Íþróttir Liverpool og Haifa leika í Kænugarði Síðari leikur Liverpool og Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikinn í Kænugarði í Úkraínu vegna þeirrar ólgu sem ríkir í Ísrael um þessar mundir. Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í síðustu viku að leikurinn yrði spilaður á hlutlausum velli og hafa forráðamenn Dynamo Kiev nú boðist til að hýsa leikinn. Fótbolti 14.8.2006 14:46 Lehmann íhugar að fara frá Arsenal Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hefur látið í það skína að hann muni fara frá Arsenal að lokinni komandi leiktíð á Englandi, en hann hefur þegar gefið það út að hann ætli að leggja hanskana á hilluna að loknu Evrópumóti landsliða í Sviss og Austurríki sumarið 2008. Sport 14.8.2006 13:43 Molde vill Ármann Smára Nú fyrir helgi bárust þær fregnir að norska úrvalsdeildarliðið Molde hefði gert Breiðabliki tilboð í framherjann Marel Baldvinsson. Í gær var sagt frá því í norskum fjölmiðlum að Molde hefði einnig augastað á Ármanni Smára Björnssyni, leikmanninum fjölhæfa hjá FH en báðir voru þeir valdir í íslenska landsliðið sem mætir Spáni á morgun. Sport 13.8.2006 18:59 Flensborg og Viggó unnu Viggó Sigurðsson byrjar vel sem þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Flensburg en liðið vann um helgina sigur á æfingamóti í Þýskalandi. Liðið vann fremur óvænt tíu marka sigur á Lemgo í úrslitum og greinilegt að liðið er að standa sig vonum framar undir stjórn Viggós. Sport 13.8.2006 18:59 Ekki öll nótt úti enn Steve McClaren, þjálfari enska landsliðsins, sagðist í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær ekki útiloka það að kalla David Beckham aftur í liðið í framtíðinni. „Það er ekki í verkahring þjálfarans að binda enda á landsliðsferil leikmanna. David segist enn hafa löngun til að spila fyrir England og ég virði það. Aldrei að segja aldrei,“ sagði McClaren. Sport 13.8.2006 18:59 Randy Lerner kaupir Aston Villa Ameriskí auðkýfingurinn Randy Lerner festi í dag kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa eftir að stjórn félagsins samþykkti yfirtökutilboð hans upp á 62,6 milljónir punda eða um 8,5 milljarða króna. Lerner tekur því við af Doug Ellis sem hefur verið stjórnarformaður félagsins síðan árið 1982. Sport 14.8.2006 13:05 Eiður Smári ekki með gegn Spánverjum Landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið gefið frí í vináttuleiknum gegn Spánverjum annað kvöld, en þessi ákvörðun var tekin í samráði við lækna og þjálfara landsliðsins. Eiður Smári er nú á fullu með liði sínu Barcelona sem leggur lokahönd á undirbúining sinn fyrir komandi leiktíð. Sport 14.8.2006 12:56 Ekki hvort heldur hvenær Hólmar Örn Rúnarsson, knattspyrnumaður frá Keflavík, sagði við Fréttablaðið í gær að ekki væri spurning um hvort hann gengi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg heldur hvenær. Hólmar Örn hefur samið um kaup og kjör við danska félagið en félögin tvö eiga eftir að ná saman um kaupverð. Sport 13.8.2006 18:59 Eiður lagði upp mark Messi Evrópumeistarar Barcelona léku sinn síðasta æfingaleik í keppnisferðinni um Amaeríku þegar þeir lögðu bandaríska liðið Red Bulls 4-1 en leikurinn fór fram í New York í fyrrinótt. Ronaldinho skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin skoruðu hinir argentínsku Lionel Messi og Javier Saviola. Gamla kempan Youri Djorkaeff skoraði eina mark Red Bull. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðari hálfleikinn í leiknum og lagði upp markið sem Messi skoraði. Sport 13.8.2006 18:59 Blikastúlkur í banastuði í Austurríki Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða en hann var gegn meisturunum frá Norður-Írlandi, Newtownabbey. Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum í þeim leik og unnu sannfærandi 7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk í þeim leik en það voru Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið en það var beint úr aukaspyrnu og var stórglæsilegt. Sport 13.8.2006 18:59 Arnar og Íris vörðu titlana Arnar Sigurðsson varð í gær Íslandsmeistari í tennis tíunda árið í röð. Hann bar sigurorð af Raj Bonifacius í úrslitaleik í tveimur settum, 6-3 og 6-1. Í kvennaflokki varði Íris Staup Íslandsmeistaratitil sinn en hún sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í úrslitum 6-1 og 6-1. Íris og Rakel Pétursdóttir urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna en þær sigruðu Söndru Dís Kristjánsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur 6-1 og 6-3. Í karlaflokki urðu Arnar og Raj Íslandsmeistarar í tvíliðaleik án þess að keppa þar sem Andri Jónsson og Jón Axel Jónsson neyddust til að gefa leikinn vegna meiðsla. Sport 13.8.2006 18:59 Veigar tryggði Stabæk sigur Sport 13.8.2006 18:59 Heiðar Geir í Svíþjóð Framarinn Heiðar Geir Júlíusson er þessa dagana staddur í Svíþjóð þar sem hann mun æfa með toppliði Hammarby fram á fimmtudag. Heiðar Geir, sem er 19 ára gamall, hefur verið fastamaður í liði Fram í sumar og hittir hjá Hammarby fyrir fyrrum félaga sinn, Gunnar Þór Gunnarsson. Einnig er á mála hjá félaginu Pétur Marteinsson en allir eru þeir uppaldir Framarar. Fram hefur góða forystu í 1. deildinni þegar enn á eftir að leika fjórar umferðir. Næst mætir liðið Þrótti á föstudaginn kemur. Sport 13.8.2006 18:59 Loksins sigur hjá Silkeborg Danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Danmörku eftir fjóra tapleiki í röð. Liðið vann Viborg, 3-2, og það eftir að hafa lent 2-0 undir. Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson léku að vanda allan leikinn fyrir Silkeborg en Hörður var nálægt því að skora í leiknum. Sport 13.8.2006 18:59 Rooney tæpur fyrir fyrsta leik Óvíst er hvort sóknarmaðurinn Wayne Rooney verði með Manchester United þegar liðið tekur á móti Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Rooney á við meiðsli í nára að stríða og sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að ekki væri víst hvort Rooney yrði búinn að ná sér fyrir næstu helgi en United á leik gegn Fulham. Sport 13.8.2006 18:59 Charlton hafnar öllum tilboðum sem berast í Hermann Allt útlit er fyrir að Hermann Hreiðarsson verði um kyrrt í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Charlton en fyrr í mánuðinum bárust þær fregnir að fimm önnur félög í ensku úrvalsdeildinni höfðu sýnt honum áhuga. Þetta voru Newcastle, Manchester City, Fulham, Middlesbrough og Wigan. Sport 13.8.2006 18:59 Erfitt hjá Öster Lífróður Helga Vals Daníelssonar og félaga í Öster þyngdist til muna í sænsku úrvalsdeildinni í gær eftir að liðið tapaði fyrir Halmstad á útivelli í gær, 1-0. Helgi Valur lék allan leikinn. Liðið er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar og er fimm stigum frá liðinu í fjórða neðsta sæti. Sport 13.8.2006 18:59 Loeb áfram á sigurbraut Heimsmeistarinn Sebastien Loeb frá Frakklandi sigraði um helgina í Þýskalandsrallinu fimmta árið í röð. Loeb ekur á Citroën en hann tók forystu strax á fyrstu sérleiðinni og hélt henni allt til loka. Spánverjinn Daniel Sordo varð annar en hann ekur einnig á Citroën og þriðji var hinn finnski Marcus Grönholm á Ford. Sport 13.8.2006 18:59 Lánaður í neðri deild? Svo gæti ferið að Hjálmar Þórarinsson verði lánaður í neðrideildarlið í Skotlandi en hann er á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Hearts. Honum var tilkynnt ekki fyrir löngu að hann væri ekki í framtíðaráætlun liðsins og fór þá að líta í kringum sig. Nú síðast fór hann til norska liðsins Aalesund á reynslu en liðið ákvað að bjóða honum ekki samning þar sem forráðamönnum liðsins þótti hann vera samskonar knattspyrnumaður og eru fyrir hjá liðinu. Sport 13.8.2006 18:59 Crystal Palace á toppinn Þriðju umferð ensku 1. deildarinnar lauk í gær með leik Crystal Palace og Leeds. