Sport

10 þúsund sæti á Laugardalsvelli

Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, undirrituðu í morgun samning um uppbyggingu og endurbætur á Laugardalsvelli en áætlaður kostnaður við verkið er einn milljarður og 38 milljónir króna. Eftir breytingarnar mun Laugardalsvöllur rúma 10.000 manns í sæti. Reykjavíkurborg leggur fram 398 miljónir til viðhalds og endurbóta á eldri mannvirkjum í eigu borgarinnar við völlinn, ríkisvaldið leggur fram 200 miljónir en framlag KSÍ og Alþjóða knattspyrnusambandsins nemur 440 miljónum króna. Áætlað er að framkvæmdum við Laugardalsvöll ljúki í ágúst á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×