Almannavarnir

Fréttamynd

Ekki til skoðunar að stytta ein­angrun meira í bili

Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Smitrakningarteymið breytir um taktík

Smitrakningarteymið sér fram á að geta ekki lengur hringt í alla sem greinast með veiruna, eins og hingað til hefur alltaf verið gert. Rúmur fjórðungur þeirra sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í gær greindust með veiruna, samtals 664. Hlutfallið hefur aldrei verið eins hátt.

Innlent
Fréttamynd

Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagra­dals­fjall

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu.

Innlent
Fréttamynd

Nýir veikleikar í Log4j uppgötvuðust

Um helgina uppgötvuðust nýir veikleikar í Log4j kóða safninu sem rekstraraðilar þurfa að bregðast við. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum. Í ljósi þessara upplýsinga ríkir áfram óvissustig almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustigi á Seyðisfirði aflétt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í desember 2020. 

Innlent
Fréttamynd

Minnkandi líkur á gosi í Grímsvötnum

Veðurstofan hefur fært fluglitakóða fyrir Grímsvötn niður á gult. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í gærmorgun, þar sem meðal annars mældist skjálfti af stærð 3,6 sem er óvenjustór fyrir Grímsvötn, var fluglitakóðinn settur á appelsínugult í gær.

Innlent
Fréttamynd

Eldstöðin Grímsvötn sett á appelsínugula viðvörun

Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig vegna Grímsvatna úr gulum lit í appelsíngulan lit fyrir alþjóðflug, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Þetta var gert klukkan níu í morgun eftir jarðskjálftahrinu í eldstöðinni fyrr um morguninn.

Innlent
Fréttamynd

Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa

Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár

Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot.

Innlent
Fréttamynd

Íshellann í Grímsvötnum sigið um fjórtán metra

Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur sigið um fjórtán metra frá því að hún mældist hæst. Vatn úr Grímsvötnum hefur verið að mælast í Gígjukvísl og hefur vatnshæð þar hækkað sem og rennslið.

Innlent
Fréttamynd

Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls

Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést.

Innlent