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Clinton Morrison í viðbótartíma. Leeds lék manni færri frá 15. mínútu en þá fékk Geoff Horsfield að líta rauða spjaldið. Það var því ansi svekkjandi fyrir leikmenn liðsins að fá þetta mark á sig þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 13.8.2006 18:59 HK-ingar komnir í lykilstöðu í 1. deildinni HK vann góðan útisigur á KA í 1. deild karla í gær 2-0 fyrir norðan og er liðið komið í ansi góða stöðu í deildinni þar sem Víkingur Ólafsvík vann Þrótt í Laugardalnum í dramatískum leik. Fjórar umferðir eru eftir og eru HK-ingar í öðru sæti en fjögur stig eru niður í þriðja sætið þar sem Fjölnir og Þróttur sitja. Framarar eru langefstir í deildinni en tvö efstu liðin spila í Landsbankadeildinni á næsta ári. Sport 13.8.2006 18:59 Verð klár í landsleikinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahópi Hannover 96 sem spilaði sinn fyrsta leik á nýju tímabili í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Liðið tók á móti Werder Bremen á heimavelli og tapaði, 4-2. Gunnar Heiðar fylgdist með sínum mönnum og sagði við Fréttablaðið að þjálfari liðsins hefði ákveðið að hvíla hann þar sem hann hefur nýverið náð sér af meiðslum Sport 13.8.2006 18:59 Crouch tryggði Liverpool skjöldinn Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Sport 13.8.2006 18:59 Þrjú íslensk lið í pottinum Í gær var dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik en þrjú íslensk félag taka þátt í keppnunum á komandi tímabili. Íslandsmeistararnir í Njarðvík taka ásamt Keflavík þátt í Áskorendabikarkeppninni, EuroCup Challange, en alls taka sextán lið þátt í þeirri keppni. Njarðvík lenti í C-riðli og mætir þar Cherkasy frá Úkraínu, Samara frá Rússlandi og Tartu Rock frá Eistlandi. Keflavík dróst í D-riðil ásamt Dnipro frá Úkraínu, Mlekarna Kunin frá Tékklandi og Norrköping frá Svíðþjóð. Suðurnesjaliðin leika fyrst á útivelli 8. og 9. nóvember, en fyrstu heimaleikir liðanna verða 16. og 17. nóvember. Sport 10.8.2006 21:49 Sýnir brögð með ávöxtum Veigar Páll Gunnarsson er í viðtali í aukablaði norska dagblaðsins Dagbladet, sem heitir Sport Magasinet og kemur út á föstudaginn. Þar er hann í löngu viðtali og á heimasíðu blaðsins, dagbladet.no, má sjá myndskeið þar sem Veigar sýnir ýmis brögð, meðal annars heldur hann epli og mandarínu á lofti eins og um fótbolta væri að ræða - meira að segja tyggjó líka. Sport 10.8.2006 21:50 Stefnan sett á efri hlutann Mynd er að komast á leikmannamál hjá Íslandsmeisturum ÍBV í handbolta kvenna. Margar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum á stuttum tíma. Sport 10.8.2006 21:50 Langþráður sigur Grindvíkinga Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Sport 10.8.2006 21:50 Kristinn í stað Jóhannesar Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari mun dæma leik Eistalands og Makedóníu sem fer fram á miðvikudaginn kemur en þá hefst undankeppni EM 2008. Upphaflega stóð til að Jóhannes Valgeirsson myndi dæma leikinn en hann tognaði á læri nú fyrr í sumar og varð því tilkynntur meiddur. UEFA ákvað því að boða Kristinn til verkefnisins. Aðstoðardómarar han s verða Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinsson en fjórði dómari Garðar Örn Hinriksson. Sport 10.8.2006 21:50 Komust áfram í Evrópukeppni Íslandsmeistarar Breiðabliks í knattspyrnu kvenna lögðu austurríska liðið Neulengbach, 3-0, í undankeppni Evrópumóts félagsliða í gær. Blikastúlkur hafa þar með tryggt sér farseðil í aðra umferð keppninnar sem fram fer 12. 17. september. Sport 10.8.2006 21:49 John Terry er nýr fyrirliði John Terry, varnarmaður Chelsea, er hinn nýi fyrirliði enska landsliðsins undir stjórn Steve McClaren, en þetta var tilkynnt í gær. Hann tekur við fyrirliðabandinu af David Beckham sem lét það af hendi eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. Þá var Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, gerður að varafyrirliða. Sport 10.8.2006 21:50 « ‹ 165 166 167 168 169 170 171 172 173 … 334 ›
Liverpool og Haifa leika í Kænugarði Síðari leikur Liverpool og Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikinn í Kænugarði í Úkraínu vegna þeirrar ólgu sem ríkir í Ísrael um þessar mundir. Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í síðustu viku að leikurinn yrði spilaður á hlutlausum velli og hafa forráðamenn Dynamo Kiev nú boðist til að hýsa leikinn. Fótbolti 14.8.2006 14:46
Lehmann íhugar að fara frá Arsenal Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hefur látið í það skína að hann muni fara frá Arsenal að lokinni komandi leiktíð á Englandi, en hann hefur þegar gefið það út að hann ætli að leggja hanskana á hilluna að loknu Evrópumóti landsliða í Sviss og Austurríki sumarið 2008. Sport 14.8.2006 13:43
Molde vill Ármann Smára Nú fyrir helgi bárust þær fregnir að norska úrvalsdeildarliðið Molde hefði gert Breiðabliki tilboð í framherjann Marel Baldvinsson. Í gær var sagt frá því í norskum fjölmiðlum að Molde hefði einnig augastað á Ármanni Smára Björnssyni, leikmanninum fjölhæfa hjá FH en báðir voru þeir valdir í íslenska landsliðið sem mætir Spáni á morgun. Sport 13.8.2006 18:59
Flensborg og Viggó unnu Viggó Sigurðsson byrjar vel sem þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Flensburg en liðið vann um helgina sigur á æfingamóti í Þýskalandi. Liðið vann fremur óvænt tíu marka sigur á Lemgo í úrslitum og greinilegt að liðið er að standa sig vonum framar undir stjórn Viggós. Sport 13.8.2006 18:59
Ekki öll nótt úti enn Steve McClaren, þjálfari enska landsliðsins, sagðist í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær ekki útiloka það að kalla David Beckham aftur í liðið í framtíðinni. „Það er ekki í verkahring þjálfarans að binda enda á landsliðsferil leikmanna. David segist enn hafa löngun til að spila fyrir England og ég virði það. Aldrei að segja aldrei,“ sagði McClaren. Sport 13.8.2006 18:59
Randy Lerner kaupir Aston Villa Ameriskí auðkýfingurinn Randy Lerner festi í dag kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa eftir að stjórn félagsins samþykkti yfirtökutilboð hans upp á 62,6 milljónir punda eða um 8,5 milljarða króna. Lerner tekur því við af Doug Ellis sem hefur verið stjórnarformaður félagsins síðan árið 1982. Sport 14.8.2006 13:05
Eiður Smári ekki með gegn Spánverjum Landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið gefið frí í vináttuleiknum gegn Spánverjum annað kvöld, en þessi ákvörðun var tekin í samráði við lækna og þjálfara landsliðsins. Eiður Smári er nú á fullu með liði sínu Barcelona sem leggur lokahönd á undirbúining sinn fyrir komandi leiktíð. Sport 14.8.2006 12:56
Ekki hvort heldur hvenær Hólmar Örn Rúnarsson, knattspyrnumaður frá Keflavík, sagði við Fréttablaðið í gær að ekki væri spurning um hvort hann gengi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg heldur hvenær. Hólmar Örn hefur samið um kaup og kjör við danska félagið en félögin tvö eiga eftir að ná saman um kaupverð. Sport 13.8.2006 18:59
Eiður lagði upp mark Messi Evrópumeistarar Barcelona léku sinn síðasta æfingaleik í keppnisferðinni um Amaeríku þegar þeir lögðu bandaríska liðið Red Bulls 4-1 en leikurinn fór fram í New York í fyrrinótt. Ronaldinho skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin skoruðu hinir argentínsku Lionel Messi og Javier Saviola. Gamla kempan Youri Djorkaeff skoraði eina mark Red Bull. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðari hálfleikinn í leiknum og lagði upp markið sem Messi skoraði. Sport 13.8.2006 18:59
Blikastúlkur í banastuði í Austurríki Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða en hann var gegn meisturunum frá Norður-Írlandi, Newtownabbey. Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum í þeim leik og unnu sannfærandi 7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk í þeim leik en það voru Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið en það var beint úr aukaspyrnu og var stórglæsilegt. Sport 13.8.2006 18:59
