Almannavarnir

Fréttamynd

Um 2000 veirupinnar til í landinu

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að skortur á pinnum hér á landi til þess að taka sýni vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 sé ákveðið áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

„Útgöngubann er ekki í spilunum“

Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Þróunin þurfi ekki að koma á óvart

43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Svona tækla nokkrir grunnskólar samkomubannið

Starfsdagur er á leik- og grunnskólum víða um land í dag, fyrsta degi í samkomubanni. Skólastjórnendur og kennarar ráða ráðum sínum og reyna að skipuleggja skólastarf miðað við tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Klárum þetta í júlí“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir.

Innlent