Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2021 01:39 Þetta skjáskot er tekið úr gasspá Veðurstofunnar eins og hún lítur út núna en nákvæmari spá mun liggja fyrir þegar niðurstöður fyrstu mælinga skila sér síðar í nótt. Veðurstofa Íslands Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. Umhverfisstofnun hefur gefið út ráðleggingar til almennings um viðbrögð við gasmengun en þau felast meðal annars í því að slökkva á loftræstingu, loka gluggum og forðast áreynslu utandyra. Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands fóru í kvöld til að mæla gasmengun í og við gosstöðvarnar en ekki liggur fyrir hvenær niðurstöður koma úr þeim mælingum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er svæðið ekki auðvelt yfirferðar; það er blautt, þungskýjað og úrkoma. Miðað við umfangið á gosinu eins og það er núna virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Það er...Posted by Veðurstofa Íslands on Friday, March 19, 2021 Í færslu á Facebook-síðu Veðurstofunnar segir að gefin hafi verði út spá um gasdreifingu frá eldgosinu á næstunni. Á vef Veðurstofunnar má raunar nú þegar finna gasspá en áður en mælingar liggja fyrir miðast spáin við meðalútstreymi gass í svipuðum gosum. „Veðurspá gerir ráð fyrir nokkuð sterkum vindi og úrkomu sem mun draga úr áhrifum mögulegrar mengurnar frá eldstöðvunum,“ segir í færslu Veðurstofunnar þar sem einnig er vísað á skráningarsíðu vegna gasmengunar. Veðurstofan hvetur fólk til þess að setja inn skráningu ef það telur sig verða vart við gasmengun. Fyrr í kvöld voru íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu beðnir um að loka gluggum. Lögreglan á Suðurlandi segir í Facebook-færslu að lögregan verði á ferðinni í bæjarfélögunum til að mæla loftgæðin en ekkert gas mælist á svæðinu núna. Lögreglan verður á ferðinni við Þorlákshöfn, Ölfus, Hveragerði og Árborg og mælir loftgæðin. Ekkert gas mælist á svæðinu...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Friday, March 19, 2021 Almennar ráðleggingar Umhverfisstofnunar vegna gasmengunar: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk. Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun. Vísindamenn og viðbragðsaðilar sem eru við vinnu nálgægt gosstöðvum þurfa að hfa tiltækar gasgrímur með kolafilter og gasmæla sem vara við hættulega háum styrk. Fjær eldstöðvum er gasmengun venjulega ekki lífshættuleg en getur valdið óþægindum, sérstaklega hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið út ráðleggingar til almennings um viðbrögð við gasmengun en þau felast meðal annars í því að slökkva á loftræstingu, loka gluggum og forðast áreynslu utandyra. Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands fóru í kvöld til að mæla gasmengun í og við gosstöðvarnar en ekki liggur fyrir hvenær niðurstöður koma úr þeim mælingum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er svæðið ekki auðvelt yfirferðar; það er blautt, þungskýjað og úrkoma. Miðað við umfangið á gosinu eins og það er núna virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Það er...Posted by Veðurstofa Íslands on Friday, March 19, 2021 Í færslu á Facebook-síðu Veðurstofunnar segir að gefin hafi verði út spá um gasdreifingu frá eldgosinu á næstunni. Á vef Veðurstofunnar má raunar nú þegar finna gasspá en áður en mælingar liggja fyrir miðast spáin við meðalútstreymi gass í svipuðum gosum. „Veðurspá gerir ráð fyrir nokkuð sterkum vindi og úrkomu sem mun draga úr áhrifum mögulegrar mengurnar frá eldstöðvunum,“ segir í færslu Veðurstofunnar þar sem einnig er vísað á skráningarsíðu vegna gasmengunar. Veðurstofan hvetur fólk til þess að setja inn skráningu ef það telur sig verða vart við gasmengun. Fyrr í kvöld voru íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu beðnir um að loka gluggum. Lögreglan á Suðurlandi segir í Facebook-færslu að lögregan verði á ferðinni í bæjarfélögunum til að mæla loftgæðin en ekkert gas mælist á svæðinu núna. Lögreglan verður á ferðinni við Þorlákshöfn, Ölfus, Hveragerði og Árborg og mælir loftgæðin. Ekkert gas mælist á svæðinu...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Friday, March 19, 2021 Almennar ráðleggingar Umhverfisstofnunar vegna gasmengunar: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk. Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun. Vísindamenn og viðbragðsaðilar sem eru við vinnu nálgægt gosstöðvum þurfa að hfa tiltækar gasgrímur með kolafilter og gasmæla sem vara við hættulega háum styrk. Fjær eldstöðvum er gasmengun venjulega ekki lífshættuleg en getur valdið óþægindum, sérstaklega hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira