Almannavarnir

Fréttamynd

Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur

Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur.

Innlent
Fréttamynd

Hættustigi lýst yfir

Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Með stærri hrinum frá upphafi mælinga

„Þetta er með stærri hrinum sem við höfum upplifað á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Svoleiðis að þetta er mjög athyglisverður atburður sem er í gangi núna þessa klukkutímana,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Ekki er útilokað að kvika rati upp á yfirborðið.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálftavirknin ein sú mesta sem sést hefur á Reykjanesi

Jarðskjálftahrinan á Suðurnesjum er enn í gangi og allt eins von á að fleiri skjálftar finnist í byggð. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, segir mjög öfluga virkni á svæðinu en jarðskjálftar hafi komið hver á eftir öðrum nú í rúma klukkustund

Innlent
Fréttamynd

Hvorki tilkynningar um slys né tjón

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir engar tilkynningar hafa borist um tjón eða slys enn sem komið er vegna stórrar og stöðugrar skjálftahrinu á Reykjanesinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er greinilega með sjónminni á bragð“

Þann 28. febrúar er ár síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist innanlands. Frá þeim tíma hafa rúmlega sex þúsund manns smitast af veirunni innanlands sem samsvarar því að um eitt og hálft prósent íbúa hafi fengið veiruna. Þó nokkur hluti þeirra sem hefur greinst er enn að glíma við afleiðingarnar. Þeirra á meðal er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.

Innlent
Fréttamynd

Hjördís ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar

Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hún hefur starfað á deildinni undanfarna mánuði við upplýsingamiðlun ásamt Jóhanni K. Jóhannssyni sem ráðinn var tímabundið. Hann hverfur til fyrri starfa á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Veitu­skurði og varnar­kanti komið fyrir eftir sam­tal við íbúa

Undirbúningur er hafinn við að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin í Botnahlíð á Seyðisfirði, eftir samtal fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Austurlandi við íbúa. Verða þau í líkingu við þær varnir sem þar hefur þegar verið komið fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Gefa út leiðbeiningar fyrir öðruvísi öskudag

Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir öskudaginn sem er næstkomandi miðvikudag. Öskudagur verður að öllum líkindum töluvert ólíkur því sem verið hefur undanfarin ár þar sem ekki er mælt með því vegna kórónuveirufaraldursins að börn fari syngjandi á milli verslana og fái nammi að launum.

Innlent
Fréttamynd

Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Enn ó­vissu­á­stand á Aust­fjörðum

Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag í dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu frá því í gær og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega upp á fjallatoppa.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Ógnin í fjallinu

Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði.

Innlent