Dómstólar

Fréttamynd

Kynslóðaskipti í kortunum

Helmingur dómara við Hæstarétt er kominn á leyfilegan eftirlaunaaldur, þeirra á meðal eina konan í réttinum. Enginn verður skipaður í stað þess sem næst lætur af störfum. Fjöldi dómara fer þá úr átta í sjö.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður slapp naumlega við réttarfarssekt fyrir gífuryrði

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu.

Innlent
Fréttamynd

Það þarf að taka nokkur aukaskref til að efla traust

Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur í siðfræði, segir ganga illa að innleiða þá hugsun í samfélaginu að það sé ekki nóg að menn séu hæfir til að fjalla um mál samkvæmt reglum heldur verði þeir einnig að virðast vera það í augum almennings. Tveir dómarar við Hæstarétt töldu sér ekki skylt að upplýsa um tap sitt vegna hlutabréfa í Landsbankanum þegar þeir dæmdu fyrrverandi bankastjóra bankans í fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur dómara á Íslandi er konur

Af 65 dómurum eru 24 konur. Kynjahallinn mestur í Hæstarétti. Réttarkerfið í jafnvægi eftir holskeflu mála sem tengdust efnahagshruninu. Rannsóknarúrskurðum vegna sakamála fjölgar. Ársskýrsla dómstólasýslunnar var birt í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara

Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið.

Innlent
Fréttamynd

Segir grafalvarlegt að tala mannréttindadómstól niður

Sigríður Andersen er harðlega gagnrýnd fyrir ummæli um Mannréttindadómstól Evrópu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir afmæliskveðjuna dapurlega og skilaboð Sjálfstæðisflokksins misvísandi. Helga Vala Helgadóttir lýsir áhyggjum af.

Innlent
Fréttamynd

Útvörður mannréttinda í sex áratugi

Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér.

Innlent
Fréttamynd

Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu

Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið skipar nefnd vegna dóma MDE

Dómsmálaráherra og fjármálaráðherra hafa sett saman nefnd sem greina á þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verður fjölgað í Landsrétti í bili

Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars.

Innlent
Fréttamynd

Landsréttur in memoriam?

Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu.

Skoðun