20, en hinir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 16.11.2005 18:26 Dregið í 8-liða úrslit í dag Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik. Í karlaflokki mætast Fram og Fylkir, Þór og Stjarnan, HK og Haukar og svo FH og ÍBV. Leikirnir fara fram 6. og 7. desember. Í kvennaflokki mætast Valur og Fram, FH og Haukar, HK og ÍBV og svo bikarmeistarar Stjörnunar og Grótta. Kvennaleikirnir fara fram um miðjan janúar. Sport 16.11.2005 17:02 Þór sigraði KR Þórsarar unnu góðan sigur á KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta karla í kvöld 62-57, en leiknum hafði áður verið frestað vegna leka í þaki íþróttahússins fyrir norðan. Sport 15.11.2005 21:28 Hanna Stefánsdóttir skorað mest Haukastúlkan Hanna G. Stefánsdóttir hefur skoraði langflest mörk allra leikmanna fyrir áramótin í DHL-deild kvenna í vetur, eða 65 mörk í 7 leikjum. Það gera 9,3 mörk að meðaltali í leik, sem er frábær árangur. Sport 15.11.2005 17:49 Þór tekur á móti KR á Akureyri Leikur Þórs og KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sem fara átti fram um helgina, verður á dagskrá klukkan 19:15 í kvöld. Fresta þurfti leiknum vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri, en nú hefur það verið lagað og því getur leikurinn farið fram í kvöld. Sport 15.11.2005 17:08 KA mætir Steua Bukarest Í dag var dregið í 16-liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta og KA-menn mæta þar liði Steua Bukarest frá Rúmeníu. Fyrri leikur liðanna verður á Akureyri 3. eða 4. desember, en síðari leikurinn viku síðar ytra. Sport 15.11.2005 13:34 Ólafur Kristjánsson gagnrýnir KSÍ Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Sport 13.11.2005 20:36 Eradze frá keppni í rúma viku Meiðslin sem markvörður Stjörnunnar, Roland Valur Eradze, varð fyrir í leiknum gegn Val í 16-liða úrslitum SS-bikars karla í síðustu viku reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en hann mun vera frá í rúma viku. Sport 13.11.2005 20:36 Atvinnumennska innan fimm ára Teitur Þórðarson þjálfari KR segir framtíðina á Íslandi aðeins stefna í eitt miðað við aðstöðu og peningana sem komnir eru í íslenska boltann. Sport 13.11.2005 20:36 Aftur frestun vegna leka Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins. Sport 13.11.2005 20:36 Njarðvík með fullt hús stiga Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94. Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109 og í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti. Sport 13.11.2005 22:09 Haukar úr leik í Evrópu Haukar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta í ár. Þeim mistókst að ná þriðja sæti síns riðils þegar þeir töpuðu fyrir ítalska liðinu Torggler Meran, 31-27 í Ítalíu í Meistaradeildinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 17-12 fyrir ítalska liðið. Sport 13.11.2005 18:52 Valsmenn úr leik Valsmenn er úr leik í EHF-keppni karla í handbolta þrátt fyrir tveggja marka sigur á sænska liðið Skövde í Laugardalshöll í dag, 24-22. Þetta var síðari leikur liðanna en Svíarnir unnu fyrri leikinn ytra um síðustu helgi 35-28. Baldvin Þorsteinsson og Mohamed Loutoufi voru markahæstir Valsmanna í dag með 5 mörk hvor. Pálmar Pétursson markvörður Vals varði 19 skot í leiknum í dag. Sport 13.11.2005 18:16 Leik Þórs og KR frestað vegna leka Leik Þórs Akureyri og KR sem fram átti að fara í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn hefur verið settur á á þriðjudagskvöldið 15. nóvember nk. kl. 19:15. Fimm leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Sport 13.11.2005 17:34 Birgir Leifur 3 höggum frá því að komast áfram Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 98.-106. sæti og er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem lauk á San Roque vellinum á Spáni nú undir kvöldið. Birgir lauk keppni um hádegisbil á samtals 12 yfir pari en aðeins munaði þó þremur höggum frá því að hann kæmist áfram. Sport 13.11.2005 17:14 Ísland mætir Hollandi í apríl Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006. Sport 12.11.2005 14:17 Eiður og Duff á klakanum Vísir.