Dómstólar

Fréttamynd

Má gagn­rýna bætur?

Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt

Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt.

Innlent
Fréttamynd

Inn­vígt og inn­múrað sím­tal

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardaginn vegna fréttar RÚV um samskipti hans við tvo af dómurum Landsréttar á meðan meiðyrðamál umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar á hendur honum var rekið fyrir réttinum.

Skoðun
Fréttamynd

Gerði athugasemd við niðurstöðu dómnefndar

Davíð Þór Björg­vins­son, dóm­ari við Lands­rétt, gerði at­huga­semd­ir vegna niður­stöðu dóm­nefnd­ar um lausa stöðu við Hæsta­rétt að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ingveldur verður Hæstaréttardómari

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gert tillögu til forseta Íslands um skipun Ingveldar Einarsdóttur landsréttardómara sem dómara við Hæstarétt Íslands frá og með áramótum.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir af fimm og tveir til viðbótar vanhæfir

Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta“

"Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla

Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur dómara settur tímabundið

Fjórir landsréttardómarar hafa óskað eftir leyfi til 1. júlí 2020. Óskað hefur verið eftir setningu dómara í þeirra stað. Einn til viðbótar er í námsleyfi til 1. mars og hefur dómari verið settur í hans stað. Fjórir til viðbót verða settir tímabundið án auglýsingar.

Innlent
Fréttamynd

Segir það af og frá að dómarar Landsréttar hafi beitt Jón Steinar óréttlæti

"Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sáttamiðlun allt of sjaldan notuð í sakamálum á Íslandi

Mikill sparnaður gæti hlotist af því að nýta sáttamiðlun í fleiri sakamálum en gert er hér á landi. Úrræðið er einungis notað í örfáum slíkum málum árlega. Varahéraðssaksóknari segir sorglegt að sáttamiðlun sé ekki notuð í fleiri málum og formaður Landssambands lögreglumanna segir að mikilvægt sé að auka þekkingu um úrræðið.

Innlent
Fréttamynd

Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg

Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara.

Innlent