Arnar og Íris vörðu titlana Arnar Sigurðsson varð í gær Íslandsmeistari í tennis tíunda árið í röð. Hann bar sigurorð af Raj Bonifacius í úrslitaleik í tveimur settum, 6-3 og 6-1. Í kvennaflokki varði Íris Staup Íslandsmeistaratitil sinn en hún sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í úrslitum 6-1 og 6-1. Íris og Rakel Pétursdóttir urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna en þær sigruðu Söndru Dís Kristjánsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur 6-1 og 6-3. Í karlaflokki urðu Arnar og Raj Íslandsmeistarar í tvíliðaleik án þess að keppa þar sem Andri Jónsson og Jón Axel Jónsson neyddust til að gefa leikinn vegna meiðsla. Sport 13.8.2006 18:59
Heiðar Geir í Svíþjóð Framarinn Heiðar Geir Júlíusson er þessa dagana staddur í Svíþjóð þar sem hann mun æfa með toppliði Hammarby fram á fimmtudag. Heiðar Geir, sem er 19 ára gamall, hefur verið fastamaður í liði Fram í sumar og hittir hjá Hammarby fyrir fyrrum félaga sinn, Gunnar Þór Gunnarsson. Einnig er á mála hjá félaginu Pétur Marteinsson en allir eru þeir uppaldir Framarar. Fram hefur góða forystu í 1. deildinni þegar enn á eftir að leika fjórar umferðir. Næst mætir liðið Þrótti á föstudaginn kemur. Sport 13.8.2006 18:59
Loksins sigur hjá Silkeborg Danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Danmörku eftir fjóra tapleiki í röð. Liðið vann Viborg, 3-2, og það eftir að hafa lent 2-0 undir. Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson léku að vanda allan leikinn fyrir Silkeborg en Hörður var nálægt því að skora í leiknum. Sport 13.8.2006 18:59
Rooney tæpur fyrir fyrsta leik Óvíst er hvort sóknarmaðurinn Wayne Rooney verði með Manchester United þegar liðið tekur á móti Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Rooney á við meiðsli í nára að stríða og sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að ekki væri víst hvort Rooney yrði búinn að ná sér fyrir næstu helgi en United á leik gegn Fulham. Sport 13.8.2006 18:59
Charlton hafnar öllum tilboðum sem berast í Hermann Allt útlit er fyrir að Hermann Hreiðarsson verði um kyrrt í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Charlton en fyrr í mánuðinum bárust þær fregnir að fimm önnur félög í ensku úrvalsdeildinni höfðu sýnt honum áhuga. Þetta voru Newcastle, Manchester City, Fulham, Middlesbrough og Wigan. Sport 13.8.2006 18:59
Erfitt hjá Öster Lífróður Helga Vals Daníelssonar og félaga í Öster þyngdist til muna í sænsku úrvalsdeildinni í gær eftir að liðið tapaði fyrir Halmstad á útivelli í gær, 1-0. Helgi Valur lék allan leikinn. Liðið er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar og er fimm stigum frá liðinu í fjórða neðsta sæti. Sport 13.8.2006 18:59
Loeb áfram á sigurbraut Heimsmeistarinn Sebastien Loeb frá Frakklandi sigraði um helgina í Þýskalandsrallinu fimmta árið í röð. Loeb ekur á Citroën en hann tók forystu strax á fyrstu sérleiðinni og hélt henni allt til loka. Spánverjinn Daniel Sordo varð annar en hann ekur einnig á Citroën og þriðji var hinn finnski Marcus Grönholm á Ford. Sport 13.8.2006 18:59
Lánaður í neðri deild? Svo gæti ferið að Hjálmar Þórarinsson verði lánaður í neðrideildarlið í Skotlandi en hann er á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Hearts. Honum var tilkynnt ekki fyrir löngu að hann væri ekki í framtíðaráætlun liðsins og fór þá að líta í kringum sig. Nú síðast fór hann til norska liðsins Aalesund á reynslu en liðið ákvað að bjóða honum ekki samning þar sem forráðamönnum liðsins þótti hann vera samskonar knattspyrnumaður og eru fyrir hjá liðinu. Sport 13.8.2006 18:59
Crystal Palace á toppinn Þriðju umferð ensku 1. deildarinnar lauk í gær með leik Crystal Palace og Leeds. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Clinton Morrison í viðbótartíma. Leeds lék manni færri frá 15. mínútu en þá fékk Geoff Horsfield að líta rauða spjaldið. Það var því ansi svekkjandi fyrir leikmenn liðsins að fá þetta mark á sig þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 13.8.2006 18:59
HK-ingar komnir í lykilstöðu í 1. deildinni HK vann góðan útisigur á KA í 1. deild karla í gær 2-0 fyrir norðan og er liðið komið í ansi góða stöðu í deildinni þar sem Víkingur Ólafsvík vann Þrótt í Laugardalnum í dramatískum leik. Fjórar umferðir eru eftir og eru HK-ingar í öðru sæti en fjögur stig eru niður í þriðja sætið þar sem Fjölnir og Þróttur sitja. Framarar eru langefstir í deildinni en tvö efstu liðin spila í Landsbankadeildinni á næsta ári. Sport 13.8.2006 18:59
Verð klár í landsleikinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahópi Hannover 96 sem spilaði sinn fyrsta leik á nýju tímabili í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Liðið tók á móti Werder Bremen á heimavelli og tapaði, 4-2. Gunnar Heiðar fylgdist með sínum mönnum og sagði við Fréttablaðið að þjálfari liðsins hefði ákveðið að hvíla hann þar sem hann hefur nýverið náð sér af meiðslum Sport 13.8.2006 18:59
Crouch tryggði Liverpool skjöldinn Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Sport 13.8.2006 18:59
Þrjú íslensk lið í pottinum Í gær var dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik en þrjú íslensk félag taka þátt í keppnunum á komandi tímabili. Íslandsmeistararnir í Njarðvík taka ásamt Keflavík þátt í Áskorendabikarkeppninni, EuroCup Challange, en alls taka sextán lið þátt í þeirri keppni. Njarðvík lenti í C-riðli og mætir þar Cherkasy frá Úkraínu, Samara frá Rússlandi og Tartu Rock frá Eistlandi. Keflavík dróst í D-riðil ásamt Dnipro frá Úkraínu, Mlekarna Kunin frá Tékklandi og Norrköping frá Svíðþjóð. Suðurnesjaliðin leika fyrst á útivelli 8. og 9. nóvember, en fyrstu heimaleikir liðanna verða 16. og 17. nóvember. Sport 10.8.2006 21:49
Sýnir brögð með ávöxtum Veigar Páll Gunnarsson er í viðtali í aukablaði norska dagblaðsins Dagbladet, sem heitir Sport Magasinet og kemur út á föstudaginn. Þar er hann í löngu viðtali og á heimasíðu blaðsins, dagbladet.no, má sjá myndskeið þar sem Veigar sýnir ýmis brögð, meðal annars heldur hann epli og mandarínu á lofti eins og um fótbolta væri að ræða - meira að segja tyggjó líka. Sport 10.8.2006 21:50
Stefnan sett á efri hlutann Mynd er að komast á leikmannamál hjá Íslandsmeisturum ÍBV í handbolta kvenna. Margar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum á stuttum tíma. Sport 10.8.2006 21:50
Langþráður sigur Grindvíkinga Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Sport 10.8.2006 21:50
Kristinn í stað Jóhannesar Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari mun dæma leik Eistalands og Makedóníu sem fer fram á miðvikudaginn kemur en þá hefst undankeppni EM 2008. Upphaflega stóð til að Jóhannes Valgeirsson myndi dæma leikinn en hann tognaði á læri nú fyrr í sumar og varð því tilkynntur meiddur. UEFA ákvað því að boða Kristinn til verkefnisins. Aðstoðardómarar han s verða Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinsson en fjórði dómari Garðar Örn Hinriksson. Sport 10.8.2006 21:50
Komust áfram í Evrópukeppni Íslandsmeistarar Breiðabliks í knattspyrnu kvenna lögðu austurríska liðið Neulengbach, 3-0, í undankeppni Evrópumóts félagsliða í gær. Blikastúlkur hafa þar með tryggt sér farseðil í aðra umferð keppninnar sem fram fer 12. 17. september. Sport 10.8.2006 21:49
John Terry er nýr fyrirliði John Terry, varnarmaður Chelsea, er hinn nýi fyrirliði enska landsliðsins undir stjórn Steve McClaren, en þetta var tilkynnt í gær. Hann tekur við fyrirliðabandinu af David Beckham sem lét það af hendi eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. Þá var Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, gerður að varafyrirliða. Sport 10.8.2006 21:50