Viðskipti innlent

Færeyjabanki hækkaði mest í dag

Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði mest í dag en það hefur ekki verið hærra síðan um miðjan janúar.
Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði mest í dag en það hefur ekki verið hærra síðan um miðjan janúar.

Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði mest í Kauphöll Íslands í dag, eða um 1,62 prósent. Sprettur var í Kauphöllinni í byrjun dags og leiddi SPRON hækkanalestina fyrst um sinn þegar gengið spratt upp um þrjú prósent. Þróunin jafnaði sig þegar á leið og nam hækkun bréfa í SPRON 1,1 prósenti.

Önnur félög sem hækkuðu í verði var Eimskipafélagið, Exista, Straumur, Atlantic Petroleum, Teymi, Glitnir, Icelandair og Össur en gengi bréfa í fyrirtækjunum hækkaði um tæpt prósent.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í Bakkavör, Eik banka, Alfesca, Landsbankanum og Kaupþingi um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,1 prósent og stendur vísitalan í 4.804 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×