Ástin og lífið

Fréttamynd

Love Is­land stjörnur trú­lofaðar

Love Island stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury eru trúlofuð. Tommy fór á skeljarar á spænsku eyjunni Ibiza um helgina en fjögur ár eru síðan þau kynntust í raunveruleikaþáttunum. 

Lífið
Fréttamynd

Dagur og Arna saman í aldar­fjórðung

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri og Arna Dögg Einars­dóttir, læknir, hafa verið saman í aldar­fjórðung. Dagur deilir þessu á sam­fé­lags­miðlinum Face­book.

Lífið
Fréttamynd

„Ef ekki væri fyrir þessa ís­lensku fjöl­skyldu þá væri ég ekki til“

„Með því að hjálpa þeim er ég í raun að endurgjalda þeim mitt eigið líf,“ segir hin breska Sue Frecklington í samtali við Vísi. Á hernámssárunum var faðir Sue heimtur úr helju af íslenskum bónda hér á landi. Mennirnir tveir þróuðu í kjölfarið með sér vináttu sem átti eftir að spanna marga áratugi og ná þvert yfir fjórar kynslóðir.

Innlent
Fréttamynd

Einfaldar líf sitt eftir að hafa lent á vegg

Hannes Steindórsson fasteignasali og fyrrverandi bæjarfulltrúi Kópavogs stendur á tímamótum í lífinu eftir að hann lenti á vegg og féll eftir ellefu ár af edrúmennsku. Hann hefur ákveðið að einfalda líf sitt og einbeita sér að því sem skiptir hann hvað mestu máli; fjölskyldunni og starfinu sem fasteignasali.

Lífið
Fréttamynd

Slags­mál á Kjarval vendi­punkturinn: „Ég sá ekkert nema bara drauga“

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason opnaði sig í útvarpsviðtali í gær og segir það hafa verið ömurlegt að vera í neyslu á sínum tíma. Í dag hefur hann sagt skilið við vímuefni og einbeitir sér að tónlistinni. Lagið Skína sem er eftir Patrik og tónlistarmanninn Luigi kom út í dag og markmiðin eru háleit.

Lífið
Fréttamynd

Leyndir hæfileikar þekktra Íslendinga

Hæfileikar einstaklinga eru mismunandi og tengjast oft á tíðum áhugamálum. Þá býr fólk stundum yfir leyndum og óútskýrðum hæfileikum sem gætu flokkast sem óhefðbundnir líkt og geta snert nefið á sér með tungubroddinum eða rappa á kínversku svo dæmi séu tekin.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa stokkið of hratt í sam­bandið með Pete

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, sagði frá því í nýjasta þætti raunveruleikaþáttanna The Kardashians, að hún hafi stokkið of hratt í ástarsamband með uppistandaranum Pete Davidson eftir skilnað hennar við rapparann Kanye West.

Lífið
Fréttamynd

Barna­lán hjá Bar­bie-hjónum

Leikstjórarnir Greta Gerwig og Noah Baumbach eignuðust annað barn sitt fyrr á árinu. Barnið kom því í heiminn í miðjum fjölmiðlatúr fyrir Barbie sem Gerwig leikstýrir og kom í bíó í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Vergara og Manganiello að skilja

Leikkonan Sofía Vergara og leikarinn Joe Manganiello eru að skilja. Tæp átta ár eru liðin síðan þau giftu sig í Palm Beach í Flórída.

Lífið
Fréttamynd

Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu

Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun.

Lífið
Fréttamynd

Látinn vinur opnaði himnana á brúðkaupsdaginn

Hjónin Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson giftu sig með pomp og prakt fyrr í sumar en sama dag fagnaði Sverrir fertugsafmæli sínu. Eygló segist hafa alfarið séð ein um undirbúning og aldrei hafi neitt annað komið til greina en að brúðkaupsveislan færi fram á Hótel Geysi.

Lífið
Fréttamynd

Mikill aldurs­munur geti valdið vanda­málum

Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir að mikill aldursmunur geti valdið vandamálum. Honum finnst mikill aldursmunur í parasamböndum alveg dásamlegur því slíkt gefur honum svo mikla atvinnu.

Lífið
Fréttamynd

„Gætiru látið gjósa í til­efni dagsins?“

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti fyrr í dag hjartnæma færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún minnist eiginmanns síns, Stefáns Karls Stefánssonar sem lést eftir erfiða baráttu við krabbamein árið 2018. Stefán Karl hefði orðið 48 ára í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Söfnuðu milljón krónum á einni viku fyrir bók um þriðju vaktina

Söfnun fyrir útgáfu bókar um þriðju vaktarina lauk á rúmri viku. Höfundur segir markmiðið vera að veita pörum aðgengilegt samansafn af upplýsingum um fyrirbærið. Þegar hafa á fimmta tug frásagna borist og segist höfundur trúa því að hægt og rólega muni hinar verstu karlrembur vakna úr dvala, karlar muni ekki lengur geta skýlt sér á bakvið skilningsleysi þegar komin er út heil bók um viðfangsefnið. Þriðja vaktin geti rústað hjónaböndum.

Lífið
Fréttamynd

Líður best með moldina á milli tánna

Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir gerði fjórar tilraunir áður en hún komst inn í leiklistarnám. Bekkurinn hennar fór í gegnum húsnæðisbreytingar og me too byltinguna sem hafði mikil áhrif en ekki síður sú upplifun að ganga með sitt fyrsta barn í miðjum heimsfaraldri. Stuttu eftir útskrift hlaut Ásthildur tvær Grímuverðlauna tilnefningar fyrir leik sinn í aðal- og aukahlutverki. Hún segir frægð aldrei neitt markmið enda líði sér best í sveitinni með moldina á milli tánna.

Lífið
Fréttamynd

Ricky Martin að skilja

Tónlistarmaðurinn Ricky Martin og sænsk-sýrlenski listamaðurinn Jwan Yosef eru að skilja. Þeir hafa verið giftir í sex ár og segjast enda sambandið í góðu. Það sé þeirra helsta markmið að sjá til þess fjölskyldulífið verði heilbrigt.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta deitið var á nektarströnd með vinkonum hennar

Lárus Blöndal Guðjónsson fjöllistamaður segir eitt af eftirminnilegustu augnablikum lífs síns hafa verið að fylgjast með nöktum síðmiðaldra manni fitla við typpalokk sinn. Lárus, eða Lalli eins og hann er alltaf kallaður var þar staddur með Heiðrúnu, þáverandi vinkonu sinni en núverandi eiginkonu ásamt vinkonum hennar á nektarströnd.

Lífið