Er þetta eitthvað nýtt? Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. maí 2011 10:00 Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð „aurinn“ að engu. Engum kom til hugar að leggja sinn eyri í sparnað. Á innlánsreikningum varð eyrir ekkjunnar að engu. Lambsverð, sem amma gaf í skírnargjöf, dugði barninu fyrir tveimur kótelettum um fermingu. Ævisparnaður gamla fólksins varð þar verðlaus. Hver vill spara eyrinn í slíku ástandi? Ekki nokkur maður – ótilneyddur. Því varð að neyða fólkið svo eitthvert fé yrði til svo hægt væri að lána þeim, sem lána þyrfti. Ef enginn sparnaður verður til verður nefnilega ekkert fé til að lána. Því voru sett lög um skyldusparnað ungs fólks. Ákveðinn hluti aflafjár þess var tekinn með valdi og afhentur bönkunum. Þá urðu til svokölluð „skyldusparnaðarhjónabönd“ – gervihjónabönd - því unga fólkið gat fengið sparifé sitt útborgað við giftingu. Skyldugreiðslur voru þá sem nú í lífeyrissjóði. Þá peninga fengu bankarnir til þess að lána. Munurinn þá og nú var aðeins sá, að þá brunnu fjármunir lífeyrissjóðanna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Lífeyrissjóðskerfi landsmanna stefndi í hrun. Þegar enginn vill spara nema þvingaður sé til þess með lögum verður að sjálfsögðu skortur á lánsfé. Þannig var það líka – fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á Íslandi. Þá voru forréttindi að fá lán. Slíkra forréttinda nutu tiltekin fyrirtæki í náðinni ásamt þeim einstaklingum, sem nutu velvildar ráðamanna. Þá var blómatími fyrirgreiðslustjórnmálamannanna. Þá var nefnilega lán að fá lán. Það kölluðu menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því lán þurfti aldrei að borga til baka – nema að hluta til. Þegar best lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi prósenta á einu einasta ári á láninu. Slíkt gerðist þá á kostnað unga fólksins með skyldusparnaðinn, gamla fólksins, sem lagt hafði til hliðar til elliáranna – og unglingsins hvers lambsverð við skírn dugði fyrir tveimur kótelettum við fermingu. Okkur jafnaðarmönnum þótti þetta vera hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar tilverknað og fyrir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá forsætisráðherra, var þessu misrétti útrýmt. Þá varð óhætt að geyma eyrinn. Þá varð til sparnaður á Íslandi. Þá gátu bankarnir farið að lána öðrum en fáeinum útvöldum – en misstu sig í útlánunum eins og stór hluti þjóðarinnar þá missti sig í skuldsetningu. Ekki hafði tekist að breyta því hugarfari að það væri lán að fá lán. En nú vilja menn víst hefja það viðhorf aftur til vegs og virðingar. Endurreisa „forna frægð“ (sic!) Er þetta virkilega hið nýja Ísland, sem alltaf er verið að tala um? Gjaldeyrishöft, neikvæð ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð og gróf mismunun. Vilja Íslendingar virkilega fá fyrirgreiðslustjórnmálamennina aftur? Endurlifa þá tíð þegar glataður var hver geymdur eyrir? Er það eitthvað nýtt? Eitthvað eftirsóknarvert? Eitthvað, sem jafnaðarmenn vilja berjast fyrir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð „aurinn“ að engu. Engum kom til hugar að leggja sinn eyri í sparnað. Á innlánsreikningum varð eyrir ekkjunnar að engu. Lambsverð, sem amma gaf í skírnargjöf, dugði barninu fyrir tveimur kótelettum um fermingu. Ævisparnaður gamla fólksins varð þar verðlaus. Hver vill spara eyrinn í slíku ástandi? Ekki nokkur maður – ótilneyddur. Því varð að neyða fólkið svo eitthvert fé yrði til svo hægt væri að lána þeim, sem lána þyrfti. Ef enginn sparnaður verður til verður nefnilega ekkert fé til að lána. Því voru sett lög um skyldusparnað ungs fólks. Ákveðinn hluti aflafjár þess var tekinn með valdi og afhentur bönkunum. Þá urðu til svokölluð „skyldusparnaðarhjónabönd“ – gervihjónabönd - því unga fólkið gat fengið sparifé sitt útborgað við giftingu. Skyldugreiðslur voru þá sem nú í lífeyrissjóði. Þá peninga fengu bankarnir til þess að lána. Munurinn þá og nú var aðeins sá, að þá brunnu fjármunir lífeyrissjóðanna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Lífeyrissjóðskerfi landsmanna stefndi í hrun. Þegar enginn vill spara nema þvingaður sé til þess með lögum verður að sjálfsögðu skortur á lánsfé. Þannig var það líka – fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á Íslandi. Þá voru forréttindi að fá lán. Slíkra forréttinda nutu tiltekin fyrirtæki í náðinni ásamt þeim einstaklingum, sem nutu velvildar ráðamanna. Þá var blómatími fyrirgreiðslustjórnmálamannanna. Þá var nefnilega lán að fá lán. Það kölluðu menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því lán þurfti aldrei að borga til baka – nema að hluta til. Þegar best lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi prósenta á einu einasta ári á láninu. Slíkt gerðist þá á kostnað unga fólksins með skyldusparnaðinn, gamla fólksins, sem lagt hafði til hliðar til elliáranna – og unglingsins hvers lambsverð við skírn dugði fyrir tveimur kótelettum við fermingu. Okkur jafnaðarmönnum þótti þetta vera hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar tilverknað og fyrir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá forsætisráðherra, var þessu misrétti útrýmt. Þá varð óhætt að geyma eyrinn. Þá varð til sparnaður á Íslandi. Þá gátu bankarnir farið að lána öðrum en fáeinum útvöldum – en misstu sig í útlánunum eins og stór hluti þjóðarinnar þá missti sig í skuldsetningu. Ekki hafði tekist að breyta því hugarfari að það væri lán að fá lán. En nú vilja menn víst hefja það viðhorf aftur til vegs og virðingar. Endurreisa „forna frægð“ (sic!) Er þetta virkilega hið nýja Ísland, sem alltaf er verið að tala um? Gjaldeyrishöft, neikvæð ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð og gróf mismunun. Vilja Íslendingar virkilega fá fyrirgreiðslustjórnmálamennina aftur? Endurlifa þá tíð þegar glataður var hver geymdur eyrir? Er það eitthvað nýtt? Eitthvað eftirsóknarvert? Eitthvað, sem jafnaðarmenn vilja berjast fyrir?
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun