Bless, Jakobína Sighvatur Björgvinsson skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, sendir mér kveðju sína í Fréttablaðinu þann 9. febrúar. Í greininni segir hún, að „þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar“. Stöku sinnum „geysist hins vegar fram á völlinn leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn með illa ígrundaðar fullyrðingar“. Doktorsnemanum þykir sem sé ekki við hæfi að fólk eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn tjái sig um menntunarmál. Auk þess segir hún að ég sé hvergi nærri nógu menntaður til þess að geta haft á þeim markverða skoðun. Svona er víst talað úr fílabeinsturnunum. En hvers eiga veðurfræðingar að gjalda? Samt segir doktorsneminn: „Vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings“. Hún nefnir hins vegar ekki með einu orði hvað beri að gera til þess að ráða bót á því. Þó hún vilji helst meina mér það get ég þó ekki látið hjá líða að nefna aftur hann pabba minn. Hefði Jakobína Ingunn Ólafsdóttir verið kennari hjá honum og ekki náð meiri árangri með bekkinn sinn eftir tíu ára starf en svo að fjórði hver drengur í bekknum hefði ekki getað lesið sér til skilnings hefði hann pabbi minn ekki endurráðið hana til kennslu barna vestur á Ísafirði. Það hefði svo sem verið í lagi. Hún hefði þá bara getað farið í doktorsnám í menntunarfræðum. Í lokin ræðir doktorsneminn um grunnskólann á síðustu öld. Hún segir: „Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld.“ Nú sé ég ekki betur af myndinni, sem greininni fylgdi, en að doktorsneminn hafi – rétt eins og ég – hlotið sitt uppeldi í grunnskólum síðustu aldar. Ég er nú þokkalega ánægður með það grunnskólauppeldi sem ég hlaut. Doktorsneminn telur sig hins vegar hafa hlotið þar afleitt uppeldi. Mikið er það nú leiðinlegt. En fólk ber víst uppeldisins merki. Svo er sagt. Við náum því örugglega ekki saman – enda sitt hvorum megin veggjar fílabeinsturnsins. Bless, Jakobína. Farnist þér vel í þínu námi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, sendir mér kveðju sína í Fréttablaðinu þann 9. febrúar. Í greininni segir hún, að „þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar“. Stöku sinnum „geysist hins vegar fram á völlinn leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn með illa ígrundaðar fullyrðingar“. Doktorsnemanum þykir sem sé ekki við hæfi að fólk eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn tjái sig um menntunarmál. Auk þess segir hún að ég sé hvergi nærri nógu menntaður til þess að geta haft á þeim markverða skoðun. Svona er víst talað úr fílabeinsturnunum. En hvers eiga veðurfræðingar að gjalda? Samt segir doktorsneminn: „Vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings“. Hún nefnir hins vegar ekki með einu orði hvað beri að gera til þess að ráða bót á því. Þó hún vilji helst meina mér það get ég þó ekki látið hjá líða að nefna aftur hann pabba minn. Hefði Jakobína Ingunn Ólafsdóttir verið kennari hjá honum og ekki náð meiri árangri með bekkinn sinn eftir tíu ára starf en svo að fjórði hver drengur í bekknum hefði ekki getað lesið sér til skilnings hefði hann pabbi minn ekki endurráðið hana til kennslu barna vestur á Ísafirði. Það hefði svo sem verið í lagi. Hún hefði þá bara getað farið í doktorsnám í menntunarfræðum. Í lokin ræðir doktorsneminn um grunnskólann á síðustu öld. Hún segir: „Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld.“ Nú sé ég ekki betur af myndinni, sem greininni fylgdi, en að doktorsneminn hafi – rétt eins og ég – hlotið sitt uppeldi í grunnskólum síðustu aldar. Ég er nú þokkalega ánægður með það grunnskólauppeldi sem ég hlaut. Doktorsneminn telur sig hins vegar hafa hlotið þar afleitt uppeldi. Mikið er það nú leiðinlegt. En fólk ber víst uppeldisins merki. Svo er sagt. Við náum því örugglega ekki saman – enda sitt hvorum megin veggjar fílabeinsturnsins. Bless, Jakobína. Farnist þér vel í þínu námi.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun