Sighvatur Björgvinsson

Fréttamynd

Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið

Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ

Skoðun
Fréttamynd

Komandi kosningar – JÁ eða NEI?

Bandaríska stjórnarskráin er orðin tvö hundruð tuttugu og fjögurra ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið breytingar og viðbætur tuttugu og sjö sinnum. Á líftíma bandarísku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir bandarísku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá

Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

AAA – með a.m.k. tíu plúsum

Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. S

Skoðun
Fréttamynd

Leikarar í lélegum farsa

Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum.

Skoðun
Fréttamynd

Huang Gnarr

Þegar íslensku útrásarvíkingana þraut örendið bar nokkuð nýrra við. "Sjá roðann í austri/hann brýtur sér braut“, sungum við ungir jafnaðarmenn í fyrndinni. Sá roði úr austri brýtur sér nú braut alla leiðina þaðan og upp á Grímsstaðahálendið.

Skoðun
Fréttamynd

Oliver Cromwell

Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu.

Skoðun
Fréttamynd

Að rækta reiðina

Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta.

Skoðun
Fréttamynd

Snjóhengja sparifjáreigenda

Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um Landspítalann

Ég á ekki í deilum við nokkurn mann um Landsspítala/háskólasjúkrahús – og ætla mér það ekki. Ég hef bara spurt nokkurra spurninga – en fátt verið um svör. Í grein Jóhannesar Gunnarssonar er miklu rými varið í að vitna í meira en tveggja áratuga gömul ummæli mín - en svör engin gefin. Í síðari grein sinni vísar hann spurningu einfaldlega frá sér. Í greinum Ólafs Baldurssonar og Kristjáns Erlendssonar er álíka miklu rými varið í að ræða gæði íslenska heilbrigðiskerfisins og Lsp. Ég spurði ekki um það. Það veit ég. Þessi viðbrögð eru hins vegar dæmigerð um viðbrögð Íslendinga þegar þeir eru beðnir um að ræða kjarna máls. Málum drepið á dreif.

Skoðun
Fréttamynd

Takk, Jóhannes

Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti:

Skoðun
Fréttamynd

Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins

Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins?

Skoðun
Fréttamynd

Að spýta mórauðu

Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan eða kúgildið

Íslenska krónan sem gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar er nú komin á ellilífeyrisaldurinn. Öll hennar vegferð hefur verið sama markinu brennd. Ýmist hefur hún verið í frjálsu falli eða hrunið stall af stalli niður til móts við botnlaust hyldýpið. Krónan er nú innan við eyris virði á við það, sem var þegar lagt var upp með hana.

Skoðun
Fréttamynd

Svarað fyrir Saari

Helgi Seljan fréttamaður fór þess á leit við Þór Saari alþingismann í Kastljóssþætti á dögunum að alþingismaðurinn bæðist afsökunar á því að vilja réttlæta níðingsverk með reiði skuldara vegna hrunsins og vanefnda stjórnvalda. Örvinglað fólk sé bara "að boxa til baka“. Þór hefur nú orðið við þeirri beiðni. En Helgi Seljan ætti að líta sinni stétt nær. Er þetta ekki einmitt það, sem hún hefur ítrekað daðrað við?

Skoðun
Fréttamynd

Látum börnin borga

Hugkvæmni þeirra er vissulega mikil, sem háværastar kröfur gera um að aðrir borgi skuldir en þeir, sem til þeirra stofnuðu (og tala margir þar undir rós um skuldamál sjálfra sín). Lengi vel voru einkum sungin þar þrjú stef:

Skoðun
Fréttamynd

Hrunadansinn hafinn á ný

Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland sjálfbært sólarland

Íslensk garðyrkja keppir við sólina í suðurlöndum. Til þess að geta ræktað tómata, agúrkur, káltegundir, papríkur, skrautblóm og hvað það allt nú heitir notar íslensk garðyrkja orkuna úr vatnsföllum og jarðhita íslenskrar jarðar til þess að keppa við sólina í suðurlöndum – sem er víst ókeypis þar.

Skoðun
Fréttamynd

Bless, Jakobína

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, sendir mér kveðju sína í Fréttablaðinu þann 9. febrúar. Í greininni segir hún, að "þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar“.