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen og Damien Duff, leikmenn Chelsea, séu nú staddir í Reykjavík. Ekki er vitað hvort fleiri leikmenn Chelsea séu staddir á landinu með Eiði en þeir félagar munu samkvæmt okkar heimildum hafa í hyggju að vera viðstaddir Galafrumsýningu í kvöld á nýju Eli Roth og Quentin Tarantino kvikmyndinni Hostel, sem Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur aðalhlutverkið í. Sport 12.11.2005 16:07 KR-FH í 1. umferð Íslandsmeistarar FH heimsækja KR í Frostaskjól í 1. umferð Landsbankadeildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð landsleilda 2006 nú í dag. Í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna hefja Blikastúlkur titilvörn sína með því að leika við KR. Sport 12.11.2005 15:04 Fjölmiðlamenn ráku þjálfara Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu karla segir að ýmsir blaðamenn hafi óbeint með skrifum sínum rekið knattspyrnuþjálfara úr störfum sínum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta sagði Ólafur í ræðu á formannafundi allra aðildarfélaga KSÍ sem fram fór á Hótel Nordica í morgun. Sport 12.11.2005 13:15 Dregið í töfluraðir í dag Í dag kl. 13 verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 í fótbolta en þá skýrist hvaða félög mætast í einstökum umferðum viðkomandi móts. Drátturinn er fyrir Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla og fer hann fram á Hótel Nordica. Niðurstöður dráttarins ættu að liggja fyrir um miðjan daginn í dag. Sport 12.11.2005 12:48 Tveir leikir á dagskrá í kvöld Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Selfossi í Árbænum og í Kaplakrika taka FHingar á móti ÍR. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15. Sport 11.11.2005 17:17 Lék á þremur yfir pari í dag Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi á þremur höggum yfir pari í dag og er því samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Birgir er í 84.-97. sæti á mótinu sem fer fram á Spáni, en aðeins þrjátíu fyrstu kylfingarnir komast á Evrópumótaröðina á næsta ári. Sport 11.11.2005 16:28 Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss Fimm leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss 108-68, Fjölnir sigraði ÍR 98-74, Skallagrímur vann Þór 91-65, Grindavík vann Snæfell 95-90 og KR sigraði Hauka 99-80. Leik Hattar og Keflavíkur var frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Sport 10.11.2005 20:59 Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar ÍR eru úr leik í SS-bikarnum í handbolta, en íR-ingar töpuðu fyrir Fylki í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld 31-28. HK vann Aftureldingu 28-23, Aðallið FH sigraði FH Elítuna 31-28 og Fram valtaði yfir FH B 48-14. Sport 8.11.2005 21:56 Þórarinn til Keflavíkur Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Kristjánsson mun að öllum líkindum skrifa undir samning við uppeldisfélag sitt, Keflavík, í vikunni. Þórarinn hefur verið í viðræðum vð Grindavík og Keflavík síðustu vikur en Grindvíkingar hafa slitið viðræðunum þar sem þeir sáu sér ekki fært að mæta launakröfum Þórarins sem ku vera í hærri kantinum. Sport 7.11.2005 10:03 Afturelding sigraði í Eyjum Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga. Sport 6.11.2005 20:32 Benedikt setti heimsmet Kraftlyftingamaðurinn Benedikt Magnússon stóð við stóru orðin þegar hann keppti á Evrópumótinu í Finnlandi í dag og setti glæsilegt heimsmet í réttstöðulyftu, með því að lyfta 440 kílóum. Hann átti svo góða tilraun við 455, en hársbreidd vantaði uppá að sú lyfta færi upp. Sport 6.11.2005 18:14 Birgir Leifur á úrtökumótið Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér í dag keppnisrétt á síðasta úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi, en það fer fram á Spáni í næstu viku. Birgir lauk keppni á úrtökumótinu í Katalóníu í dag á pari og keppir ásamt átta öðrum kylfingum um fjögur síðustu sætin á lokamótinu. Sport 5.11.2005 21:10 Hlynur sá um Stjörnuna Lærisveinar Sigurðar Sveinssonar í Fylki unnu góðan sigur á Stjörnunni í DHL-deild karla í handknattleik í dag 21-19. Markahæstur hjá Fylki var Eymar Kruger með sex mörk, en Patrekur Jóhannesson skoraði 6 fyrir Stjörnuna. Maður leiksins var þó án efa Hlynur Morhens í marki Fylkis, en hann varði 24 skot í leiknum. Sport 5.11.2005 18:55 « ‹ 71 72 73 74 75 ›
Valur á toppinn Valsmenn skelltu sér á toppinn í DHL-deild karla í kvöld með góðum sigri á Fram í Laugardalshöllinni 27-24, eftir að staðan hafði verið 12-13 í hálfleik. ÍBV og KA skyldu jöfn 32-32 í Eyjum, en leik Hauka og Stjörnunnar lauk einnig með jafntefli, 28-28. Sport 16.11.2005 21:23
Valur tekur á móti Fram Það verður sannkallaður toppslagur í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í kvöld, þegar Valur tekur á móti Fram í Laugardalshöllinni. Fram er í toppsæti deildarinnar með 14 stig, en Valur kemur næst með 12 stig. ÍBV tekur á móti KA í Eyjum og þá leika Haukar og Stjarnan á Ásvöllum klukkan 20, en hinir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 16.11.2005 18:26
Dregið í 8-liða úrslit í dag Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik. Í karlaflokki mætast Fram og Fylkir, Þór og Stjarnan, HK og Haukar og svo FH og ÍBV. Leikirnir fara fram 6. og 7. desember. Í kvennaflokki mætast Valur og Fram, FH og Haukar, HK og ÍBV og svo bikarmeistarar Stjörnunar og Grótta. Kvennaleikirnir fara fram um miðjan janúar. Sport 16.11.2005 17:02
Þór sigraði KR Þórsarar unnu góðan sigur á KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta karla í kvöld 62-57, en leiknum hafði áður verið frestað vegna leka í þaki íþróttahússins fyrir norðan. Sport 15.11.2005 21:28
Hanna Stefánsdóttir skorað mest Haukastúlkan Hanna G. Stefánsdóttir hefur skoraði langflest mörk allra leikmanna fyrir áramótin í DHL-deild kvenna í vetur, eða 65 mörk í 7 leikjum. Það gera 9,3 mörk að meðaltali í leik, sem er frábær árangur. Sport 15.11.2005 17:49
Þór tekur á móti KR á Akureyri Leikur Þórs og KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sem fara átti fram um helgina, verður á dagskrá klukkan 19:15 í kvöld. Fresta þurfti leiknum vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri, en nú hefur það verið lagað og því getur leikurinn farið fram í kvöld. Sport 15.11.2005 17:08
KA mætir Steua Bukarest Í dag var dregið í 16-liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta og KA-menn mæta þar liði Steua Bukarest frá Rúmeníu. Fyrri leikur liðanna verður á Akureyri 3. eða 4. desember, en síðari leikurinn viku síðar ytra. Sport 15.11.2005 13:34
Ólafur Kristjánsson gagnrýnir KSÍ Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Sport 13.11.2005 20:36
Eradze frá keppni í rúma viku Meiðslin sem markvörður Stjörnunnar, Roland Valur Eradze, varð fyrir í leiknum gegn Val í 16-liða úrslitum SS-bikars karla í síðustu viku reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en hann mun vera frá í rúma viku. Sport 13.11.2005 20:36
Atvinnumennska innan fimm ára Teitur Þórðarson þjálfari KR segir framtíðina á Íslandi aðeins stefna í eitt miðað við aðstöðu og peningana sem komnir eru í íslenska boltann. Sport 13.11.2005 20:36
Aftur frestun vegna leka Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins. Sport 13.11.2005 20:36
Njarðvík með fullt hús stiga Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94. Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109 og í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti. Sport 13.11.2005 22:09
Haukar úr leik í Evrópu Haukar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta í ár. Þeim mistókst að ná þriðja sæti síns riðils þegar þeir töpuðu fyrir ítalska liðinu Torggler Meran, 31-27 í Ítalíu í Meistaradeildinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 17-12 fyrir ítalska liðið. Sport 13.11.2005 18:52
Valsmenn úr leik Valsmenn er úr leik í EHF-keppni karla í handbolta þrátt fyrir tveggja marka sigur á sænska liðið Skövde í Laugardalshöll í dag, 24-22. Þetta var síðari leikur liðanna en Svíarnir unnu fyrri leikinn ytra um síðustu helgi 35-28. Baldvin Þorsteinsson og Mohamed Loutoufi voru markahæstir Valsmanna í dag með 5 mörk hvor. Pálmar Pétursson markvörður Vals varði 19 skot í leiknum í dag. Sport 13.11.2005 18:16
Leik Þórs og KR frestað vegna leka Leik Þórs Akureyri og KR sem fram átti að fara í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn hefur verið settur á á þriðjudagskvöldið 15. nóvember nk. kl. 19:15. Fimm leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Sport 13.11.2005 17:34
Birgir Leifur 3 höggum frá því að komast áfram Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 98.-106. sæti og er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem lauk á San Roque vellinum á Spáni nú undir kvöldið. Birgir lauk keppni um hádegisbil á samtals 12 yfir pari en aðeins munaði þó þremur höggum frá því að hann kæmist áfram. Sport 13.11.2005 17:14
Ísland mætir Hollandi í apríl Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006. Sport 12.11.2005 14:17
