Íþróttir

Fréttamynd

Alonso á ráspól í Brasilíu

Spænski ökuþórinn Fernando Alonso náði besta tímanum í tímatökum fyrir brasilíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Juan Pablo Montoya náði öðrum besta tímanum, en félagi Alonso hjá Renault, Giancarlo Fisichella kom þriðji.

Sport
Fréttamynd

Vaxa og dafna undir góðri leiðsögn

VISA Europe styður þrjá íslenska skíðamenn til keppni á vetrarólympíuleikunum og íslensku krakkarnir, Dagný Linda Kristjánsdóttir, Kristján Uni Óskarsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir, hittu aðra verðandi Ólympíufara sem og gamla Ólympíumeistara á Ítalíu í vikunni.

Sport
Fréttamynd

McLaren fljótastir á æfingum

Alex Wurz, æfingaökumaður McLaren, náði besta tíma allra á æfingum fyrir Brasilíukappaksturinn sem fram fóru nú áðan. Takuma Sato hjá BAR átti annan besta tímann, en verðandi heimsmeistarinn Fernando Alonso kom næstur þar á eftir.

Sport
Fréttamynd

Kveðjuleikur Erlu

Erla Hendriksdóttir, önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands í knattspyrnu frá upphafi, hefur ákveðið að leggja skóna í hilluna í haust og því verður leikur Íslands gegn Tékkum í undankeppni HM 2007 á laugardag kveðjuleikur Erlu. Hún hefur alls leikið 54 leiki með A landsliði Íslands.  Hún hefur borið fyrirliðabandið í 8 leikjum og skorað 4 mörk.

Sport
Fréttamynd

Björgvin álfumeistari í stórsvigi

Skíðamaðurinn Björgvin Björgvinsson varð í nótt Álfumeistari í stórsvigi, en síðasta keppnin um Ástralíu og Nýja Sjálandsbikarinn, féll niður vegna veðurs. Björgvin fékk samanlagt 240 stig, eða 40 stigum meira en Ástralinn Bradley Wall.

Sport
Fréttamynd

Keppt í Indianapolis 2006

Forráðamenn Indianapolis kappakstursins í Formúlu 1 í Bandaríkjunum ætla ekki að láta hneykslið sem varð á brautinni í ár koma í veg fyrir að keppnin fari fram þar á næsta ári og hafa staðfest að keppni næsta árs fari fram þann 2. júlí næsta sumar, ef Alþjóða Akstursíþróttasambandið gefur grænt ljós á það.

Sport
Fréttamynd

Mál Button frágengið

Ökuþórinn Jenson Button hefur nú formlega fengið sig lausan frá fyrirhuguðum samningi við lið Williams í Formúlu 1, en hann mun sem kunnugt er verða áfram hjá BAR eftir að honum snerist hugur um að fara frá liðinu.

Sport
Fréttamynd

Gunnar H. besti maður vallarins

Í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu náði Djurgarden sex stiga forystu á IFK Gautaborg í gækvöldi. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var besti maður vallarins þegar Halmstad og Elfsborg gerðu 1-1 jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Start mistókst að ná Våleringa

Start mistókst að ná Våleringa að stigum þegar liðið beið lægri hlut fyrir Brann í norsku knattspyrnunni í gær. Kristján Örn Sigurðsson lék með Brann en Ólafur Örn Bjarnason er meiddur.

Sport
Fréttamynd

Peugeot-menn hættir í HM í rallý?

Svo gæti farið að Peugeot-bílaframleiðandinn keppi ekki meira í heimsmeistaramótinu í rallakstri. Breski aðstoðarökumaðurinn Michael Park lést í gærmorgun þegar bíll Eistans Marko Martins ók út af í breska rallinu í Wales.

Sport
Fréttamynd

Button verður áfram hjá BAR

Breski ökuþórinn Jenson Button mun ekki ganga til liðs við Williams í Formúlu eitt á næsta ári eins og til stóð, heldur hefur hann samþykkt að vera áfram hjá BAR liðinu og mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við liðið fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Nadal vann 10. titilinn á árinu

Spánverjinn Rafael Nadal vann í gær 10. titil sinn í tennis á þessu ári þegar hann lagði Argentínumanninn Gullermo Coria að velli á Peking-mótinu. Nadal og Svisslendingurinn Roger Federer hafa haft mikla yfirburði á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Tennis: Rússar sigruðu Frakka

Rússar sigruðu í Federation-bikarkeppninni í tennis eftir æsispennandi úrslitaleik við Frakka. Staðan var jöfn, 1-1, eftir keppni laugardagsins.

Sport
Fréttamynd

Våleringa með 3 stiga forystu

Árni Gautur Arason og félagar í Våleringa í Osló hafa þriggja stiga forystu á Start eftir markalaust jafntefli við Lilleström í gær. Våleringa er með 44 stig en Start, sem mætir Brann í Björgvin í kvöld, getur náð Oslóarliðinu að stigum, takist liðinu að vinna Brann í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Helgi gerði 2 ára samning við Fram

Helgi Sigurðsson hefur gert tveggja ára samning við Fram. Helgi snýr því til síns gamla félags eftir rúman áratug í atvinnumennsku erlendis. Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, segir að Helgi komi til með að leika með Fram í 1. deild, nema ef til þess komi að hann verði lánaður.

