Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2025 13:56 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að valnefndirnar tilnefni tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skuli ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar. „Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn. Ráðherra setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Ólafía B. Rafnsdóttir Ólafía er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018-2024 . Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands. Þórir Skarphéðinsson Þórir er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja. Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Erna Agnarsdóttir Erna hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla. Helgi Þór Ingason Helgi Þór er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að valnefndirnar tilnefni tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skuli ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar. „Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn. Ráðherra setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Ólafía B. Rafnsdóttir Ólafía er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018-2024 . Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands. Þórir Skarphéðinsson Þórir er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja. Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Erna Agnarsdóttir Erna hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla. Helgi Þór Ingason Helgi Þór er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17