Skoðun
Fréttamynd

Ruglið og reikningsgetan

Fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla, er sagður ekki kunna að lesa. Enn stærri hópur núlifandi Íslendinga virðist ekki kunna einföldustu undirstöðuatriði í almennum reikningi. Þannig upplýsir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þjóðina um að vegna verðtryggingar fjárskuldbindinga hafi lífeyrissjóðirnir hagnast um 200 milljarða króna frá hruni – og lántakendur, almenningur í landinu, þá væntanlega tapað sömu fjárhæð.

Skoðun
Fréttamynd

Að fermast upp á Faðirvorið

Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa!

Skoðun
Fréttamynd

Valdmörk forseta - efnið eða andinn

Í ræðu við setningu Alþingis sl. laugardag ræddi forseti Íslands tillögur stjórnlagaráðs. Um tillögur ráðsins sem varða forseta Íslands sagði hann: "tillögur, sem efla umsvif forsetans á vettvangi stjórnkerfisins, færa embættinu aukna ábyrgð.“ Ummæli forsetans í ræðunni um þessi efni hafa vakið viðbrögð. "Oftúlkun“, er haft eftir sumum. "Misskilningur“, segja aðrir. "Ekki í anda tillagnanna“, er fullyrt. Nú þekki ég ekki andann – bara efnið. Lítum því á orðin ein í texta tillagnanna og berum saman við tilvitnanir í ræðu forseta.

Skoðun
Fréttamynd

(G)narrismi

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu til í Reykjavík nýr straumur og ný stefna í íslenskum stjórnmálum, sem menn höfðu ekki áður séð. Það varð þegar enginn gat sagt fyrir um hvort frambjóðandi væri að grínast – narrast – með fólk eða tala við það í alvöru. Dæmi: "Ég ætla að gera allt fyrir aumingja!“ Annað dæmi: "Ég ætla að setja ísbjörn í HÚSDÝRA(!)garðinn.“ Þessum nýja straumi var fjarskavel tekið. Í kjölsogi hans komst minn flokkur víst til áhrifa í höfuðborginni – eða svo er sagt.

Skoðun
Fréttamynd

(G)narrast með fólk

Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri steypa?

Hvað er hátæknisjúkrahús? Það er heilbrigðisstofnun, þar sem auk hefðbundinna viðfangsefna almennra sjúkrahúsa eru leystar af höndum flóknustu aðgerðir og rannsóknir fyrir tilstilli nýjustu og um leið dýrustu tækni sem þekkingarsamfélagið hefur yfir að ráða og með aðkomu mjög sérhæfðs starfsfólks með langa menntun og mikla starfsreynslu að baki sem auk þess þarf að hafa nægilega mörg hinna flóknustu viðfangsefna í heilbrigðisþjónustu að fást við til þess að geta viðhaldið reynslu sinni og þekkingu. Húsnæðið, steinsteypan utan um starfsemina, er og verður aldrei annað en umbúðir utan um þá þjónustu, sem þar fer fram. Steinsteypa ein og sér getur aldrei orðið hátæknisjúkrahús.

Skoðun
Fréttamynd

Er þetta eitthvað nýtt?

Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð "aurinn“ að engu.

Skoðun
Fréttamynd

Að semja eða svíkja

Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum.

Skoðun
Fréttamynd

Predator (alien)

Fyrir nokkrum dögum síðan sagðist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri "predator“ (ísl. rándýr) og "geimvera“ (e. alien). Þar sem undirritaður er ekki jafn vel heima um geimverur og Magnús Skarphéðinsson, formaður "Hins íslenska geimverufélags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upplýsinga um hvað vitað væri um "predator (alien)“ Hvernig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu.

Skoðun
Fréttamynd

Víxlarekkinn í Alþingishúsinu

Svo háttaði til árum saman að við innganginn í sal neðri deildar Alþingis stóð rekki úr harðviði. Í honum var að finna það, sem taldist til nauðsynja í störfum alþingismanna. Dagblöðin, umslög og bréfsefni, risspappír,

Skoðun
Fréttamynd

Gefðu oss Guð, meira þras!

Gefðu oss Guð, meira puð.“ Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð“ var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara.

Skoðun