Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. mars 2020 11:05 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á einum af mörgum upplýsingafundum almannavarna. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. Þær fela meðal annars í sér að töluvert færri geta komið saman en áður. Þá verður sundlaugum og líkamsræktarstöðvum væntanlega lokað. Samkomubannið sem nú er í gildi felur í sér að ekki mega fleiri en eitt hundrað manns koma saman og þá þurfa að vera tveir metrar á milli manna. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar frekar vill sóttvarnalæknir að aðgerðir stjórnvalda verði hertar. Hann sendi í gær minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem þetta er lagt til og fundar ríkisstjórnin um málið klukkan fimm. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að aðgerðirnar muni hafa víðtækari áhrif en þær sem nú eru í gildi. „Það er verið að fækka úr hundrað. Endanleg tala liggur ekki fyrir enn þá hver hún verður en þetta er veruleg hersla á þessu. Á sama skapi er verið að leggja til lokanir á ýmissi starfsemi eins og starfsemi þar sem að hérna er svona einn og einn, hárgreiðslustofur og slíkt. Þannig að það er margt sem að mun herðast við þessar breytingar,“ sagði Víðir. Víðir á von á að miðað verði við að ekki megi fleiri koma saman en tuttugu til þrjátíu. Þrátt fyrir hertar reglur munu matvöruverslanir og apótek geta starfað áfram. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því og ítreka almannavarnir að birgðastaða í landinu sé góð og ekki merki um að breyting verði á því. Þá á Víðir ekki von á að aðgerðirnar hafi frekari áhrif á skóla- og leikskólastarf sem gæti þá væntanlega verið óbreytt frá því sem nú er. Hins vegar telur hann líklegt að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað. „Við höfum alveg fundið það núna síðustu daga að hundrað hefur oft verið erfitt í framkvæmd fyrir marga og núna þegar við lækkum þetta verulega þá verður þetta náttúrulega enn þá erfiðara fyrir marga aðila en við erum líka að horfa einmitt á þessa staði þar sem að smithættan er talin vera meiri. Þar sem nándin er meiri og þar sem menn eru að nota sömu tólin og annað slíkt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. Þær fela meðal annars í sér að töluvert færri geta komið saman en áður. Þá verður sundlaugum og líkamsræktarstöðvum væntanlega lokað. Samkomubannið sem nú er í gildi felur í sér að ekki mega fleiri en eitt hundrað manns koma saman og þá þurfa að vera tveir metrar á milli manna. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar frekar vill sóttvarnalæknir að aðgerðir stjórnvalda verði hertar. Hann sendi í gær minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem þetta er lagt til og fundar ríkisstjórnin um málið klukkan fimm. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að aðgerðirnar muni hafa víðtækari áhrif en þær sem nú eru í gildi. „Það er verið að fækka úr hundrað. Endanleg tala liggur ekki fyrir enn þá hver hún verður en þetta er veruleg hersla á þessu. Á sama skapi er verið að leggja til lokanir á ýmissi starfsemi eins og starfsemi þar sem að hérna er svona einn og einn, hárgreiðslustofur og slíkt. Þannig að það er margt sem að mun herðast við þessar breytingar,“ sagði Víðir. Víðir á von á að miðað verði við að ekki megi fleiri koma saman en tuttugu til þrjátíu. Þrátt fyrir hertar reglur munu matvöruverslanir og apótek geta starfað áfram. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því og ítreka almannavarnir að birgðastaða í landinu sé góð og ekki merki um að breyting verði á því. Þá á Víðir ekki von á að aðgerðirnar hafi frekari áhrif á skóla- og leikskólastarf sem gæti þá væntanlega verið óbreytt frá því sem nú er. Hins vegar telur hann líklegt að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað. „Við höfum alveg fundið það núna síðustu daga að hundrað hefur oft verið erfitt í framkvæmd fyrir marga og núna þegar við lækkum þetta verulega þá verður þetta náttúrulega enn þá erfiðara fyrir marga aðila en við erum líka að horfa einmitt á þessa staði þar sem að smithættan er talin vera meiri. Þar sem nándin er meiri og þar sem menn eru að nota sömu tólin og annað slíkt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43
Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34