Sport
Fréttamynd

Lyon með þriggja stiga forystu

Í Frakklandi hefur Lyon þriggja stiga forystu á Le Mans þegar sjö umferðir eru búnar. Lyon gerði 1-1 jafntefli við Bordeaux um helgina en Le Mans sigraði Sochaux, 2-1. Paris St. Germain mistókst að endurheimta 2. sætið; liðið steinlá 3-0 fyrir St. Etienne.

Sport
Fréttamynd

Rallökumaður lést í Bretlandi

Breskur rallökumaður lést í slysi á lokadegi Bretlandsrallsins í dag. Michael Park, sem var aðstoðarökumaður Eistans Markkos Martins, lést þegar Martin ók bílnum á tré á fimmtándu sérleið keppninnar. Martin slapp ómeiddur úr árekstrinum. Rallið er liður í heimsmótaröð rallökumanna og var síðustu tveimur sérleiðunum aflýst sem og verðlaunaafhendingu vegna andláts Parks.

Sport
Fréttamynd

Loeb í forystu í Wales

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag í Wales-rallinu og hefur 20 sekúndna forskot á Norðmanninn Petter Solberg á Subaru, sem er í öðru sæti. Finnski ökuþórinn Harry Rovanpera á Mitsubitshi er í þriðja sæti og landi hans Marcus Grönholm er í fjórða sæti.

Sport
Fréttamynd

Heidfeld skrifar undir hjá BMW

Hið nýja BMW lið í Formúlu 1 sem hefja mun keppni á næsta ári, hefur tryggt sér samning við fyrsta ökumanninn, en það er Þjóðverjinn Nick Heidfeld sem nú ekur með liði BMW Williams, en leiðir munu skilja hjá BMW og Williams að þessu tímabili loknu.

Sport
Fréttamynd

Hálandaleikarnir á Sýn í kvöld

Þátturinn Kraftasport verður á dagskrá á Sýn klukkan 20:10 í kvöld, en þar verða sýndar myndir frá Hálandaleikunum sem fram fóru á Akranesi um síðustu helgi. Á meðal keppenda á mótinu voru Auðunn Jónsson, Kristinn Óskar Haraldsson, Pétur Guðmundsson og Sæmundur Sæmundsson. Kynnir er hinn eini sanni Hjalti Úrsus Árnason.

Sport
Fréttamynd

Ásbjörn setti heimsmet um helgina

Kraftlyftingamaðurinn ungi Ásbjörn Ólafsson, keppti á Heimsmeistaramóti drengja og unglinga í Fort Wayne í Bandaríkjunum um liðna helgi og setti þar glæsilegt heimsmet í flokki drengja 18 ára og yngri, þegar hann lyfti 205 kílóum í bekkpressu.

Sport
Fréttamynd

10 þúsund sæti á Laugardalsvelli

Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, undirrituðu í morgun samning um uppbyggingu og endurbætur á Laugardalsvelli en áætlaður kostnaður við verkið er einn milljarður og 38 milljónir króna. Eftir breytingarnar mun Laugardalsvöllur rúma 10.000 manns í sæti.

Sport
Fréttamynd

Leiðrétting á frétt um lyftingar

Vísi hefur borist leiðrétting vegna fréttar sem birtist fyrr í kvöld um árangur Ásbjörns Ólafssonar  á HM unglinga um helgina, þegar hann setti meðal annars heimsmet í bekkpressu. Greint var frá því að þetta hefði verið í annað sinn sem Íslendingur setur heimsmet í kraftlyftingum, en það hefur þó gerst oftar.

Sport
Fréttamynd

Stabæk og Sandefjörd efst

Veigar Páll Gunnarsson var í liði Stabæk sem gerði jafntefli við Tönsberg, 1-1, í norsku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Stabæk og Sandefjörd eru efst og jöfn í deildinni með 49 stig.

Sport
Fréttamynd

Árni og félagar á toppnum

Árni Gautur Arason og félagar í Vålerenga eru á toppnum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Vålerenga burstaði Fredrikstad, 4-0, í gær. Þá vann Molde Álasund, 4-1. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund.

Sport
Fréttamynd

Falcons lögðu Eagles

Atlanta Falcons lagði Philadelphia Eagles,14-10, í lokaleik fyrstu umferðar ameríska fótboltans í gærkvöldi, en þessi lið mættust í úrslitum þjóðardeildar á síðustu leiktíð. Leikurinn var mjög grófur og tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, voru reknir út af áður en leikurinn hófst.

Sport
Fréttamynd

Sato þarf til sálfræðings

Heimsmeistarinn Michael Schumacher vandaði japanska ökuþórnum Takuma Sato ekki kveðjurnar eftir að sá síðastnefndi ók á hann í keppninni á Spa um helgina og sagði honum að hann þyrfti að fara til sálfræðings.

Sport
Fréttamynd

Federer sigraði á opna bandaríska

Svisslendingurinn Roger Federer sigraði Andre Agassi í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins í tennis sem fram fór í New York í gærkvöldi. Agassi veitti góða mótspyrnu, en Federer undirstrikaði með sigrinum að hann er besti tennisleikari í heiminum í dag.

Sport
Fréttamynd

Tindastóll féll úr 2. deild

Tindastóll féll í gær úr 2. deild eftir 1-2 ósigur gegn Leiftri/Dalvík sem þegar var fallið. Reynir Sandgerði og Sindri Hornafirði taka sæti þeirra í 2. deild en Reynir tryggði sér sigur í 3. deild með því að vinna Sindra 4-1 í gær.

Sport