Viðskipti

Fréttamynd

Bankabréfin hækka

Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði mest í upphafi viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Landsbankinn hefur hækkað mest, eða um 1,62 prósent. Bréfin voru þau einu af Úrvalsvísitölufélögunum sem hækkaði í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist í byrjun dags

Gengi krónunnar styrkist mest um 0,85 prósent í morgun en gaf fljótlega eftir. Gengið hefur veikst um tvö prósent það sem af er vikunnar en gengisvísitalan stendur í sléttum 152 stigum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn hækkaði einn í dag

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum var það eina sem hækkaði af félögum í Úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í dag, eða um lítil 0,2 prósent. Að öðru leyti einkenndist dagurinn af lækkun líkt og víða á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Félög Bakkabræðra lækka mest

Gengi bréfa í Bakkavör og Existu hefur lækkað um tæp þrjú prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og leiðir lækkanahrinu í Kauphöllinni í dag. Félög tengd þeim Lýði og Ágústi Guðmundssonum eru stærstu hluthafar beggja fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innlausn á hlutum Skipta

Exista og stjórn Skipta hafa samþykkt að aðrir hluthafar í Skiptum skuli sæta innlausn Exista á hlutum sínum en félagið og dótturfélög eiga 99,22 prósent í Skiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagvöxtur fram á næsta ár

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir það versta í lánsfjár- og lausafjárkreppunni yfirstaðið. Hins vegar vara stofnunin við því að samdráttur muni vara lengur innan aðildarríkja OECD en áður hafði verið spáð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lágflug á helstu mörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista eykur hlutaféð

Stjórn Existu hefur hækkað hlutafé félagsins um rúma 2,8 milljarða hluta. Þetta er gert í tengslum við kaup fyrirtæksins á Skiptum. Stefnt er að því að hlutirnir verði teknir til viðskipta á morgun en af því gæti þó orðið síðar, að því er segir í tilkynningu frá Existu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birgir Moss Bros vill hluti Baugs

Berwin & Berwin, einn af stærstu birgjum bresku herrafataverslunarinnar Moss Bros hefur sýnt áhuga á að kaupa 20 prósent af hlut Baugs í versluninni. Baugur á 29 prósent í Moss Bros.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi Færeyjabanka hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði mest á síðasta viðskiptadegi vikunnar í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,86 prósent. Gengi bréfa í 365, Eimskipafélaginu, Atlantic Airways og FL Group hækkaði um rúmt prósent. Bréf í SPRON, Össuri, Atlantic Petroleum, Icelandair og Marel hækkaði um minna en prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verkfræðistofur sameinast

Verkfræðifyrirtækin Raftæknistofan, Línuhönnun og Verkfræðistofan Afl eru að sameinast. Sameiningin var tilkynnt á starfsmannafundi fyrr í morgun og má búast við tilkynningu frá fyrirtækjunum seinna í dag, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smá „föstudagsfílingur“ í markaðnum

Gengi hlutabréfa hefur hækkað almennt á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan hækkaði um 1,5 prósent og hefur nú hækkað um 2,3 prósent í vikunni. Vísitölur á öðrum hlutabréfamörkuðum í Asíu hækkuðu minna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spölur úr hagnaði í tap

Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöngin, tapaði 146 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 67 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Fyrstu þrír mánuðir ársins var annar fjórðungurinn í bókum Spalar en árinu lýkur þar í enda september ár hvert. Á fyrri hluta ársins tapaði félagið 169 milljónum króna samanborið við 89 milljóna króna hagnað árið á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Össurarbréf ein á uppleið

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur hefur hækkað um 0,41 prósent það sem af er dags í Kauphöll Íslands. Viðskiptadagurinn byrjaði á afar rólegum nótum. Bréf fyrirtækisins eru þau einu sem hafa hækkað. Þrjú hafa lækkað á sama tíma en önnur standa í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópa á uppleið

Næstsíðasti viðskiptadagur vikunnar á evrópskum fjármálamörkuðum hefur byrjað ágætlega en gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í dag. Þá hækkuðu helstu vísitölur í Asíu sömuleiðis talsvert í morgun eftir að sýnt var fram á að eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum var meiri í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins en reiknað hafði verið með.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækkað vestanhafs

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mishkin seðlabankastjóri segir upp

Frederic Mishkin, einn af seðlabankastjórum bandaríska seðlabankans, hefur sagt upp hjá bankanum og ætlar að snúa aftur til kennslu í hagfræði í vetur. Mishkin skrifaði skýrslu um íslensk efnahagsmál fyrir tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færeyjabanki hækkaði mest í dag

Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði mest í Kauphöll Íslands í dag, eða um 1,62 prósent. Sprettur var í Kauphöllinni í byrjun dags og leiddi SPRON hækkanalestina fyrst um sinn þegar gengið spratt upp um þrjú prósent. Þróunin jafnaði sig þegar á leið og nam hækkun bréfa í SPRON 1,1 prósenti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enginn vöxtur í farsímasölu á árinu

Sala á farsímum dróst saman um sextán prósent í Evrópu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í nýrri úttekt markaðsrannsóknarfyrirtækisins Gartners. Þetta er fyrsti samdrátturinn sem fyrirtækið hefur greint í álfunni síðastliðin sjö ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi SPRON tekur stökkið

Gengi hlutabréfa í SPRON stökk upp um rétt rúm þrjú prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun á markaðnum það sem af er dags. Úrvalsvísitalan hefur sömuleiðis hækkað lítillega. Þróunin er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir hækka í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í stóru viðskiptabönkunum þremur eru einu bréfin sem hafa hækkað í Kauphöll Íslands í dag. Rekstrarfélögin, auk Existu og Færeyjabanka hafa hins vegar öll lækkað í verði á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rólegt á hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 1,28 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu fallið um sjö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn ein lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum og færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féllu í kringum 4,7 prósent í nokkurri lækkun á síðasta viðskiptadeginum í Kauphöll Íslands í dag. Gengi einungis fjögurra félaga hækkaði lítillega og lækkaði Úrvalsvísitalan.

Viðskipti innlent