Innlent

Ó­venju há raf­leiðni í Jökuls­á á Sól­heima­sandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jökulsá á Sólheimasandi. 
Jökulsá á Sólheimasandi.  Vísir

Rafleiðni mælist óvenjulega há í Jökulsá á Sólheimasandi. Ferðafólki og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu er ráðlagt að vera á varðbergi.

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að undanfarna daga hefur rafleiðnin aukist og mælist nú óvenju há miðað við árstíma. Mikið vatn sé í ánni og hefur Veðurstofunni borist nokkrar tilkynningar um brennisteinslykt á svæðinu.

Þá hafa nokkrir smáskjálftar mælst í Mýrdalsjökli, innan vatnasviðs Sólheimajökuls. Það sé til merkis um að jarðhitavatn sé að leka undan jöklinum en engar vísbendingar eru um frekari vatnavexti samkvæmt Veðurstofunni.


Tengdar fréttir

Skjálftar í Mýr­dals­jökli

Sex skjálftar mældust rétt fyrir klukkan fimm í dag í Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir voru 3,0 og 2,7 að stærð en hinir skjálftarnir voru minni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×