Eiður og Duff á klakanum Vísir.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen og Damien Duff, leikmenn Chelsea, séu nú staddir í Reykjavík. Ekki er vitað hvort fleiri leikmenn Chelsea séu staddir á landinu með Eiði en þeir félagar munu samkvæmt okkar heimildum hafa í hyggju að vera viðstaddir Galafrumsýningu í kvöld á nýju Eli Roth og Quentin Tarantino kvikmyndinni Hostel, sem Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur aðalhlutverkið í. Sport 12.11.2005 16:07
KR-FH í 1. umferð Íslandsmeistarar FH heimsækja KR í Frostaskjól í 1. umferð Landsbankadeildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð landsleilda 2006 nú í dag. Í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna hefja Blikastúlkur titilvörn sína með því að leika við KR. Sport 12.11.2005 15:04
Fjölmiðlamenn ráku þjálfara Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu karla segir að ýmsir blaðamenn hafi óbeint með skrifum sínum rekið knattspyrnuþjálfara úr störfum sínum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta sagði Ólafur í ræðu á formannafundi allra aðildarfélaga KSÍ sem fram fór á Hótel Nordica í morgun. Sport 12.11.2005 13:15
Dregið í töfluraðir í dag Í dag kl. 13 verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 í fótbolta en þá skýrist hvaða félög mætast í einstökum umferðum viðkomandi móts. Drátturinn er fyrir Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla og fer hann fram á Hótel Nordica. Niðurstöður dráttarins ættu að liggja fyrir um miðjan daginn í dag. Sport 12.11.2005 12:48
Tveir leikir á dagskrá í kvöld Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Selfossi í Árbænum og í Kaplakrika taka FHingar á móti ÍR. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15. Sport 11.11.2005 17:17
Lék á þremur yfir pari í dag Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi á þremur höggum yfir pari í dag og er því samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Birgir er í 84.-97. sæti á mótinu sem fer fram á Spáni, en aðeins þrjátíu fyrstu kylfingarnir komast á Evrópumótaröðina á næsta ári. Sport 11.11.2005 16:28
Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss Fimm leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss 108-68, Fjölnir sigraði ÍR 98-74, Skallagrímur vann Þór 91-65, Grindavík vann Snæfell 95-90 og KR sigraði Hauka 99-80. Leik Hattar og Keflavíkur var frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Sport 10.11.2005 20:59
Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar ÍR eru úr leik í SS-bikarnum í handbolta, en íR-ingar töpuðu fyrir Fylki í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld 31-28. HK vann Aftureldingu 28-23, Aðallið FH sigraði FH Elítuna 31-28 og Fram valtaði yfir FH B 48-14. Sport 8.11.2005 21:56
Þórarinn til Keflavíkur Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Kristjánsson mun að öllum líkindum skrifa undir samning við uppeldisfélag sitt, Keflavík, í vikunni. Þórarinn hefur verið í viðræðum vð Grindavík og Keflavík síðustu vikur en Grindvíkingar hafa slitið viðræðunum þar sem þeir sáu sér ekki fært að mæta launakröfum Þórarins sem ku vera í hærri kantinum. Sport 7.11.2005 10:03
Afturelding sigraði í Eyjum Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga. Sport 6.11.2005 20:32
Benedikt setti heimsmet Kraftlyftingamaðurinn Benedikt Magnússon stóð við stóru orðin þegar hann keppti á Evrópumótinu í Finnlandi í dag og setti glæsilegt heimsmet í réttstöðulyftu, með því að lyfta 440 kílóum. Hann átti svo góða tilraun við 455, en hársbreidd vantaði uppá að sú lyfta færi upp. Sport 6.11.2005 18:14
Birgir Leifur á úrtökumótið Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér í dag keppnisrétt á síðasta úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi, en það fer fram á Spáni í næstu viku. Birgir lauk keppni á úrtökumótinu í Katalóníu í dag á pari og keppir ásamt átta öðrum kylfingum um fjögur síðustu sætin á lokamótinu. Sport 5.11.2005 21:10
Hlynur sá um Stjörnuna Lærisveinar Sigurðar Sveinssonar í Fylki unnu góðan sigur á Stjörnunni í DHL-deild karla í handknattleik í dag 21-19. Markahæstur hjá Fylki var Eymar Kruger með sex mörk, en Patrekur Jóhannesson skoraði 6 fyrir Stjörnuna. Maður leiksins var þó án efa Hlynur Morhens í marki Fylkis, en hann varði 24 skot í leiknum. Sport 5.11.2005 18:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent