Almannavarnir

Fréttamynd

Hækka viðbúnaðarstig og rýma svæði á Siglufirði

Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðbúnaðarstig í hættustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Ákveðið hefur verið að rýma svæði sem er syðst á Siglufirði og mun lögregla hafa samband við fólkið sem þarf að yfirgefa heimili sín.

Innlent
Fréttamynd

Skíðaskáli Siglfirðinga færðist úr stað í snjóflóði

Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði, sennilega í morgun. Egill Rögnvaldsson svæðisstjóri skíðasvæðisins segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að átta sig á umfangi flóðsins en mikill skafrenningur er á svæðinu og þurftu menn frá að hverfa.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu af­létt á Seyðis­firði

Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Búast ekki við að rýmingu verði af­létt strax

Rýming er enn í gildi á Seyðisfirði og fylgjast sérfræðingar náið með stöðunni. Talsverðri úrkomu var spáð á Seyðisfirði í nótt en var hún þó minni en búist var við. Sérfræðingar gera allt eins ráð fyrir því að úrkoman gæti orðið meiri í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hluti Seyðis­fjarðar rýmdur vegna mikillar úr­komu

Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Rýmdu frystihús og sigldu með fólk í bæinn í öryggisskyni

Lögreglan á Austfjörðum ákvað að láta rýma hús á vinnusvæði nærri þeim stað þar sem stór skriða féll á Seyðisfirði í desember. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ábendingar hafi borist klukkan hálf tólf í morgun um að sprunga sem myndaðist í fyrrnefndri skriðu 18. desember hefði hugsanlega gliðnað. Vinnusvæði þar fyrir neðan hefði í kjölfarið verið rýmt og því lokað.

Innlent
Fréttamynd

Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga

Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins

Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri fá að snúa heim á Seyðisfirði

Rýmingu hefur nú verið aflétt á stærra svæði á Seyðisfirði og geta íbúar við fjórar götur í bænum til viðbótar snúið aftur heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram er í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði vegna skriðuhættu en þar féll stór skriða á bæinn skömmu fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Af­lýsa ó­vissu­stigi vegna jarð­skjálfta á Norður­landi

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra aflýst óvissustigi vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi. Óvissustigi var lýst yfir 20. júní síðastliðinn vegna jarðskjálftahrinu sem hófst um 20 kílómetrum norðaustan við Siglufjörð.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði

Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim

Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Sér­fræðingar vanmátu að­stæður á Seyðis­firði

Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði

Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól

Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­stig enn í gildi á Seyðis­firði

Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingar að hluta til í gildi í bænum vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig almannavarna í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu.

Innlent