Innlent

Af neyðarstigi niður á hættustig

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Margir mættu í sýnatöku í gær þó slakað hafi verið á reglum. 
Margir mættu í sýnatöku í gær þó slakað hafi verið á reglum.  Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn.

Neyðarstiginu var lýst yfir þegar óljóst var hver áhrif omíkron afbrigðisins yrði á samfélagið og heilbrigðiskerfið.

Í tilkynningu sem send var út segir að þessi breyting hafi ekki áhrif á þær sóttvarnaráðstafanir sem nú eru í gildi. Aflétting neyðarstigs hefur því ekki í för með sér breytingar gagnvart almenningi en hún tekur gildi klukkan fjögur í dag.

Þrátt fyrir þessa breytingu er allir ábyrgðaraðilar mikilvægra samfélagslegra verkefna hvattir til að halda uppi þeim sóttvörnum sem tryggja áfram órofin rekstur.


Tengdar fréttir

Bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengist

Til skoðunar er að aflétta neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir segir verið að kalla eftir upplýsingum til að meta hvort það sé tímabært. Þá hefur bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×