„Ég er búinn að vera á leiðinni í fimmtán ár“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 18:46 Georg Hólm ákvað loksins að slá til og skrá sig í björgunarsveitina eftir að hafa dreymt um það í fimmtán ár. Aðsent Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, ákvað að slá til og gerast nýliði hjá björgunarsveitinni Ársæli. Í honum hefur lengi blundað björgunarsveitarmaður en það hefur aldrei gefist tími fyrr en nú. Þó það sé rólegt hjá Sigur Rós þessa dagana getur vel verið að hljómsveitin þvælist fyrir nýliðastarfinu. Fyrir þremur árum, þegar Sigurrós stóð í miðju skattrannsóknarstorms, greindu hjónin Georg Holm og Svanhvít Tryggvadóttir frá því að þau hygðust selja húsið sitt og sigla um heiminn á skútu. Í kjölfar Covid-faraldurs var þeim plönum hins vegar ýtt út af borðinu. Georg spilar á bassa í Sigur Rós. Hér er hann í Laugardalshöll.Vísir/Vilhelm Ævintýraþörf og útivistaráhugi Georgs hafa þó ekki slokknað svo hann gerðist nýlega nýliði hjá björgunarsveitinni Ársæli. Meðal fyrstu verkefna var að fara upp Esjuna sem hann gerði á 52 mínútum sem þykir nokkuð gott. Hvað kom til að þú ert kominn í björgunarsveitina? „Það eru reyndar mörg ár síðan mér datt þetta í hug. Ég er búinn að vera á leiðinni í fimmtán ár, hugsa ég,“ segir Georg. „Þetta er eitthvað sem ég hugsaði að ég myndi gera einhvern tímann og alltaf langað að gera. Það hefur bara alltaf verið svo mikið að gera. Svo fattar maður það líka að ef maður segir alltaf ég hef ekki tíma akkúrat núna þá hefur maður aldrei tíma þannig ég bara henti mér út í þetta. Svo annað hvort næ ég að klára þetta eða ekki en ég allavega skráði mig og er byrjaður,“ segir hann. Græjusjúklingur og mikill útivistarmaður Nýliðanámskeiðið er átján mánaða langt og fá þátttakendur þar þjálfun í öllu því helsta sem björgunarsveitarmenn þurfa að kunna. Georg er bæði mikill græjukall og útivistarmaður svo björgunarsveitarstarfið hæfir honum vel. „Ég hef í svo mörg ár haft gaman af einhverju svona. Maður gerir alltaf minna en mann langar en ég hef verið í rjúpnaveiði og búinn að vera bakvörður björgunarsveita í sirka tíu ár. Mér verður alltaf hugsað til björgunarsveitanna þegar ég fer á eitthvað brölt þannig mér fannst tími til kominn að ég byði mig fram sem einn af þeim,“ segir hann. Georg er bæði græjukall og mikið fyrir útivist. Það mætti því segja að björgunarsveitarstarfið henti honum fullkomlega.Aðsent „Maður er alltaf eitthvað að jeppast og hefur gaman af útivist. Svo er ég græjusjúklingur þannig maður á allan búnað.“ Þetta er alveg sniðið að þér. „Þetta er hluti af því sem mér finnst rosalega gaman. Hvað þá ef maður gerir það markvisst verður það ennþá betra,“ segir Georg. Þú ert nýbyrjaður en stefnir alveg á að klára? „Ég stefni á að klára en svo er spurning hvort það komi eitthvað upp á vinnulega séð að ég verði að fara til útlanda að spila eða eitthvað svoleiðis. Þá tefur það örugglega fyrir hjá mér. En ég held að maður geti alltaf unnið það upp, farið á námskeið hjá annarri björgunarsveit,“ segir hann. „Svo fer það eftir björgunarsveit hvað þær sérhæfa sig í. Ársæll er bæði með fjallabjörgunardeild, hunda og bátadeild. Ég hef mikinn áhuga á skipum og bátum líka. Tók það upp fyrir einhverjum árum síðan, bæði pungaprófið og skemmtibátapróf. Þannig maður stefnir inn á þá braut en svo veit maður aldrei, kannski fer ég á fjallabröltið og verð allt í einu kominn í ísklifrið.“ Maður hættir ekki á túr þó maður taki sér pásu Fyrir utan björgunarsveitarstarfið hefur verið nóg að gera undanfarna mánuði hjá Georg og félögum hans í Sigurrós. Í sumar gaf hljómsveitin út plötuna Átta og var fyrir það búin að vera í nánast stanslausu tónleikaferðalagi frá vorinu 2022. „Hljómsveitarlega séð erum við akkúrat aðeins að róa okkur eftir túrinn í ár. Hann var nú ekki sá lengsti sem við höfum tekið en hann var heavy í fyrra. Við erum bara að undirbúa að taka einhverja tónleikatörn á næsta ári líka. Þannig það er allt í vinnslu og ekkert ákveðið,“ segir Georg. Meðlimir Sigur Rósar, Georg Holm, Kjartan Sveinsson og Jónsi, með krosslagðar hendur.Sigur Rós „Það er líka skrítið með tónleikaferðalög eftir Covid og eftir byrjun stríðsins í Úkraínu þá er þetta skrítið landslag fyrir hljómsveitir, sérstaklega í Evrópu,“ segir hann. Þar spili inn í að mikið af tónleikastöðum lokuðu í Covid og opnuðu ekki aftur. Sömuleiðis hafi mikið af fólki yfirgefið bransann og jafnframt hafi tónleikamenning breyst að einhverju leyti. Meira að segja risastórar hljómsveitir á borð við Sigurrós finni fyrir þessu breytta landslagi. Georg segir þó að fólk finni lausnir á því eins og öðru. Björgunarsveitir Sigur Rós Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Fyrir þremur árum, þegar Sigurrós stóð í miðju skattrannsóknarstorms, greindu hjónin Georg Holm og Svanhvít Tryggvadóttir frá því að þau hygðust selja húsið sitt og sigla um heiminn á skútu. Í kjölfar Covid-faraldurs var þeim plönum hins vegar ýtt út af borðinu. Georg spilar á bassa í Sigur Rós. Hér er hann í Laugardalshöll.Vísir/Vilhelm Ævintýraþörf og útivistaráhugi Georgs hafa þó ekki slokknað svo hann gerðist nýlega nýliði hjá björgunarsveitinni Ársæli. Meðal fyrstu verkefna var að fara upp Esjuna sem hann gerði á 52 mínútum sem þykir nokkuð gott. Hvað kom til að þú ert kominn í björgunarsveitina? „Það eru reyndar mörg ár síðan mér datt þetta í hug. Ég er búinn að vera á leiðinni í fimmtán ár, hugsa ég,“ segir Georg. „Þetta er eitthvað sem ég hugsaði að ég myndi gera einhvern tímann og alltaf langað að gera. Það hefur bara alltaf verið svo mikið að gera. Svo fattar maður það líka að ef maður segir alltaf ég hef ekki tíma akkúrat núna þá hefur maður aldrei tíma þannig ég bara henti mér út í þetta. Svo annað hvort næ ég að klára þetta eða ekki en ég allavega skráði mig og er byrjaður,“ segir hann. Græjusjúklingur og mikill útivistarmaður Nýliðanámskeiðið er átján mánaða langt og fá þátttakendur þar þjálfun í öllu því helsta sem björgunarsveitarmenn þurfa að kunna. Georg er bæði mikill græjukall og útivistarmaður svo björgunarsveitarstarfið hæfir honum vel. „Ég hef í svo mörg ár haft gaman af einhverju svona. Maður gerir alltaf minna en mann langar en ég hef verið í rjúpnaveiði og búinn að vera bakvörður björgunarsveita í sirka tíu ár. Mér verður alltaf hugsað til björgunarsveitanna þegar ég fer á eitthvað brölt þannig mér fannst tími til kominn að ég byði mig fram sem einn af þeim,“ segir hann. Georg er bæði græjukall og mikið fyrir útivist. Það mætti því segja að björgunarsveitarstarfið henti honum fullkomlega.Aðsent „Maður er alltaf eitthvað að jeppast og hefur gaman af útivist. Svo er ég græjusjúklingur þannig maður á allan búnað.“ Þetta er alveg sniðið að þér. „Þetta er hluti af því sem mér finnst rosalega gaman. Hvað þá ef maður gerir það markvisst verður það ennþá betra,“ segir Georg. Þú ert nýbyrjaður en stefnir alveg á að klára? „Ég stefni á að klára en svo er spurning hvort það komi eitthvað upp á vinnulega séð að ég verði að fara til útlanda að spila eða eitthvað svoleiðis. Þá tefur það örugglega fyrir hjá mér. En ég held að maður geti alltaf unnið það upp, farið á námskeið hjá annarri björgunarsveit,“ segir hann. „Svo fer það eftir björgunarsveit hvað þær sérhæfa sig í. Ársæll er bæði með fjallabjörgunardeild, hunda og bátadeild. Ég hef mikinn áhuga á skipum og bátum líka. Tók það upp fyrir einhverjum árum síðan, bæði pungaprófið og skemmtibátapróf. Þannig maður stefnir inn á þá braut en svo veit maður aldrei, kannski fer ég á fjallabröltið og verð allt í einu kominn í ísklifrið.“ Maður hættir ekki á túr þó maður taki sér pásu Fyrir utan björgunarsveitarstarfið hefur verið nóg að gera undanfarna mánuði hjá Georg og félögum hans í Sigurrós. Í sumar gaf hljómsveitin út plötuna Átta og var fyrir það búin að vera í nánast stanslausu tónleikaferðalagi frá vorinu 2022. „Hljómsveitarlega séð erum við akkúrat aðeins að róa okkur eftir túrinn í ár. Hann var nú ekki sá lengsti sem við höfum tekið en hann var heavy í fyrra. Við erum bara að undirbúa að taka einhverja tónleikatörn á næsta ári líka. Þannig það er allt í vinnslu og ekkert ákveðið,“ segir Georg. Meðlimir Sigur Rósar, Georg Holm, Kjartan Sveinsson og Jónsi, með krosslagðar hendur.Sigur Rós „Það er líka skrítið með tónleikaferðalög eftir Covid og eftir byrjun stríðsins í Úkraínu þá er þetta skrítið landslag fyrir hljómsveitir, sérstaklega í Evrópu,“ segir hann. Þar spili inn í að mikið af tónleikastöðum lokuðu í Covid og opnuðu ekki aftur. Sömuleiðis hafi mikið af fólki yfirgefið bransann og jafnframt hafi tónleikamenning breyst að einhverju leyti. Meira að segja risastórar hljómsveitir á borð við Sigurrós finni fyrir þessu breytta landslagi. Georg segir þó að fólk finni lausnir á því eins og öðru.
Björgunarsveitir Sigur Rós Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira